Frjáls verslun - 01.03.1969, Side 7
I=RJAI_S5
VI=RZLUIM
TAKMARK VERZLUNAR
ER AÐ UNDIRBUA ÞARFIR
FRAMTÍÐAR
„Hið efnahagslega takmark
verzlunarinnar eða vörudreifing-
arinnar er ekki aðeins það að sjá
um, að tiltekin vara eða þjónusta
sé til staðar á þeim stað og þeirri
stundu, er þessa kann að vera
þörf, heldur jafnframt að undir-
búa þarfir framtíðarinnar. Starf-
andi fyrirtæki geta því aldrei mið-
að starfsemi sína við líðandi stund,
heldur þurfa þau jafnan að gera
ráð fyrir þróun fram á við í öllum
ráðstöfunum sínum. Krafa samfé-
lagsins hlýtur því jafnan að vera
sú, að efnahagsmálum sé stjórnað
ÁVARP
TIL ALMENNRA LESENDA:
FRJÁLS VERZLUN hefur með
útgáfu á þessum fjórblöðung kom-
izt skrefi nær öllum neytendum
landsins. Tilgangur þess er að
kynna verzlun og málefni hennar,
en þau eru í hreinasta ólestri
vegna afskipta ríkisvalds og stjórn-
málalegrar togstreytu, sem ekkert
á skylt við verzlun. Er það von
útgefanda, að þessi nýjung í starf-
semi blaðsins varpi enn gleggra
ljósi á eðli og ástand þeirrar verzl-
unar, sem þjóðin býr við í dag.
og þau skipulögð á þann hátt, að
um uppbyggingu atvinnufyrir-
tækja til frambúðar sé að ræða.
Þetta þýðir, að fjármagnsmyndun
hjá fyrirtækjum og atvinnustarf-
seminni í heild er óhjákvæmileg,
ef um vaxandi velsæld á að vera
að ræða í þjóðfélaginu. Hið eina
raunhæfa atvinnuöryggi lands-
manna er bundið við það, að
áframhaldandi framþróun verði
hjá atvinnufyrirtækjunum".
önundur Ásgeirsson
í ræöu á verzlunarráö-
stefnu SjálfstœÖisflokksins.
TIL FORSVARSMANNA
STJÓRNMÁLA:
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um, hvaða hug verzlunar-
menn bera til þeirra aðila, sem
með stjórnmál landsins glíma.
Þrátt fyrir gefin loforð um breyt-
ingu á aðstöðu verzlunarinnar
þannig, að hún geti starfað á heil-
brigðan hátt, hefur orðið minna
um efndir en meira uim endur-
tekin loforð.
Er nú svo komið, að verzlunin
getur ekki starfað lengur og er
að komast í þrot. Er þess vegna
ekki um aðrar leiðir að fara, held-
ur en taka upp náið samstarf við
erlend stórfyrirtæki, og er þásjálf-
stæð íslenzk verzlunarstétt liðin
undir lok.