Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 23

Frjáls verslun - 01.05.1969, Side 23
FRJÁLS VERZLUN 23 „Loftleiðir eyða um 88 milljónum íslenzkra króna til kynningarstarf- semi félagsins allrar" Rœtt við Sigurð Magnússon, blaðaíulltrúa Loftleiða, um land- kynningarmál, nafngift fyrsta búskussa íslands, áningardvalir Loftleiða og fleira. „Hvernig hafa Loftleiðir hagað Islandskynningu sinni erlendis og hve miklu af peningum hef- ur fclagið varið til hennar?“ Það er í rauninni alveg óhæfi- legt að geta ekki þrýst á einhverja galdrastafi tölvanna, sem eru hér í skrifstofubyggingunni og fengið þaðan fulla og óyggjandi vitneskju um hvern einstakan hinna mörgu kostnaðarliða íslandskynningar Loftleiða erlendis og hundraðs- hluta hennar af heildarkostnaðin- um við kynningarstarfsemi félags- ins. Þetta er — því miður — ekki unnt. Það er sumpart vegna þess, að Islandskynningin er svo' oft samofin hinni almennu kynningu á flugferðum, að mjög örðugt er að draga þar á milli greinilega markalínu. Félagið leggur t. d. í einhverri auglýsingu aðaláherzluna á lágu fargjöldin milli Ameríku og Evr- ópu, en í sömu auglýsingunni vek- ur það einnig athygli á eins og tveggja daga áningarboðum fé- lagsins hér á landi, og getur þess, að með því að rita umboðsskrif- stofu muni félagið fúslega senda bæklinga um áningardvalir og aðra möguleika, sem boðnir eru til viðdvalar á íslandi um lengri eða skemmri tíma. Og e. t. v. verð- ur það svo þessi hluti auglýsing- arinnar, sem veldur því, að les- andi hennar ákveður að ferðast með Loftleiðum. Það lætur að líkum, að mjög háum hundraðshluta kynningar ís- lenzks flugfélags, á ferðum þess yfir Atlantshafið með viðkomu á íslandi, hljóti að þurfa að verja til að eyða þeim ótta, sem nafnið Island eitt saman hlýtur að vekja þeim, sem hér þarf hugsanlega að eiga viðdvöl. Flest önnur lönd Sigurður Magnússon þurfa ekki á þessu að halda. Heiti þeirra eru a. m. k. nægjanlega hlutlaus, til þess að vekja engum ástæðulausan ótta eða hroll. En um ísland gegnir öðru máli. Samt sem áður myndi ég ekki greiða at- kvæði með nafnbreytingu. Ég held, að náungi frá Thule myndi ekki vekja neina sérstaka athygli, suður í einhverju Afríkulandinu, en bara það eitt, að ég sagðist vera frá íslandi, vakti suður þar á mér nægjanlega mikla forvitni til þess, að ég var tekinn tali, og skemmtilegra mun mörgum ferða- manninum þykja, að geta raupað af Islandsdvöl en heimsókn suður til Aruba, sem ég vissi raunar varla hvar var á hnettinum, og hafði engan áhuga á að vita neitt um, fyrr en góðvinur minn einn gat sinnar þarvistar með stóru lofi og miklum fagurmælum. Islandskynningin hefur þess vegna alltaf verið mjög snar þátt- ur í upplýsingakerfi Loftleiða, um áætlunarferðir félagsins, miklu ríkari en margur skyldi ætla. „Hvernig haga Loftleiðir ís- Iandskynningunni?“ Ég skal nefna nokkra þætti: Félagið lætur t. d. gera kynn- ingarmyndir frá íslandi. Sumpart fær það kvikmyndatökumenn hingað, greiðir allan kostnað vegna myndatökunnar og dreifir svo ein- tökum kvikmyndanna svo tugum skiptir, til sýnis erlendis. í Banda- ríkjunum einum saman eru nú milli 50 og 60 eintök einnar ís- landsmyndar Loftleiða. Þessi ein- tök eru á stöðugu flakki milli þeirra, er þau vilja fá til sýninga. Sömu sögu er að segja frá Evrópu- stöðvunum, þó að eintakafjöldi eigin mynda félagsins sé þar færri en vestra. Stundum kaupir félagið eintök Islandskvikmynda, sem það lætur erlendu umboðsskrifstofurnar fá til sýninga. Mjög oft greiðir félagið götu kvikmyndatökumanna, sem hing- að koma, svo að ekki sé gleymt hinum stóra hópi fréttamanna,

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.