Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 15
FRJÁLE VERZLUN
13
einkum fiskibátum, dregst bað
mjög oft, að gengið sé frá af-
salinu. Er m. a. á þetta bent í
greinargerð með frumvarpi,
sem fram kom í vetur á Al-
þingi, þess efnis, að stimpilgjald
á skipsafsölum stærri en 5 lesta
verði lækkað niður í 0.4% af
verði. Frumvarp þetta náði ekki
fram að ganga, og' ber að harma
það.
í greinargerð með þessu
frumvarpi er m. a. tekið fram,
að á árinu 1969 hafi orðið veru-
leg eigendaskipti á stærri fiski-
skipum, og hafi stimpilgjald
og kostnaður við þinglýsingar í
sambandi við kaup á slíkum
skipum farið upp í 500—600
þús. kr. Formlega sé búið að
ganga frá kaupum aðeins fárra
þessara skipa, og hafi hinir
nýju eigendur ekki haft bol-
magn til þess að greiða kostn-
að samfara eigendaskiptunum.
Slíkt haí'i margháttaða erfið-
leika í för með sér fyrir kaup-
endur, seljendur og hina ýmsu
sjóði, sem veð eiga í skipun-
um, viðskiptabankana og skipa-
skráninguna. Telja verði óeðli-
legt, að kostnaður samfara
þessu þurfi að vera eins hár og
raun ber vitni, þegar verið se
að koma jafn nauðsynlegum
málum í rétt horf, eins og lög-
formlegum eigendaskiptum á
milljóna og tugmilljóna fiski-
skipum.
Þetta segir mikla sögu og sýn-
ir glöggt, hver höfuðnauðsyn
það er, að leiðrétta álagningu
gjalds af þessu tagi eða í'ella
það út úr myndinni.
Stimpiísekt. Eitt atriði enn
þykir rétt að nefna í þessu
sambandi. Er það stimpilsektin,
sem æði margir hafa komizt í
kast við, einkum vegna þess, að
þeir hafa orðið of seinir að
greiða stimpilgjald af íbúða-
afsölum. Reglan er sú, að stimp-
ilgjald ber að greiða innan
tveggja mánaða frá útgáfudegi
afsals. Sé það ekki gert, liggur
við fimmföld sekt, þannig að
þá ber að greiða stimpilgjaldið
sexfalt. Það er þó viðtekin
venja, eins og er hjá fjármála-
ráðuneytinu, að lækka stimpil-
sektina niður í 100%, þannig að
gjaldið verður tvöfalt. Engu að
síður er oft um verulegar upp-
hæðir að hæða. Stimpilsekt af
afsali milljón kr. íbúðar er 20
þús. kr., sem er ekki fjarri
mánaðarlaunum.
Hreinn skattur. Ekki er unnt
að jafna stimpilgjaldinu við
þinglýsingargjaldið sjálft, enda
þótt sumum þyki það líka of
hátt og telji að ríkið sé þar einn-
ig að seilast í vasa þeirra án
þess að láta nokkuð í staðinn.
Þinglýsingargjaldið er miklu
lægra og líta má á það sem
gjald fyrir þeim kostnaði, sem
fylgir skráningu í veðmálabaek-
ur, og þóknun fyrir þá áhættu,
sem um er að ræða, verði mis-
tök við skráninguna. Skráning-
in er afar mikilvæg þjónusta,
og alls ekki óeðlilegt, að gjald
sé tekið fyrir. Spurningin er
einungis, hvort þinglýsingar-
gjaldið mætti vera lægra en nú
er.
Stimpiigjaldið er hins vegar
hreinn skattur, sem innheimt-
ur er með allt öðrum hætti en
nokkur annar skattur. Sjónar-
miðin að baki honum eru al-
gerlega úrelt, miðað við hugs-
unarhátt okkar tíma, enda eru
lögin um stimpilgjaldið frá
1921, er aðstæður voru gjör-
ólíkar. Tekjur ríkissjóðs af
stimpilgjaldinu voru 1968 97.3
millj. kr. og 1969 119.2 millj.
kr. Að sjálfsögðu verður ríkis-
sjóður að fá nauðsynlegar tekj-
ur og það verður ekki gert
nema með skattlagningu í ein-
hverri mynd. En stimpilgjaldið
er meira en lítið hæpin og ó-
heppileg aðferð í því efni. Það
er handahófskennt og hittir
gjaldendur oft þar sem sízt á
við, t. d. við íbúðarkaup. Þá er
það greinilega til verulegs
baga fyrir viðskiptalífið, þar
sem miklu máli skiptir yfirleitt,
að eignaskipti gangi greiðlega.
Það ætti því að stefna að af-
námi stimpilgjaldsins eða a. m.
k. að mjög verulegri lækkun
þess. Þann tekjumissi yrði rík-
issjóður að bæta sér upp við
álagningu almennra skatta, og
á það ekki að vera áhorfsmál,
þegar málavextir eru skoðaðir
niður í kjölinn.
Stimplun verðskjala hjá borgarfógeta í Reykjavík.