Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 51

Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 51
FRJÁLS VERZLUM 43 SKEMMTIFERDIR MED NÝJU SNIDI Eimskipafélag íslands hefur hafið IT-ferðir í sambandi við ferðir Gullfoss. Eimskipafélag íslands skipu- leggur í sumar ferðir um Bret- land og Danmörku, svonefndar IT- ferðir í sambandi við ferðir Gull- foss. Miðast þessar ferðir við 13 daga og geta farþegar keypt far- miða í þær, um leið og þeir kaupa miða með Gullfossi. Hefur sérstök áætlun verið prentuð fyrir ferðir þessar, með stuttri ferðalýsingu og verðskrám. Meðal þessara IT-ferða er 13 daga ferð til Edinborgar. Verða farnar 8 slíkar ferðir í sumar, á tímabilinu 4. júní til 10. septem- ber og er siglt til Leith með Gull- fossi, en síðan búið á hóteli í Ed- inborg í 5 daga, en farið þaðan í kynnisferðir um nágrenni borg- arinnar. Fargjöld í þessum ferð- um eru frá 12.700,00 upp í 18.- 900,00. í öðru lagi býður Eimskipafé- lagið farþegum sínum upp á ferð um Skotland. Þá er siglt með Gull- fossi til Leith, en síðan varið 5 dögum til skoðunarferða um Skot- land. Fargjöld í þessari ferð eru frá 13.530,00 upp í 20.400,00 kr. TIL KAUPMANNAHAFNAR Eimskipafélagið efnir einnig til 8 þrettán daga ferða til Kaup- mannahafnar á tímabilinu frá 4. júní til 10. september. Er siglt til Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith, en höfð er viðdvöl í tvo og hálfan dag í Kaupmannahöfn og þá aftur siglt áleiðis til Reykja- víkur með viðkomu í Leith. Verð í þessum ferðum er frá 11.454,00 krónum og upp í 16.416,00 krón- ur. Þá er innifalið: ferðin með Gullfossi, þar innifalið fargjald, fæði, þjónustugjald og söluskatt- ur, og gisting og morgunverður um borð í Gullfossi meðan staðið er við í Kaupmannahöfn. Farþegum gefst að sjálfsögðu kostur á skoðunarferðum í Kaup- mannahöfn, og eru farseðlar seld- ir í skrifstofu skipsins. Meðal þess- ara ferða er tveggja og hálfs tíma skoðunarferð um Kaupmannahöfn, níu og hálfs tíma Svíþjóðarferð. Er þá farið til Malmö og höfð þar nokkur viðstaða, en þaðan til Lundar, þar sem hin fræga dóm- kirkja er skoðuð. Þá gefst Gull- fossfarþegum einnig kostur á að ferðast norður Sjáland, í 7 tíma ferð, og heimsækja Krónborgar- og Friðriksborgarkastala auk ann- arra staða. í fjórða lagi er öku- ferð um Kupmannahöfn og sigl- ing um höfnina á báti; alls tekur þetta ferðalag tvo og hálfan tíma. TIL LUNDÚNA í framhaldi af ferðum Gullfoss til Leith, skipuleggur Eimskipa- félagið ferðir með áætlunarvögn- um til Lundúna. Fyrst er höfð eins dags viðdvöl í Edinborg, eft- ir komu Gullfoss til Leith, og far- in skoðunarferð um borgina, en morguninn eftir er lagt af stað með áætlunarvagni í tveggja daga ferð suður um England og Chest- er. Að kvöldi annars dags er kom- ið til Lundúna og haldið þar kyrru fyrir daginn eftir og farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina. Frá Lundúnum er svo farið með járnbrautarlest að morgni og kom- ið til Edinborgar síðdegis, þar sem Gullfoss er búinn til heimferðar. Verð á þessum ferðum er frá 15.- 530,00 krónum. Drengja - unglinga - og karlmannafatnaöur í úrvali KLÆÐSKERAÞJÓNUSTA HERRATIZKAN Laugavegi 27 Sími:12303.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.