Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 11

Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 11
FRJÁLS VERZLUM 11 hvað búnaður er fullkominn og íburðarmikill. „Við teljum,“ sagði Ásgeir, „að mjög vel þurfi að vanda til fyrsta bátsins og geia hann að ýmsu leyti betur úr garði en sambærilega báta í Bandaríkj- unum, án þess þó að skaða sam- keppnisaðstöðuna. Helzt þyrfti báturinn að vera betri og ódýrari en aðrir bátar í sama flokki og yrði þá eins konar sýningarbátur. Telja verður vonlaust að ætla sér að komast inn á markað sem Banda- ríkjamarkað, án þess að hafa sýn- ingarbát. Menn fara ekki að leggja út í tugþúsund dala fjár- festingu með teikningu eina til hliðsjónar. Hins vegar má telja fullvíst, að hægðarleikur sé að selja einn slík- an bát, ef honum væri komið vest- ur, en spurningin er aðeins sú, hversu marga væri hægt að selja. Árlega eru haldnar margar bátasýningar í Bandaríkjunum, og eru þær veigamestu í New York í janúar, Miami í febrúar og Chicago í október. Þessar sýning- ar eru einkum sóttar af bátasöl- um, vélasölum og öðrum, sem kynna sér þá framleiðslu, sem er á markaðinum hverju sinni. Telja Hitatæki hf. brýna nauðsyn bera til að geta sýnt íslenzkan bát á þessum sýningum, því að þar gefst tækifæri til að hitta alla helztu menn í iðnaðinum.“ A hverju ári eru haldnar fjölmargar bátasýningar. Verða íslendingar með á slíkum sýningum í framtíðinni? allmörgum aðiljum til álsuðu (arg- onsuðu). „BERSERKR" er ætlaður til hvers konar sjóíþrótta, skemmti- siglinga og almennrar notkunar, og þar sem markaðssvæðið er eink- um austurströnd Band.aríkjanna, hefur Bolger teiknað bátinn með hliðsjón af aðstæðum þar, enda sjálfur þaulkunnugur þeim kröf- um sem gerðar eru til slíkra báta á austurströndinni. Gert er ráð fyrir, að „BER- SERKR“ yrði búinn tveimur dies- elvélum og ganghraði yrði mest- ur 21 hnútur, en siglingarhraði 10 hnútar. Telur Bolger, að ekki sé þörf á meiri hraða. Bolger telur og tilgangslaust að ætla að hafa eina vél í bátnum, því að þá yrði gengið í berhögg við óskir og kröfur kaupenda. Um þrjár gerðir véla er einkum að ræða, Caterpill- ar, GM eða Cummings. Mikilvægt er, að vélar og sem mest af búnaði bátsins sé bandarískt, með tilliti til væntanlegrar þjónustu. Kostnaður. Lauslega má áætla, að kosta muni 4%—6 milljónir kr. að smíða slíkan bát og búa vélum og öðrum búnaði, en heildarkostnaður fer að sjálfsögðu nokkuð eftir því, Fjánnálin. Af þeim 4V2—6 milljónum kr., sem er áætlaður kostnaður, má telja víst, að unnt sé að fá um 2—2 V-2. milljón kr. að láni í áli og hjá véla- og efnissölum. T. d. hafa umboðsmenn vélaframleiðenda boðið mjög hagstæð kjör og greiðsluskilmála. Bundið fjármagn (innlent) gæti verið um eða yfir 3 millj. kr., þó ekki allt í einu, og setja þyrfti tryggingu fyrir 2— 2% millj. kr. til véla- og efnissala. Erlent efni og búnaður er allt háð tollum hér, en búast má við, að ríkið endurgreiði ca. 10% af samningsupphæð. í Bandaríkjun- um eru allir hlutir, sem keyptir eru þar í landi, tollfrjálsir við endurflutning, en 7% tollur er á öðru. Eins og fram kemur í því, sem hér er ritað, hafa Hitatæki lif.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.