Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 9

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 9
FRJÁLS VERZLUN 9 Norskur skemmiferðabátur, teiknaður fyrir Bandaríkjamarkað af Philip C. Bolger, en hann teiknaði einnig íslenzka bátinn. Bátaútflutningur Norðmanna ÁriS 1967 fluttu Norðmenn út báta undir 100 smál. fyrir um 86 millj. norskra króna, en að- eins um 12 millj. norskra króna árið 1957. Af þessari upphœð nam útflutningur skemmtibáta 51 millj. norskra króna, en út- flutningur annarra báta, svo sem björgunar- báta og smœrri fiskibáta 35 millj. norskra króna. Fiskiskip yfir 100 smál. voru flutt út fyr- ir 36 millj. norskra króna árið 1967, í saman- burði við 7,5 millj. norskra króna árið 1957. Árið 1967 nam því útflutningur Norðmanna á bátum undir 100 smál. og fiskiskipum yhr 100 smál. um 122 millj. norskra króna. Möguleikar íslendinga. Þegar rætt er um að reyna að komast inn á bandarískan mark- að með skemmtibáta, verða menn að gera sér grein fyrir því, að við harða samkeppni er að etja, bæði við bandarískan bátaiðnað og við bátaiðnað margra annarra þjóða. Norðmenn hafa mikið smíðað slíka báta úr glértrefjum, en önnur smíðaefni eru stál, tré og ál. Að vandlega íhuguðu máli hafa Hitatæki hf. komizt að þeirri nið- urstöðu, að vænlegast sé að komast inn á bandarískan markað með bát í svokölluðum CLASS 3, en það eru 40—65 feta skemmti- snekkjur (cabin cruisers), stórar og íburðarmiklar. Snekkjur und- ir 40 fetum eru í fjöldafram- leiðslu í Bandaríkjunum, og við slíka framleiðslu geta íslendingar ekki gert sér vonir um að keppa, 40—45 feta bátur er aftur á móti fyrir ofan mörk fjöldaframleiðsl* unnar, bátar af þeirri stærð eru handsmíðaðir, og telja Hitatæki hf., að góðir möguleikar séu á að keppa við handsmíði Bandaríkja- manna. Veldur því hagstæður sam- anburður á kostnaði vinnuafls í Bandaríkjunum og á íslandi og einnig það, að íslenzkir iðnaðar- menn eru fyllilega færir um að skila jafn góðri eða betri fram- leiðslu en tíðkast á bandarískum markaði í þessum efnum. Hitatæki hf. hafa gert frumdrög og lauslega áætlun um smíði 45 feta skemmti- snekkju og telja, að með þeirri stærð séu íslendingar fyllilega samkeppnishæfir við bandaríska framleiðendur hvað snertir verð, frágang og' gæði. Hefur fyrirtækið nú fengið kunnan bandarískan skipaverk- fræðing og teiknara, Philip C. Bolger í Gloucester í Massachu- setts, til að gera frumdrög að skemmtisnekkju. Bolger hefur gefið bátnum nafnið BERSERKR. „BERSERKR“ er 45 fet að lengd og yi’ði smíðaður úr áli. Hefur notkun áls til slíkra skipasmíða farið sívaxandi, það er léttara Og auðveldara í meðferð en önn- ur efni. Er Hitatæki hf. tóku á- kvörðun um efnisval, var það haft í huga, að hér á landi hafa skipa- smíðastöðvar þegar fengið tals- vei’ða reynslu í álsmíði, einkum við smíði yfii’bygginga, og verkkunn- átta og tæki eru fyrir hendi hjá

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.