Frjáls verslun - 01.05.1969, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERZLUN
17
IÞRÓTTIR — HEILSURÆKT
VILTU HALDA HEILSU?
Ráðleggingar, sem gefnar eru stjórnendum amerískra
stórÍYrirtœkja.
Sitjið aldrei um kyrrt
meira en hálftíma í
senn.
Sœkizt ekki eftir að
verða sólbrúnir.
Farið í stutt frí nokkrum
sinnum á ári frekar
en eitt langt.
Sofið ekki of mikið.
Upp í 45 ára aldur er
óhcett að hafa samfarir
tvisvar til þrisvar í
viku. Sjaldnar eftir það.
Það má halda áfram
að vinna, þó að menn
hafi fengið slag.
Þessar ráðleggingar fá forystu-
menn 77 stórfyrirtækja, sem senda
stjórnendur sína á Emory háskóla-
spítalann í Atlanta í reglubundn-
ar rannsóknir.
Yfirmaður spítalans er Dr. E.
Garland Herndon, sem hefur sér-
hæft sig í slíkum rannsóknum.
Hér á eftir fara kaflar úr viðtali
við hann, þar sem hann fjallar
um heilsufar manna í viðskipta-
lífinu.
MINNI SÓL, MEIRI FRÍ
Hann segir meðal annars:
„Algengustu vandamálin, sem
við rekumst á, eru of mikil þyngd,
skortur á likamsþjálfun og hreyf-
ingu og of stutt frí.“
„Stutt frí, þrír til fimm dagar,
eru heppilegri en löng frí, því að
þá missir maðurinn snertingu við
vinnu sína. Menn eiga að eyða
fríum sínum í eitthvað, sem þá
langar að gera. Oft er heppilegt
að skipta um umhverfi, en ekki
neitt sérstakt unnið við að skipta
um loftslag um svo stuttan tíma.“
,.Að vera úti í sólskini þar til
menn eru orðnir brúnir hefur
enga sérstaka gagnsemi og getur
verið varasamt, þar sem skinnið
þykknar og getur hindrað eðli-
lega starfsemi svitakirtla og fitu-
kirtla. Gagnsemi sólarinnar hefur
verið ofmetin.“
KYNLÍF
OG SKEMMTANIR
„Meðalmaður undir 45 ára aldri
getur haft samfarir tvisvar til
þrisvar í viku að skaðlausu. Á-
stæða er til að benda á, að getu-
leysi til að hafa samfarir getur
stafað af þreytu einni saman. 95%
af getuleysi til samfara stafar af
þreytu eða sálrænum orsökum og
aðeins 5% af sjúkdómum. Líkam-
leg og andleg afslöppun er mikil-
væg til að kynlífið veiti þá full-
nægingu. sem það getur gert, en
valdi ekki erfiðleikum og van-
sæld.“
„Kokkteilboð og matarboð á
kvöldin eru of algeng, en eitt kvöld
í viku ætti ekki að gera neinum
skaða.“
„Ef maður þarf að búa sig und-
ir erfiðan dag skiptir mestu máli
að hvílast vel, borða ekki þung-
an kvöldmat og fara ekki strax í
rúmið á eftir, heldur leyfa melt-
ingu að ske áður. Ef mikið liggur
við má nota væg svefnmeðul til
að tryggja góðan svefn. Að nota
vín að ráði að kvöldi er ekki
heppileg leið til að sofa vel. Svefn
eftir vínneyzlu er fullur of vöðva-
notkun og hreyfingu, sem er
þreytandi. Notkun víns eftir mál-
tíðir er að mínu áliti óheppileg.“
DRYKKJA
„Ekkert bendir til, að það sé ó-
heppilegt að fá sér tvo drykki fyr-
ir kvöldmatinn, ef 45 til 60 mín-
útur líða á milli þeirra. Gallinn
er sá, að drykkirnir geta svo auð-
veldlega orðið þrír og þeir geta
svo auðveldlega hætt að verða
einfaldir og orðið tvöfaldir.“
„Einn eða tveir drykkir fyrir
hádegismatinn verka frekar deyf-
andi en örvandi. Ástæða er til að
ætla, að þeir dragi úr vinnuaf-
köstum í einn til þrjá klukku-
tima á eftir, eftir einstaklingum.
Viðbrögð við víni eru persónu-
bundin og fara eftir ástandi
mannsins. T. d. ef maður er mjög
þreyttur geta einn eða tveir
drykkir aukið þreytuna og minnk-
að getu hans til andlegra starfa.“