Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 37

Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 37
FRJÁLS VERZLUhí 37 VIGKtR GUDMUNDSSON: BÚ VERÐA EKSCi REKIN AF KUGSJÓN EINNI SAMAN vinnslu- og útgerðarlélögum d þessari þjónustunýjung? Á. Ó.: Eins og ég vék að áðan, þá virðist þörfin vera ótvíræð, og byggi ég þá skoðun mína á þeirri reynslu, sem við höfum nú þegar fengið af ánægju viðskiptavina okkar með þessa „aukaþjónustu“ eins og við höfum nefnt hana hingað til, og einnig bendir nýaf- staðin könnun okkar meðal fjölda hlutaðeigandi aðilja til hins sama. F.V.: Getið þér nú skýrt fyrir okkur i stuttu máli hvernig við- skipti við þjónustumiðstöðina og miðlunarstöðina fara fram? Á. Ó.: Beiðni til þjónustumið- stöðvarinnar berst okkur að sjálfsögðu ýmist í samtali, skeyti eða bréfi. Ef um símapöntun er að ræða, skal hún staðfest með skeyti eða bréfi, og höfum við hér í huga öryggi kaupandans fyr- ir því, að allar upplýsingar um það, sem útvega skal, séu ná- kvæmar og réttar. Kaupandinn getur valið um afgreiðsluhraða með því að óska eftir hraðpöntun eða venjulegri pöntun og ræðst þá um leið, hvort pöntunin er send á láði, legi eða lofti. Beiðni til miðlunarstöðvarinnar um að annast sölu á notuðum vél- um, tækjum og áhöldum berst á sama hátt. Ef um símabeiðni er að ræða skal hún staðfest ásamt nákvæmri lýsingu á því, sem selja skal ásamt upplýsingum um æskilegt söluverð og greiðsluskil- mála. Auk venjulegra söluaðferða mun miðlunarstöðin senda út sölulista til innlendra og erlendra aðilja yf- ir það, sem henni hefur verið fal- ið að koma á framfæri hjá vænt- anlegum kaupendum. Sölulistinn mun einnig skrá fyrirspurnir, sem okkur berast frá þeim, sem óska eftir að kaupa notaðar vélar, tæki og áhöld. F.V.: HvaS viljið þér segja a3 Iokum við þá aðilja hjá fisk- vinnslu- og útgerðarfélögum úti á landi, sem sérstaklega hafa þörf fyrir þessa þjónustunýjung, sem sannarlega virðist tímabœr? Á. Ó.: f fáum orðum sagt er það von okkar, að þjónustumið- stöðin geti sparað bæði tíma ykk- ar og starfskrafta og að miðlunar- stöðin geti komið ýmsum verð- mætum, sem fyrirtæki ykkar hafa ekki lengur þörf fyrir, í reiðufé. Þrátt fyrir það, að landbúnaður er elzta atvinnugrein hér á landi er skilningur almennings á hon- um einkar takmarkaður. Menn líta á það sem sjálfsagðan hlut að fá mjólkina, smjörið, kjötið sitt og kartöflurnar í næstu búð orða- laust. Raunar gætir einnig van- þekkingar meðal bænda á óskum og þörfum neytenda. Því má með sanni segja, að ekki veiti af að auka skilning meðal almennings á landbúnaðinum og einnig þurfa bændur, og einkum og sér í lagi sölufyrirtæki þeirra, að tileinka sér skilning á óskum almennings. Því aðeins getur heilbrigður land- búnaður þróazt hér á landi, að þarna sé gagnkvæmur skilningur. Það hefur talsvert borið á þeirri skoðun meðal almennings, að bændum í landinu bæri að fækka, og að þessi atvinnugrein væri baggi á þjóðfélaginu, sem lifði á eilífum styrkjum. Lausnin væri ekki önnur en fækka bænd- um og fá þeim annað verkefni í hendur. Aðeins að flytja þá til þeirra staða þar sem nóg væri að gera, nægileg arðbær vinna, bæði fyrir þá og þjóðfélagið í heild. Hér er um ákaflega grunnfæran hugsunarhátt að ræða. Þeir, sem eitthvað þekkja til landbúnaðar, vita, að hann verður aðeins byggður upp á löngum tíma, ef miðað er við hraða ýmissa ann- arra atvinnugreina, sem eru okk- ur ofarlega í huga, svo sem sjávar- úfvegur og iðnaður. Það er tiltölu- lega auðvelt og fljótgert að skipta um veiðarfæri á skipi, ef einhver aflagrein bregzt. Þá má fara af síldveiðum á togveiðar og af linu- veiðum á dragnótaveiðar, eftir göngum fiskjar og aflamagni hverrar tegundar. Einnig má oft í skyndi breyta framleiðsluhátt- um iðnfyrirtækja. En þessu er á allt annan veg farið með landbúnaðinn. Ef í dag virðist hagkvæmt að stundamjólk- urframleiðslu og bóndinn tekur að einbeita sér að henni, verður hann að byrja á ræktuninni. Ræktun tekur langan tíma, jafnvel nokk- ur ár, þótt öll tækni og nægilegt fjármagn sé fyrir hendi. Þá er að koma upp bústofni, sem ala þarf upp. Það tekur einnig nokk- ur ár. Það er að sjálfsögðu ekki miðað við það, í eftirsóttri bú- grein, að fullorðnir gripir gangi kaupum og sölum, a. m. k. ekki góðir gripir. Ótalið er þá bygging- ar, vélar o. fl. Þegar lokið er að koma góðu kúabúi vel á veg, þá kann svo að vera, að þjóðfélags- ástand sé breytt, því það tekur æ hraðari sveiflum. Menn spyrja því: Hefur hinn ungi bóndi, sem setti á stofn kúabú í góðri trú, unnið verk sitt fyrir gýg? Að sjálfsögðu ekki. Þjóðfélagshætt- irnir hljóta að hoi'fa til jafnvægis á ný. Það getur hins vegar orðið honum nokkuð dýrt að bíða jafn- vægisins. Bóndinn verður því ávallt að hljóta nokkra áhættu- þóknun. Hann rekur bú sitt sem hvert annað atvinnufyrirtæki. Hann verður að hafa til að bera mikla viðskiptaþekkingu. Bú eru ekki rekin af hugsjón einni sam- an í dag. Þau eru harðhnjóskalegt viðskiptafyrirbæri. En almenningur verður að skilja það, að vegna þess hve nátt- úran skapar landbúnaðinum hæg- fara þróun og vegna þess hve hann er háður veðurfarinu og gjafmildi náttúrunnar, hlýtur við- skiptaveltuhraði hans ávallt að vera takmarkaður. Af þeim sök- um á landbúnaðurinn alla jafna erfiðara að bera háa vexti og skyndilán, enda er ríkjandi skiln- ingur á þessu meðal peningastofn- ana, bæði hér á landi og meðal annarra landbúnaðarþjóða.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.