Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 11

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 11
FRJÁLS VERZLUN' n verzlanir geti hvergi þrifizt nema við Laugaveg. Matvörur og aðrar daglegar neyzluvörur eiga, eðlis síns vegna, að vera á boðstólum í íbúðarhverfunum. Annars vegnar Laugavegsbænum misjafnlega, eins og sést á tíðum eigendaskipt- um. Það dylst heldur engum, sem gengur niður Laugveg, hvað smá- söluverzlunin hefur sett ofan síð- ustu tvo áratugina. Sannleikurinn er sá, að þegar fjárfestingarhöftin voru afnumin, var fjármagnsflótt- inn fyrir löngu hafinn frá smá- söluverzluninni. Einkafjármagnið var farið yfir í iðnaðinn og bygg- ingarstarfsemi. Þegar svo rýmkað var um, leitaði það mest yfir í inn- flutningsverzlunina. Hér við Laugaveg og í miðbænum sátu menn eftir í sínum gömlu hjöll- um. Síðan fengu þeir að vísu tæki- færi til að hressa þá við, þegar tímarnir bötnuðu. En almenn upp- bygging gat með engu móti farið fram, verðlagshöftin sáu um það. Að vísu hefur einstaka verzlun tekizt að byggja, en „hallirnar“ hér fyrir innan eru sannarlega ekki byggðar fyrir neinn smásölu- gróða! Á LAUGAVEGI ER BEZT AÐ VERA í inngangi kom fram, að einn hinna fyrstu iðnaðarmanna á Laugaveginum var Samúel Ólafs- son, söðlasmiður. Svo vill til, að tvær dætra hans, Svava og Lára, eru enn búsettar á Laugavegi 53, í húsinu, er faðir þeirra reisti fyr- ir 72 árum. Við kvöddum dyra hjá Láru og báðum hana að segja okkur frá götunni, sem hún hef- ur séð byggjast upp. — Þegar við fluttum hingað, man ég ekki önnur hús í grennd- inni en nr. 63; þar bjó fjölskylda mín áður. Innar var svo Rauðarár- bærinn; þangað sóttum við mjólk- ina. Neðar við götuna stóð húsið á Frakkastígshominu. Fljótlega fór svo að komast skriður á byggðina. Eitt sumarið dvaldi ég uppi í sveit. Þegar ég kom aftur í bæinn, voru skyndilega sprottn- ar upp tvær heilar götur hér fyrir ofan. Aðstreymið í bæinn var mik- ið á þessum árum, ný hús risu upp næstum daglega, og hamarshögg- in bergmáluðu langt fram á kvöld. Við vorum í þjóðbraut. Utan- bæjarmennirnir riðu um fjölmenn- ir, oft ráku þeir kvikfé á undan sér, sem þeir seldu til slátrunar. Verkstæðið naut góðs af umferð- inni, rétt eins og bílabúðirnar gera í dag. Það var oft mikið um að vera, mest á haustin. Verkstæði föður míns var í austurenda húss- ins og fyrir framan var hesta- portið. Pabbi hafði fjóra menn í vinnu. Þeir höfðu nóg að gera við hnakkasmíð og beizlagerð. Þá kostaði hnakkurinn 48 krónur, í dag kostar hann 12.500 krónum Lára Samúelsdóttir við húsið, sem faðir hennar byggði fyrir 72 árum. betur. Beizlið seldist á 18 krónur í þá daga. Eitt sinn kom skólamaður héð- an úr bæ til föður míns. Sá var dálítið utan við sig. Hann hafði meðferðis gamlan hnakk, sem hann vildi selja. Pabbi innti hann eftir verðinu. — „Ég vil alltaf fá tvær krónur fyrir hnakkinn,“ var svarið. Pabbi hafði nefnilega, nokkru áður, selt honum reiða fyrir þá upphæð. Og svo kom bíllinn til sögunn- ar. Fyrstu árin dróst allt saman á verkstæðinu, en svo komst þarf- asti þjónninn í tízku. Þá lifnaði aftur yfir. En Laugavegurinn varð ekki samur eftir. Hófadynurinn þagnaði, en í staðinn komu bíla- skellir, sem jukust með hverju ári. Ég hef tekið eftir því, hvað fólk gengur miklu minna niður Laugaveginn á kvöldin, heldur en áður var. Þá þótti góð skemmtun að anda að sér hreinu lofti og kíkja í búðarglugga. Það er margt breytt á Lauga- veginum, síðan olíutýrurnar lýstu leiðina, og leðurlyktin er fyrir löngu horfin úr húsinu. Nágrann- arnir hafa líka týnt tölunni smám saman, því hvert íbúðarhúsið á fætur öðru er tekið undir verzlan- ir. Þau eru orðin fá, gömlu andlit- in, sem maður þekkir hér í kring. En bregði ég mér út í önnur hverfi, er ég þó alltaf jafn fegin, þegar ég kemst aftur á Laugaveg- inn. Hér hefur mér ævinlega liðið vel og héðan vildi ég ekki flytja, hvað sem í boði væri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.