Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 14
14,
FRJALS VERZLUN
Skóverzlunin Sólveig er í endurbyggðu húsnæði, sem gert er á smekk-
legan hátt. Svo er einnig um fleiri verzlanir við Laugaveg.
in. í flestum tilfellum hefur ver-
ið hægt, með lítilli fyrirhöfn, að
leigja út hin minni — -því minni,
því betra. Dæmi um slíkt er kaup-
maður nokkur, sem byggði stór-
hýsi á bezta stað við götuna. Stór
hluti húsnæðisins stóð auður og
beið leigjenda, en á sama tíma
var barizt um tvö smábúðarpláss
í eldgömlu húsi við hliðina á stór-
hýsinu. Að lokum sagði sölustjór-
inn, að líkja mætti verzlunar-
stefnu þeirri, sem hér væri land-
læg, við mann með fæturna í ís-
baði, en brennheitan hitapoka á
höfði. Meðalhiti mannsins væri
síðan úrskurðaður ,,eðlilegur“ af
sjálfskipuðum sérfræðingum. Með-
an slík hagfræði réði ríkjum, væri
vart að vænta mikils heilbrigðis
í viðskiptum.
350 FERÐIR DAGLEGA
Framh. af bls. 15.
nefnilega álitlegar fúlgur í borg-
arsjóðinn, eins og réttilega var
bent á, þegar hægri umferðin var
á döfinni. Framtíðin verður svo
áreiðanlega sú, að Austurstræti,
Bankastræti og stórum hluta
Laugavegs verður lokað fyrir bíla-
umferð, — og því mun aðalskipu-
lag borgarinnar reyndar gera ráð
fyrir.