Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.05.1969, Qupperneq 79
FRJÁLS VERZLUN 71 víkurflugvallar. Það hefur beitt sér fyrir endurbótum á veitinga- og gistihúsum með því að mæla með lánum úr Ferðamálasjóði. Gefin hefur verið út landkynning- arbæklingur í 400 þúsund eintök- um. Það hefur beitt sér fyrir að koma upp fullkomnum tjaldstæð- um með aðstöðu, sem tíðkast er- lendis. Vonandi verður slík að- staða að veruleika á þessu sumri á Laugarvatni. — Hefur ráðið mætt þeim skiln- ingi hjá yfirvöldum, sem þér teljiðl nauðsynlegan, til þess að árangur verði af störfum þess? Ferðamálaráð fékk breytt lögum um almennar ferðaskrifstofur, bæði með því að fá hækkað trygg- ingarfé ferðaskrifstofa sömuleiðis til að hægt sé að fylgjast betur með rekstri hinna almennu ferða- skrifstofa en áður var. Samvinna á milli Ferðamálaráðs og Sam- göngumálaráðuneytisins hefur verið með ágætum. Hins vegar mundi ég kjósa margt með öðrum hætti en er. Á ég þá sérstaklega við, að Ferðamálaráð hefði meiri fjárráð og Ferðamálasjóður yrði efldur, en þetta stendur til bóta. Þó má segja, að ráðuneytið hafi aldrei bundið hendur okkar, þvert á móti hefur það ævinlega kom- ið til móts við okkur og sýnt okk- ur mikinn skilning. Að sjálfsögðu er haldið í við okkur í sambandi við fjármál, enda sparnaðarstefna nú ríkjandi. — Á ríkisvaldið að beita sér meira í ferðamálum en það gerir nú? Að sjálfsögðu á ríkisvaldið að beita sér meira í ferðamálum en það gerir. Á það við um ferðamál eins og aðrar gjaldeyrisaflandi at- vinnuvegi landsmanna, að ríkis- valdið verður að leggja þar hönd að, ekki sízt þegar gjaldeyristekj- ur af erlendum ferðamönnum nema allt að 10% af heildarút- flutningsverðmæti landsmanna, enda staðreynd, að engar gjald- eyristekjur fær þjóðin með jafn- hagstæðum hætti og eyðslueyri er- lendra ferðamanna. — Hvað er efst á baugi hjá Ferða- málaráði um þessar mundir? Nú er efst á baugi að fá hingað erlendan sérfræðing í ferðamál- um, til að gera tillögur um ferða- mál okkar fram í tímann, og er von á slíkum sérfróðum manni í sumar. Þá þarf einnig að efla Ferðamálasjóð til mikilla muna og afla fjár til landkynningar, en landkynning er forsenda þess, að ferðamenn komi til landsins. — Hverjar breytingar teljið þér nauðsynlegar, til þess að mót- taka erlendra ferðamanna verði rótgrónari atvinnuveg- ur á Íslandi en verið hefur hingað til? Við þurfum að skipuleggja silungs- og sjóbirtingsveiði. Víða um land- ið vantar boðleg gistihús. Hér þarf að athuga vel, hvort ekki er hægt að koma upp lækningastöðvum við hverasvæðin. Það vantar aðstöðu til að hýsa gesti inni í óbyggðum, við sjálft hjarta landsins, losa menn um tíma við þrúgandi há- vaða og skarkala stórborganna. Hér er hægt að selja þreyttum sálum kyrrð, eins og Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum orðaði það. En til þessa dugar ekkert nema stórfé. Það lögmál gildir um ferðamál eins og aðrar at- vinnugreinar, að til að afla fjár verður að eyða fé. Landið er fag- urt og frítt, og það verður það áfram. Nóttlaus voraldar veröld, laxár og veiðivötn, kyrrð og frið- ur, náttúra landsins hrikaleg, á stundum hrjúf og kaldranaleg, stundum blíð og mild eins og bezta móðir, allt þetta er í samræmi við mannlegt eðli. Hér geta menn fundið kjarkinn í sjálfum sér. ís- land er og verður forvitnilegt land, og hingað streyma erlendir ferðamenn, þegar þeir uppgötva, að ísland er öðru vísi en öll hin löndin. FERÐAMENN • Verzlun vor í Reykjahlíð við Mývatn bíður yður úrval vörutegunda ásamt fyrsta flokks þjónustu. ALLT TIL FERÐARINNAR: Matvörur — Fatnaður — Sportvörur Minjagripir — Veiðarfæri. • Þvottaplan við lilið verzlunarinnar. Alltaf opið. • Verzlunin er opin til kl. 18 á laugardögum í júlí—ágúst, annars venjulegur lokunartími. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA HÖTEL BIFRÖST, Borgarfirði. • Vinsœlt og gott sumarhótel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.