Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 35
FRJAL5 VERZLUN
35
flokki gistihúsið er í. Heimild
þessi er í 2. mgr. 13. gr. veit-
ingalaganna nr. 53/1963.
Er slíkt að sjálfsögðu til þæg-
inda fyrir gestina, en að mín-
um dómi verður að beita þess-
ari heimild með aðgát.
Málið hefur verið fengið til
athugunar forstöðumanni Gisti-
og veitingastaðaeftirlitsins og
formanni Ferðamálaráðs, en
ekki hafa þeir orðið sammála
um tillögur. Vitað er að gisti-
húsaeigendur líta slíka flokkun
hornauga og benda á, að gisti-
hús, sem lendir í lökum flokki,
myndi strax fá óorð á sig, sem
erfitt yrði að uppræta, jafnvel
þótt úrbætur væru gerðar.
Ferðamálaráðstefna, sem
haldin var við Mývatn nú ný-
lega gerði ályktun um nauðsyn
flokkunar gistihúsa.
Ef til vill yrði flokkunin sárs-
aukaminnst með því að auð-
kenna aðeins bezta flokkinn, og
gætu þá aðrir keppt að því að
ná þeim flokki. Slíkt væri ekki
ósvipað því, sem gert er ráð fyr-
ir í 3. tl. 12 gr. laga um ferða-
mál, en þar er Ferðamálaráði
heimilað að veita gisti- eða veit-
ingastöðum, og öðrum aðilum,
sem annast móttöku ferða-
manna þannig, að til fyrirmynd-
ar má teljast.
Ferðamálaráð hefur ekki enn
séð ástæðu til að nota þessa
heimild.
ÁFENGIS- OG TÓBAKS-
VEBZLUN RÍKISINS,
LYFJAVERZLUN
RÍKISINS.
Skrifstofur: Borgartúni 7,
sími 2J/280.
AfgreiÖslutími frá kl. 9—16
alla virka daga, nema laug-
ardaga.
Reikningar aöeins greiddir
á fimmtudögum kl. 10—12
og 13—15.
ÁFENGIS- OG TÓBAKS-
VERZLUN RÍKISINS,
L YF J A VERZLUN
RÍKISINS.
Barna og unglingafatnaður
Ávallt fyrirliggjandi
úrval af vönduðum fatnaði
Hagkvæmt verð