Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1969, Blaðsíða 7
I=RJAI_S5 VI=RZLUIM TAKMARK VERZLUNAR ER AÐ UNDIRBUA ÞARFIR FRAMTÍÐAR „Hið efnahagslega takmark verzlunarinnar eða vörudreifing- arinnar er ekki aðeins það að sjá um, að tiltekin vara eða þjónusta sé til staðar á þeim stað og þeirri stundu, er þessa kann að vera þörf, heldur jafnframt að undir- búa þarfir framtíðarinnar. Starf- andi fyrirtæki geta því aldrei mið- að starfsemi sína við líðandi stund, heldur þurfa þau jafnan að gera ráð fyrir þróun fram á við í öllum ráðstöfunum sínum. Krafa samfé- lagsins hlýtur því jafnan að vera sú, að efnahagsmálum sé stjórnað ÁVARP TIL ALMENNRA LESENDA: FRJÁLS VERZLUN hefur með útgáfu á þessum fjórblöðung kom- izt skrefi nær öllum neytendum landsins. Tilgangur þess er að kynna verzlun og málefni hennar, en þau eru í hreinasta ólestri vegna afskipta ríkisvalds og stjórn- málalegrar togstreytu, sem ekkert á skylt við verzlun. Er það von útgefanda, að þessi nýjung í starf- semi blaðsins varpi enn gleggra ljósi á eðli og ástand þeirrar verzl- unar, sem þjóðin býr við í dag. og þau skipulögð á þann hátt, að um uppbyggingu atvinnufyrir- tækja til frambúðar sé að ræða. Þetta þýðir, að fjármagnsmyndun hjá fyrirtækjum og atvinnustarf- seminni í heild er óhjákvæmileg, ef um vaxandi velsæld á að vera að ræða í þjóðfélaginu. Hið eina raunhæfa atvinnuöryggi lands- manna er bundið við það, að áframhaldandi framþróun verði hjá atvinnufyrirtækjunum". önundur Ásgeirsson í ræöu á verzlunarráö- stefnu SjálfstœÖisflokksins. TIL FORSVARSMANNA STJÓRNMÁLA: Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hvaða hug verzlunar- menn bera til þeirra aðila, sem með stjórnmál landsins glíma. Þrátt fyrir gefin loforð um breyt- ingu á aðstöðu verzlunarinnar þannig, að hún geti starfað á heil- brigðan hátt, hefur orðið minna um efndir en meira uim endur- tekin loforð. Er nú svo komið, að verzlunin getur ekki starfað lengur og er að komast í þrot. Er þess vegna ekki um aðrar leiðir að fara, held- ur en taka upp náið samstarf við erlend stórfyrirtæki, og er þásjálf- stæð íslenzk verzlunarstétt liðin undir lok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.