Frjáls verslun - 01.05.1969, Síða 80
72
FRJALS VERZLUN
Frh. af ritstjórnargrein:
Þessum sjóði var ætlað það hlutverk að styrkja innlendar framkvæmdir, en
framlögin hafa verið mjög við nögl skorin og orðið fáum til góðs.
Þeir örðugleikar, sem að steðja á íslandi, verða til þess, að augu manna
opnast fyrir nýjum atvinnurekstri og fullnýtingu í þeim greinum, sem þegar
eru fyrir hendi. Móttaka erlendra ferðamanna hefur verið stunduð um ára-
tuga skeið. En nú hafa orðið nokkur tímamót. Þó að landkynning hafi ekk:
verið stunduð að neinu teljandi marki, nema helzt fyrir tilstilli Loftleiða og
Flugfélags íslands, hafa skapazt þær aðstæður, að gistirýmið í landinu, sem
er afar takmarkað, reynist ekki fullnægjandi yfir háannatímann, þ. e. a. s.
í júní, júlí og ágúst. Er svo komið, að útlendingum, sem hugðu á íslandsferð
í sumar, hefur verið vísað frá á sama tíma og Það er brýnt fyrir þjóðinni, að
gjaldeyrisöflun verði að auka.
Hvernig verður úr þessu bætt? Ferðaskrifstofurnar vilja bæta við gisti-
rými yfir hásumarið svo engum gestum þurfi að vísa frá. Hóteleigendur viija
fá gestina á öðrum tímum en í þessum þremur áðangreindum mánuðum. Þeir
vilja nýta vor og haust betur en gert hefur verið. Til þess að leysa ur
þessum vanda, þarf skipulegt átak þeirra, sem að ferðamálum starfa og
ríkisvaldsins í sameiningu. Ef gistitímann á að lengja, þarf öfluga áróðurs-
herferð og landkynningu erlendis, til að hvetja útlenda aðila til fundahalda
á íslandi. En það Þarf líka að fjölga gistihúsum í höfuðborginni og úti á lands-
byggðinni, svo að bezti árstíminn verði fullnýttur þannig, að landsmenn geti
hýst alla þá útlendinga, sem hingað vilja leggja leið sína, eftir þaulhugsaða
auglýsingaherferð íslenzkra aðila í líklegustu markaðslöndunum.
Ný gistihús verða tæpast byggð nema með aðstoð ríkisvaldisns. Fjárfesting
er slík, að hún reynist íslenzkum einkaaðilum ofviða, nema fyrir hendi séu
opinber stórlán.
í arnnan stað kemur erlent fjármagn til greina, þ. e. a. s. að stjórnvöldin
heimili erlendum gistihúsaeigendum að fjárfesta hér samkvæmt sérstöku sam-
komulagi. Það er hins vegar hættulegt og ástæðulaust að krefjast alls af ríkis-
valdinu. Þeim einkaaðilum, sem að ferðamálum starfa, ber líka skylda til
að leggja sitt af mörkum.Þeir gætu hæglega sameinazt um markaðskönnun
erlendis og landkynningu, sem fram til þessa hefur farið fyrir ofan garð og
neðan. Sem stendur hlýtur það að vera einkaframtakinu í ferðamálum verð-
ugra viðfangsefni að skapa sjálfum sér og þjóðarbúinu öllu tækifæri til að
fullnýta þessa drjúgu tekjulind fremur en að leggja allt kapp á skefjalausa
samkeppni um hugi þeirra fáu, sem hafa fjárhdgslega getu til að spóka sig
á erlendum sólarströndum í sumar.
SVERRIR HALLGRÍMSSON
SMIÐASTOFA SF„ SKIPHOLTI 35
SÍMAR: 3 6938 - 51751
SMIÐUM ALLT TRÉVERK - LEITIÐ TILBOÐA