Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1969, Síða 45

Frjáls verslun - 01.03.1969, Síða 45
FRJÁLS VERZLUN LANDBÚNAÐUR BÆNDUR ÁHUGASAMIR AÐ TILEINKA SÉR NÝJUNGAR Rœtt við Árna Gestsson í Glóbus. Á síðustu árum hefur átt sér stað hérlendis mikil vélvæðing innan landbúnaðarins. Þessi at- vinnuvegur hefur orðið skjótur cil að tileinka sér nýtízkuleg tæki, sem haft hefur í för með sér, að aukning hefur orðið í framleiðsi- unni, þrátt fyrir fækkun fólks til sveita. Fyrirtækið Glóbus hf. er einn þeirra aðila, sem annazt hefur inn- flutning tækja o. fl. fyrir land- búnaðinn um árabil, og þótti F. V. ekki úr vegi að kynna fyrir- tækið og forstöðumann þess lítil- lega fyrir lesendum sínum. Glóbus hf. var stofnað áriö 1947, en fimm árum síðar komst það í eigu forráðamanna Heild- verzlunarinnar Heklu. Árni Gests- son, núverandi forstjóri Glóbusar, var þá starfsmaður Heklu, hafði starfað þar allt frá 1938 og síð- ustu árin sem meðeigandi þess, eða til 1956, að hann tók að eign- ast meirihluta í Glóbusi hf. Fyrirtækið hóf þá aftur sjált- stæðan rekstur. Á þeim tíma var innflutningsmálum þannig háttað, að allt var ieyfum háð og ákveð- ið kvótakerfi ráðandi. Þeir inn- flytjendur, sem kvóta þennan höfðu, réðu því algjörlega, hvaða vélar eða tæki þeir fluttu inn, en hinn endanlegi kaupandi var svo til áhrifalaus, „keypti það, sem að honum var rétt“, eins og Árni komst að orði í samtali við F. V. Þrátt fyrir mikla erfiðleika bjarg- aðist þetta á einhvern hátt og reynt var að afla nýrra sambanda í tækjum og vélum, sem álitið var, að hentaði íslenzkum aðstæð- um. Árið 1960 gerbreyttust svo við- horfin í þessum efnum. Innflutn- ingurinn var gefinn frjáls, og gafst þá bædum kostur á að velja á milli fleiri tegunda af vélum en áður hafði þekkzt, enda fór svo, að salan í þessum tækjum óx til mikilla muna, og hefur vélaþró- Árni Gestsson. unin í landbúnaðinum aldrei orci- ið eins ör og fyrstu árin, eftir að frjáls innflutningur fékk að njóta sín, að sögn Árna. Þótt Árni Gestsson sé ekki gam- all maður, þá hefur hann haft kynni bæði af höftum og frjálsr: verzlun og vildi hann engum óska þess, að hér kæmu höft á ný. „Oll höft á innflutningsverzlun leiða til svæfandi áhrifa á innflytjend- urna sjálfa og óskir neytendanr.a eru fyrir borð bornar.“ Fyrstu árin, sem Glóbus stari- aði sjálfstætt, var fyrirtækið í leiguhúsnæði að Hverfisgötu 50. Húsnæðið reyndist brátt of lítið, og var þá ráðizt í kaup á 200 fer- metra húsnæði að Vatnsstíg 3. En þegar innflutningurinn var orðinn frjáls, óx Glóbus hf. sem og önnur fyrirtæki og hafði þá fyrst bot- magn til að reisa framtíðarhúj næði fyrir starfsemina að Lág- múla 5. Árni telur sig hafa verið eink' ar heppinn að leggja inn á þá braut innflutningsverzlunarinnar, sem lýtur að landbúnaði, þrátt fyrir þá staðreynd, að bænduir. fer fækkandi. „Þróunin á þessu sviði hefur verið einstaklega ör og skemmtileg viðfangs. Framleiðsl- an í landbúnaði hefur aukizt jafnt og þétt þrátt fyrir fækkun bænda, og er það fyrst og fremst að þakka aukinni vélvæðingu. Bændurmr hafa verið einkar áhugasamir urn að tileinka sér nýjungar, sem fram koma í framleiðslu landbúnaðai- tækja, og einnig er þessi stétt manna upp til hópa heiðarleg í viðskiptum. Já, þær eru ótaldav þær stundir, sem ég hef setið á tali með þessum mönnum, mér til gagns og gamans.“ Þar sem Glóbus hefur sérhæít sig í verzlun við bændur og við-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.