Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 31

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 31
FRJALS VERZLUN 31 FERÐAMALARAÐ HEFUR EKKI ENN SÉÐ ÁSTÆÐU TIL ÞESS AÐ FLOKKA GISTI- EÐA VEITINGASTAÐI Þeir staðir, sem lenda í lökum flokkum, myndu fá óorð á sig, sem erfitt vœri að upprœta, þótt úrbœtur vœru gerðar. — Rœtt við Brynjólf Ingólfsson, ráðuneytisstjóra. 1) Hverjir mega starfrækja feiða- skrifstofur á íslandi? í gildandi lögum um ferðamál, nr. 4/1969, er hugtakið ferða- skrifstofa skilgreint sem fyrir- tæki, sem tekur að sér að veita í atvinnuskyni, að einhverju eða öllu leyti, eftirgreinda þjónustu fyrir almenning: a. Upplýsingar, í einhverri mynd, um innlend eða erlend ferðamál. b. Hvers konar farmiðasölu, með skipum, bifreiðum, flug- vélum eða járnbrautum. c. Útvegun herbergja eða hús- eða skamman tíma. d. Skipulagning hópferða inn- anlands eða erlendis, og mót- töku erlendra ferðamanna. Hver sá, sem setja vill á stofn eða reka ferðaskrifstofu, skal sækja um leyfi til samgöngu- málaráðuneytisins, en skilyrði til að slíkt leyfi sé veitt er, að forstöðumaður uppfylli eftirtal- in skilyrði: a. 25 ára aldur. b. Verzlunarskólapróf eða hlið- stæð menntun eða meiri, að dómi ráðuneytisins. c. A. m. k. 5 ára starf við al- mennan ferðaskrifstofurekst- ur, eða 3 ár sem forstjóri ferðaskrifstofu. Störfin skulu vera þess eðlis, að þau geti, að dómi ráðuneytisins, veitt alhliða þekkingu á ferðaskrif- stofurekstri. Ráðuneytið getur ákveðið, að 5 ára störf við farþegaaf- greiðslu í millilandaferðum hjá flugfélagi eða skipafélagi teljist jafngilda starfstíma á ferðaskrifstofu. Brynjólfur Ingólfsson. d. Fjárræði og forræði á búi sínu. e. Búseta á íslandi. 2) Tvær íslenzkar ferðaskrifstof- ur hafa orðið gjaldþrota allnýlega og skulduðu báðar stórfé erlendis. Hefur ráðuneytið eða önnur yfir- völd eftirlit með því, að ferðaskrif- stofurnar safni ekki skuldum hjá erlendum viðskiptamönnum sín- um? Verða skrifstofurnar að hlíta einhverjum vissum reglum í þess- um efnum? í athugasemdum við fyrstu lög- in um ferðamál, árið 1964, sagði m. a.: „Rekstur ferðaskrifstofu er að því leyti frábrugðinn annarri starfsemi að viðskiptavinurinn greiðir oft fyrirfram þá þjón- ustu, sem ferðaskrifstofan veit- ir. Af því leiðir, að viðskipta- vinurinn á þá undir heiðarleika ferðaskrifstofunnar fyrst og fremst, hvort hann fær þá þjón- ustu, fyrir greiðslu sína, sem til var ætlazt og um samið. Þegar við þetta bætist, að ferðaskrif- stofur fá í langflestum eða öll- um tilfellum gjaldfrest hjá skipafélögum, flugfélögum, hót- elum og greiðasölustöðum, ligg- ur í augum uppi, að starfsemi ferðaskrifstofa krefst ekki mik- ils rekstrarfjár. Nokkur freist- ing er því fyrir hendi fyrir ein- staklinga til að hefja rekstur í skjóli þessa, án þess að ráða yfir nægilegu fjármagni til þess að mæta óvæntum áföllum.“ Markmið þessara fyrstu laga um ferðamál var að hamla gegn þessari hættu og vefnda hags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.