Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 77
FRJÁLS VERZLUN 69 gera langa sögu stutta varð þetta frumvarp svo að lögum 1964. Að vísu var frumvarpið ekki eins gott og menn höfðu vonað, en þess ber að gæta, að fara þurfti bil beggja, til að málið fengi endan- lega afgreiðslu Alþingis. Einn versti gallinn var þó sá, að Ferða- málaráði var ekki ætlað neitt fé, ráðsmenn voru ólaunaðir, ekki gert ráð fyrir starfsmanni eða peningum til að kaupa frímerki, hvað þá meira. Á öðrum fundi Félagsmálaráðs benti Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum á þessa missmíði á lögunum og var það svo lagað með góðri aðstoð Brynj- ólfs Ingólfssonar. ráðuneytisstjóra og Gunnars Thoroddsen, sem þá var fjármálaráðherra. Var þá ráð- inn framkvæmdastjóri og ráðs- menn fengu frítt kaffi á fundum þess. Samkvæmt lögum um ferðamál á Ferðamálaráð að vera ráðgef- andi Alþingi og ríkisstjórn um allt, sem að ferðamálum lýtur. í fram- kvæmd hefur þetta æxlazt þannig, að Ferðamálaráð lætur sér ekkert óviðkomandi, sem að ferðamálum lýtur, enda virðist það vera skiln- ingur almennings, ef dæma má eftir því, hvaða mál og hvers kon- ar við fáum til meðferðar. Sam- kvæmt þessum lögum er ráðið skipað til þriggja ára í senn. Frá upphafi hafa eftirtaldir menn átt sæti í Ferðamálaráði og eiga enn: Ludvig Hjálmtýsson, framkvstj., skipaður af ráðherra, formaður. Albert Guðmundsson, varaformað- ur, skipaður af ráðherra. Sigurlaugur Þorkelsson, tilnefnd- ur af Eimskipafélagi íslands hf. Ágúst Hafberg, tilnefndur af Fé- lagi sérleyfishafa. Lárus Ottesen, tilnefndur af Ferða- félagi íslands. Birgir Þorgilsson, tilnefndur af Flugfélagi fslands hf. Sigurður Magnússon, tilnefndur af Loftleiðum hf. Þorleifur Þórðarson, tilnefndur af Ferðaskrifstofu ríkisins. Pétur Daníelsson, tilnefndur af Sambandi gisti- og veitingahúsa- eigenda. Geir H. Zoéga, tilnefndur af Fé- lagi íslenzkra ferðaskrifstofa. — Er það ekki að ýmsu leyti ó- heppilegt, að einmitt þessir að- ilar, sem hljóta fyrst og fremst að hugsa um eigin hagsmuni og heyja innbyrðis samkeppni, skuli skipa þetta ráð? Ég mundi telja það einn af kost- um og jafnframt forsendu fyrir tilveru Ferðamálaráðs, hvernig það er skipað, enda eru sambæri- legar stofnanir erlendis þannig skipaðar. nema þar sem þáttur ferðamálanna er það stór, að sér- stök ráðuneyti fara með þau. Þótt allir meðlimir Ferðamálaráðs séu að sjálfsögðu ekki ævinlega sam- mála um allt, sem þar er fjallað um, þá gætir þar ekki samkeppni í eiginlegri merkingu. Hins vegar eiga allir meðlimir ráðsins eitt sameiginlegt, sem er aðalatriði, en það er að vinna að því, að búa þannig í haginn, að hingað vilji erlendir ferðamenn koma. Þá ber þess að gæta, að ef ágreiningur rís í Ferðamálaráði, sem það ræð- ur ekki við að leysi, en slíkt hefur ekki hent ennþá, þá kemur til kasta Samgöngumálaráðuneytis- ins að skera úr, en Ferðamálaráð heyrir undir Samgöngumálaráðu- neytið og er að sjálfsögðu meira ráðgefandi og tillöguaðili, en að það hafi nokkuð vald að lögum. — Hverju hefur Ferðamálaráð fengið til leiðar komið, frá því að það var stofnað? Það væri hægt að fylla margar síð- ur lesmáls, ef svara ætti til hlýtar þessari spurningu, en af handahófi mætti nefna eftirfarandi: Unnar hafa verið alls konar skýrslur um stöðu ferðamálanna í landinu, sem byggja má á alls konar áætlanir fram í tímann. Komið hefur ver- ið á árlegri ferðamálaráðstefnu, sem er valinn vettvangur til um- ræðna um ferðamál. Ferðamálaráð hefur beitt sér fyrir því, að hægt verði að skipta erlendum gjald- eyri utan hins almenna afgreiðslu- tíma bankanna. Það hefur beitt sér fyrir því, að íslenzkir peningar væru gjaldgengir í fríhöfn Kefla-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.