Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 38

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 38
3B FRJALS VERZLUN FÆREYJAR Ört vaxandi ferðamannastraumur. Útlendingar gera sér mjög ann- arlegar hugmyndir um Færeyjar og fólkið, sem eyjarnar byggir. A þetta engu síður við um ís- lendinga en aðra nágranna Fær- eyinga, þó að 1 ýmsu séu við- skipti okkar við þá meiri og kynn- in af þeim nánari en annars stað- ar gerist. Margir halda, að Færeyjar séu aðeins grátt þverhnýpi með gras- tóm á stöku stað og mátulegu slétt- lendi niðri við sæinn til að reisa á yfirlætislaus sjávarþorp. En á- hugi á að heimsækja Færeyjar og komast að hinu sanna er vaxandi. Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum í Færeyjum fjölgað stöðugt. FYRIR ÍSLENDINGA Ferðamannastraumurinn hefur vaxið ört síðan flugsamgöngur við eyjarnar urðu reglulegar, en sem kunnugt er, hafði Flugfélag ís- lands frumkvæði að Færeyjaflugi fyrir 6 árum og rekur það nú í samvinnu við SAS. Er flogið til Færeyja frá Reykjavík á miðviku- dögum og býður Flugfélagið ís- lendingum upp á sérstök kjör í ferðum þangað nú í sumar. Kost- ar ferðin fram og til baka 5.649 krónur með söluskatti og gildir farseðillinn í 6—14 daga. PARADÍS NÁTTÚRUSKOÐANDANS í Færeyjum gefst náttúruskoð- endum einstakt tækifæri til að virða fyrir sér fjölskrúðugt fugla- líf í björgunum, og þeir, sem ekki veigra sér við að leggja á bratt- ann, geta fundið þar margan fjalls- tindinn til að sigrast á, en af hæstu brún er stórbrotið útsýni yf- ir þrönga dali. firði og flóa. Sam- göngur á sjó milli eyjanna 18 er með ágætum og sennilega gefst ekki betra tækifæri til að skoða þær en einmitt af sjónum. Fært er að sigla mjög nærri ströndum og virða fyrir sér grösugar hlíðar og stórfenglega hella, sem brimið hefur brotið í björgin. Við Enni- berg á Viðey, nyrzta skaga Fær- eyja, rísa klettaveggirnir 665 metra yfir sjávarmál og er Ennis- berg einn hæsti höfði í heimi. Hefur hafrótið sorfið hella og sill- ur í vegginn í þúsund ár. f marga þessa hella má komast af sjó. Af sundunum milli eyja má líka fylgjast með fuglalífi í bjarginu úr návígi og þar er paradís þeirra, sem unun hafa af töku ljósmynda eða kvikmynda. TIL ÞÓRSHAFNAR Allir erlendir gestir í Færeyj- um verða vitanlega að leggja leið sína til höfuðborgarinnar, Þórs- hafnar, sem er menningarmiðstöð og aðsetur landsstjórnarinnar. Þar er Tinganes niðri við höfnina, að- setur hins forna þings Færeyinga, sem þeir segja eldra en Alþingi íslendinga. Á Tinganesi hefur nú- verandi þing Færeyinga aðsetur í einu af húsum hinnar konunglegu dönsku einokunarverzlunar, sem eyjaskeggjar þurftu að búa við á sínum tíma eins og íslendingar. f Þórshöfn er safnhús, þar sem getur að líta fornleifar og sýnis- horn úr jarðsögu eyjanna. Fugla- safn er þar sömuleiðis og bátar og seglskip sem nátengd eru allri sögu fólksins á eyjunum. Við þröngan stíg skammt frá höfninni er lítið hús, þar sem Niels Finsen, upphafsmaður ljóslækninga, var fæddur 1860. Hefur verið reistur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.