Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 19

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 19
FRJALS VERZLUNt 19 FERÐAMÁL VÖNTUN jt A SAMHÆFINGU ÍSLANDS- KYNNINGAR — segir STUART CREE, sölustjóri Flugfélags íslands i Skotlandi og írlandi. F.V.: Þér eruð vel kunnugur íslenzkum íerða- mólum og vitið vafalaust, að miklar umrœður hafa orðið á þessum vettvangi og ýmiss konar gagnrýni hreyft. Hvað sýnist yður helzt athuga- vert á þessu sviði? S. C.: Þegar litið er á íslenzk ferðamál í heild, finnst mér hæpið að álykta, að þar sé um algjöra byrjunarstarfsemi að ræða né heldur sé það mark í órafjarlægð, að þessi mál komist í viðunandi horf. íslendingar eru alls ekki reynslulausir, hvað ferða- mál snertir, En vöntunin á samvinnu er mér alvarlegastur þyrnir í augum. Með smá tilfæringu eða hagræð- ingu er unnt að ná meiri árangri og samvinnu í íslandskynningu erlendis, en það er ekki nægjan- legt; ýmislegt má betur fara heima á íslandi, ef ég má taka svo til orða. Hins vegar er það álit mitt, — persónulegt álit, hvað sem Flugfélagi íslands líður, — að ekki verði mænt til Ferðaskrifstofu rík- isins í von um úrbætur, Ferðaskrifstofa ríkisins stjórnast að nokkru leyti af gróðasjónarmiðum og keppir við aðrar ferðaskrifstofur í stað þess að að- stoða þær. Mér finnst því mjög athugandi, að til kæmi önn- ur skrifstofa eða stofnun, t. d. mætti kalla hana Ferðamálastofnun íslands, og annaðist þessi stofn- un aðallega um íslandskynningu erlendis og gerði tillögur um bætur í íslenzkum ferðamálum. Slík stofnun þyrfti að hafa skrifstofur eða umboðsmenn í helztu borgum Evrópu og Bandaríkjanna; ís- lenzka ríkið greiddi kostnaðinn að verulegu leyti, en sanngjarnt virðist einnig, að þjónustuaðiljar á sviði ferðamála létu eitthvað af hendi rakna. Þann- ig myndu þeir stuðla að íslandskynningu erlendis og bættum aðbúnaði heima fyrir- F.V.: ViljiS þér þá, a3 íslenzku flugíélögin og ferðaskrifstofurnar, sem hafa lagt mikið upp úr ís- landskynn'ngu erlendis, haldi a3 sér höndum og feli þessa síarfsemi opinberri stofnun? S. C.: Flest flugfélög sjá sér hag í því að stuðla

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.