Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 90

Frjáls verslun - 01.08.1969, Page 90
FRJALS VERZLUN 90 frá ritstjórn MÖGULEIKAR SKIPASMÍÐAIÐNAÐARINS I þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar er nokkuð fjallað um skipasmíðar. Fyrir- tækið Hitatæki hf. hefur látið gera könnun á markaði fyrir skemmtibáta í Banda- ríkjunum, með hliðsjón af því að íslenzkar skipasmiðjur reyndu að komast inn á þennan markað. Eftir könnun fyrirtækisins að dæma er þarna um all góðan mark- að að ræða, og íslenzkar skipasmiðjur eru þess fyllilega megnandi að anna þessu verkefni. Verkkunnátta og vandvirkni íslenzkra skipasmiða er viðurkennd, og ekki þyrfti að fjárfesta mikið í tækjum og vélum vegna skemmtibátasmíðanna. Þama er ef til vill komin lausn á verkefnaskorti margra íslenzkra skipasmiðja. Otto Schopka framkvæmdastjóri segir í grein sinni, að skipasmiðjunum sé óþarfi að emblína á innanlandsmarkaðinn, — „íslenzk fiskiskip geti orðið sam- keppnisfær og eftirsótt á alþjóðamarkaði“. Til þess að íslenzkar skipasmiðjur geti keppt við aðrar þjóðir í smíði skemmtibáta og fiskiskipa, er nauðsynlegt að til komi nákvæmari og ítarlegri rannsókn á markaðsmöguleikum, vandleg kynning á framleiðslu íslenzkra skipa- smíðastöðva, en umfram allt samvinna skipasmíðastöðvanna, hagræðing og greið- ari aðgangur að rekstrarfjármagni og hagkvæmum lánum. Islendingar hafa ekki efni á því að nýta ekki sem bezt má verða fjárfest- inguna í atvinnulífinu og reynslu og verkkunnáttu landsmanna. Þeir verða að leita nýrra leiða og láta af íhaldssemi, kreddum og smásálarskap. Því aðeins verður ráðin bót á þeim samdrætti og atvinnuleysi, er hér hefur gætt undanfarin ár.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.