Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 56
54 FRJÁL5 VERZLUN Fyrirtækið átti að verða til þess m. a. að ná hagkvæmari inn- kaupum og afla vara. Nú eru 29 hluthafar í félaginu með 35 verzlanir, en viðskiptamenn fyrirtækisins eru hins vegar miklu fleiri og hafa orðið flest- ir um 300 á einu ári. Félagið hefur alltaf verið rekið með það fyrir augum, að þeir, sem að því standa, hafi sem mestan hag af því. í lok hvers árs, þegar reikningar fé- lagsins hafa legið fyrir, hefur stjórn þess ráðstafað hagnað- inum, ef einhver hefur orðið, til viðskiptavina félagsins í hlutfalii við vörukaup þeirra hjá því á árinu. Þá hefur félagið leitazt við að kynna sér nýjungar erlendis og m. a. reynt að ná sambandi við sams konar félög eða fyrirtæki á öðrum Norðurlöndum og í Evrópu. Má þar benda á, að hús það, sem félagið byggði yfir Þorbergur Eysteinsson, SÍS. starfsemi sína á sl. ári, er byggt samkv. fyrirmynd, sem fékkst frá A/S HOKI í Horsens í Dan- mörku, en það hefur byggt tvö slík hús, annað á Norður-Jót- landi og hitt á Suður-Jótlandi. Með tilkomu þessa nýja húss, sem er 500 fermetrar og 3500 rúmmetrar að stærð, hefur skapazt stórbætt aðstaða til vörudreiíingar. Er þetta annað húsið hér á landi, sem er byggt sérstaklega í þessu augnamiði, Enda þótt Matkaup h.f. séu stofnuð með það fyrir augum að ná beztum viðskiptakjörum fyrir þá aðila, sem að félaginu standa, þá hvílir engin skylda á þeim til þess að verzla við fyrirtækið, telji þeir sig eiga kost á betri kjörum annars staðar í sambandi við einhver vörukaup. Á sl. ári nam velta fyrirtæk- isins 44 millj. kr. og má segja, að hún hafi tvöfaldazt á hverju fjögurra ára tímabili. Upphat- legt hlutafé var 125.000.— kr., en er nú 3 miilj.. Árangur sá, sem náðst hefur í starfsemi félagsins, gefur góða ástæðu til bjartsýni og næsta stórátak félagsins er að ljúka byggingu sinni í Vatnagörðum. Samtímis því, sem greint hef- ur verið frá hér að framan, hefur farið fram hér ýmiss kon- ar fyrirgreiðsla í þágu félags- manna, sem ekki er innt af hendi í öðrum heildsölufyrir- tækjum eins og urnfangsmikil innheimtustarfsemi o. fl. ísak Sigurgeirsson, Matkaup. IMA Innkaupasamband matvöru- kaupmanna var stofnað í marz 1969 og stóðu að því 22 mat- vörukaupmenn, en nú eru fé- lagar í því 25. Þeir einir hafa rétt til þátttöku í þessum sam- tökum, sem reka matvöru- og kjötverzlanir og eru félagar í Kaupmannasamtökum íslands. Aðalmarkmið samtakanna er að hafa milligöngu um og stuðla að hagkvæmum innkaupum fyrir einstaka félagsmenn, er sjálfir annast svo dreifingu varanna og sölu hver fyrir sig í sínu nafni. í þessu skyni leita samtökin samninga við einstaka fram- leiðendur og heildverzlanir inn- anlands og utan um hagkvæm- ari vöruinnkaup en ella gilda til smásala. Þetta er gert á þann hátt, að safnað er pöntunum frá einstökum félagsmönnum samtakanna og þeim komið á framfæri við vöruseljendur jafnhliða samningum um verð, greiðsluskilmála og dreifingar- hætti. Skilyrði fyrir öllum við- skiptasamningum af þessu tagi er ótvírætt samþykki hlutaðeig- andi félagsmanns um vöruinn- kaupin og greiðslu af hans hendi í formi peninga eða víx- ilskuldbindingar, sem stjórn samtakanna tekur gilda. Það er mjög athyglisvert, að á öllum skuldbindingum, sem samtökin taka á sig, bera fé- lagsmenn ótakmarkaða ábyrgð Viggó Sigurðsson, IMA. út á við. Félagar í samtökunum tryggja sig hins vegar hver gagnvart öðrum á þann hátt, að samtökin gera engin viðskipti, nema viðkomandi félagsmað- ur leggi fram fullnægjandi tryggingu vegna samninga, sem samtökin annast fyrir hann vegna þessara viðskipta, þann- ig að félagið sjálft beri raun- verulega enga ábyrgð. Trygg- ingin fyrir viðskiptunum er fyrir hendi fyrirfram og beint samband komið á milli vöru- seljanda og innkaupandans, þannig að samtökin eru á eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.