Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 40

Frjáls verslun - 01.08.1969, Side 40
4Q TRJALS VERZLUNf Ilafnarfjörðui* hefur ört vaxandi íbiiatöln og er hiin iió 9000 ...... lagzt að bryggju nema í Hafnar- firði. Á þeim tíma, er Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi voru gerð út 18 fiskiskip þaðan og sjómenn voru taldir 278. Á þessum tíma voru þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson kunnustu at- hafnamennirnir í Hafnarfirði og skömmu síðar var Bæjarútgerð Hafnarfjarðar stofnuð. Þessi fyrir- tæki hafa haldizt að stofni til, þótt nýir menn hafi tekið við stjórnartaumunum í fyrirtækjun- um. Eitt umfangsmesta fisk- vinnslufyrirtæki í Hafnarfirði er H.f. Lýsi og Mjöl, en einnig mætti nefna Fiskiðjuver Bæjarútgerðar- innar. Kunnur útvegsmaður í Hafnarfirði er einnig Loftur Bjarnason, en hann rekur þó hluta af starfsemi sinni í öðru byggðar- lagi (Hvalstöðin í Hvalfirði). Eitt yngsta fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði er Norðurstjarnan h-f., sem stofnuð var fyrir nokkr- um árum og leggur' niður síld í neytendapakkningar. Ymsir örð- ugleikar hafa mætt rekstri fyrir- tækisins, og þá fyrst og fremst hráefnisskortur. Vonandi rætist þó úr, því hér er um að ræða mjög mikilverða starfsemi, ekki einungis fyrir Hafnarfjörð, held- ur og alla þjóðina. IÐNFYRIRTÆKI. Allmörg iðnfyrirtæki eru rekin í Hafnarfirði, og eru flest þeirra gömul og gróin. Meiri hluti þeirra eru iðnþjónustufyrirtæki, svo sem vélsmiðjur, blikksmiðjur, tré- smiðjur og vélaverkstæði. Hafa sum umfangsmikla starfsemi með höndum. Nefna má Vélsmiðju Hafnarfjarðar, Vélsmiðjuna Klett, Vélsmiðjuna Hrými, Bílaverið við Reykjanesbraut, Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar o. fl. Tvær skipasmíðastöðvar eru reknar í Hafnarfirði, Bátalón og Skipasmíðastöðin Dröfn. Fyrr- nefnda stöðin hefur mest fengizt við nýbyggingu báta, og hefur hún á undanförnum árum smíðað fjölmarga minni báta. Hjá Dröfn er meira fengizt við viðgerðir báta og skipa. Raftækjaverksmiðjan h.f-, sem hinn kunni athafnamaður Axel Kristjánsson rekur, hefur á liðn- um árum verið einn stærsti aðil- inn í sölu heimilisraftækja á fs- landi. Framleiðsla verksmiðjunn- ar hefur getið sér mjög gott orð, og má fullyrða, að hún sé fylli- lega samkeppnisfær við innflutt- ar rafmagnsvörur. Sem fyrr segir, eru í Hafnar- firði nokkrar trésmiðjur og hús- gagnasmíðastofur. Má þar til nefna Reykdalsverksmiðjuna, er framleiðir mikið af gluggum og hurðum, Húsgagnaverzlun Hafn- arfjarðar og Form s.f., er fram- leiðir húsgögn. ÞJÓNUSTA. Prentsmiðjur og prentmynda- gerð eru reknar í Hafnarfirði. Stærsta prentsmiðjan er Prent- smiðja Hafnarfjarðar, en einnig má til nefna Litmyndir h.f., sem er þekkt fyrir vandaða og fallega vinnu. Þá rekur einn umfangs- mesti bókaútgefandi landsins fyr- irtæki sitt í Hafnarfirði. Er það Oliver Steinn, og nefnist útgáfa hans Skuggsjá- Bróðir Olivers, Þorkell, rekur einnig bókaútgáfu í Hafnarfirði. Nefnist sú Snæfell. Bankar og bankaútibú hafa þrifizt með ágætum ! Hafnarfirði, svo sem annars staðar. Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar er gömul stofn- un. Nú síðari ár hafa Samvinnu- bankinn og Iðnaðarbankinn opnað útibú í Hafnarfirði. Lítið hefur farið fyrir hótelum og þjónustu við ferðafólk til þessa tíma, en nú er að taka til starfa mjög myndarlegt veitingahús, er Skiphóll h.f. rekur. Stendur styrr um það, hvort hús þetta skuli fá vínveitingaleyfi eða ekki, og munu Hafnfirðingar skera úr um það í allsherjar atkvæðagreiðslu. VERZLUN. Margir segja, að Hafnfirðingar verzli nær eingöngu í Reykjavík. Svo er þó ekki, ef marka má fjölda verzlana í bænum. Þó er greinilegt, að sérverzlanir eiga þar fremur örðugt uppdráttar, enda ekki nema eðlilegt ef litið er til þeirrar samkeppni, sem sér- verzlanir í Reykjavík veita. Hitt er svo annað mál, að sennilegt er, að Hafnfirðingar leiti oft langt yfir skammt í verzlunarferðum sínum. Kaupfélag Hafnarfjarðar er einna umfangsmesti aðilinn í rekstri matvöruverzlana- Auk að- alverzlunarinnar við Strandgötu á félagið margar matvöruverzlan- ir víða um bæinn. Nú fyrir skömmu tók til starfa mjög glæsi- leg verzlun við Álfaskeið, Hraun- ver, og verið er að byggja stórt verzlunarhús við Arnarhraun, sem Stefán Sigurðsson í Stebbabúð og fleiri eiga. ÆVINTÝRI STÓRIÐJUNNAR. Ekki verður svo skilið við hafn- fifzk fyrirtæki, að ekki sé minnzt á eitt yngsta og jafnframt stærsta fyrirtækið, sem aðsetur hefur inn- an marka bæjarfélagsins — Ál- verið í Straumsvík. Það fyrirtæki verður sennilega stærsta fyrirtæki á íslandi og kemur til með að verða hafnfirzku atvinnu- og at- hafnalífi mikil lyftistöng. Þar munu starfa um 400 manns, sem flestir eiga heimili í Hafnarfirði. í kringum fyrirtækið mun svo verða mikil og margvísleg þjón- usta, sem koma mun öllum Hafn- firðingum til góða í einni eða annarri mynd. Verður því ekki á móti mælt, að það voru Hafnfirð- ingar „sem hlutu stóra vinning- inn í happdrættinu", eins og einn af þingmönnum Framsóknar- flokksins orðaði það, þegar álver- inu var valinn staður.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.