Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.08.1969, Qupperneq 13
FRJÁLS VERZLUN 13 kannað þetta mál mjög gaumgæfi- lega. Hefur fyrirtækið nú mikinn áhuga á að sjá um gerð fullkom- inna teikninga, efnisútvegun og efniskaup, og annast sölu á bátn- um og kynningu vestanhafs. Fyr- irtækið hefur þegar haft samband við skipasmíðastöðvar hérlendis, sem hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og telja, að með smíði slíkra báta myndu skapast ný verkefni, sem væru við þeirra hæfi og gætu veitt talsverða atvinnu. Gæti smíði slíkra báta verið mjög heppi- leg fyrir skipasmíðastöðvar úti á landi, sem nú búa við verkefna- skort. Áætla má, að vinnustundir við smíði bátsins séu 7—10 þús. Að lokum spurði FV Ásgeir Höskuldsson, hvex'nig sölu- og fjár- málum bátaiðnaðarins í Banda- ríkjunum væri háttað, og fórust honum svo orð: Fjármál. „Talið er, að á árinu 1968 hafi meira en 60% bátasala í Banda- ríkjunum byggt rekstur sinn á því að hafa báta á lager. Bankar og iánastofnanir, sem annast lán- veitingar til bátasala, hafa hagað lánastarfsemi sinni þannig, að bátasalinn er tryggður allt árið og getur staðið af sér erfiðleika á tímabilum lítillar sölu. Lánastarfsemi þessi er mjög breytileg eftir því, hver lánastofn- unin er, en henni er hagað þann- ig, að reynt er að mynda sem sterkust tengsl milli framleiðand- ans og bátasalans, en lánastofnun- in er þriðji aðilinn í þessum „fjár- mála-þríhyrningi1'. Framleiðand- inn væntir þess að sjálfsögðu, að hann geti haldið áfram framleiðslu allt árið með jöfnum afköstum, en til þess að það sé hægt, verður hann að eiga kost á viðskiptavin- um, sem eru reiðubúnir að taka við og hafa á lager framleiðslu á þeim árstímum, sem sala er yfir- leitt lítil — október til marzloka — og fjármagn er ekki alltaf fyr- ir hendi. Þegar veitt eru lán út á lager, þannig að hægt sé að greiða fram- leiðsluna um leið og hún er afhent, lána flestar peningastofnanir 90% af upphæðinni, en bátasalinn verður sjálfur að greiða 10% af upphæðinni. Lánastofnunin veitir síðan bátasalanum aðstoð við að kanna sölumöguleika og hvaða framleiðsla seljist ört, og einnig við að kanna hvers vegna einhver framleiðsla hreyfist lítxð. Það fær- ist mjög í vöxt, að lánastofnanir aðstoði lántakendur og miðli þeim af sérþekkingu sinni. Miklir erfiðleikar eru á því, að hafa nægilegt úrval af bátum á lager og fjái'hagslega ofviða flest- um bátasölum. Lausnin er að leita aðstoðar banka eða annarra lána- stofnana, og á þann hátt er hægt að hafa fjölbreytt úrval og auka sölumöguleikana. Með þeiriú lánastefnu, sem nú er rekin í þessum málum í Banda- ríkjunum, er framleiðendum og bátasölum gert auðveldara um vik, þannig að framleiðendur geta haldið fullri framleiðslu yfir vetr- armánuðina, en bátasalar geta haft báta á lager, sem þeir geta selt (og þá um leið greitt) á heppi- legasta tímanum að vori og sumri. Með þessu móti er komið í veg fyrir þá erfiðleika, sem skapast hjá þessum aðiljum vegna skorts á rekstursfé. Vextir af lánum til innkaupa á lager eru 6—7%. Þetta er meðal- talið yfir Bandaríkin, en er breyti- legt frá einu ríki til annars. Flest- ir sérfræðingar eru sammála um það, að vextir fyrir bátasala muni fara hækkandi vegna hækkandi verðlags í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn fer verð á bátum og fylgi- fé hækkandi bæði í heildsölu og smásölu. Lán til innkaupa á lager eru til mismunandi langs tíma, en meg- inreglan er sú, að fyrsta afborg- un er gjaldfallin 90 dögum eftir að lánið er tekið, og gert er ráð fyrir, að lánið sé að fullu greitt eftir sex mánuði. Greiðsluskilmálar kaupcnda. Flestir bátasalar hafa afborgun- kerfi, og er meginreglan sú, að út- borgun er 10% af tækjum, sem kosta innan við $ 5000.00 og 25% af tækjum, sem kosta yfir $5000,- 00. Vextir eru nær þeir sömu um allt land. Bankavextir eru 5—6%, en lánastofnanir taka yfirleitt 8% fyrir báta, sem kosta innan við $ 3000.00 og 6% fyrir báta, sem kosta yfir $3000.00.“ Allskonar ”Lion” vélaþétti fyrir gufu- vatn og olíu G.J. F0SSBERG HF VÉLAVERZLUN Skúlagata 63 V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.