Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERZLUN' 19 hann er tiltölulega mestur í þeim héruðum þar sem útibú bankans eru starfrækt og aftur minni annars staðar t.d. í Reykjavík, þar sem bæði inn- láns- og útlánsviðskipti eru mest við borgarbúa og ná- granna. STOFNLÁNADEILD HEFUR TEKIÐ RISAVÖXNUM FRAMFÖRUM. Aftur á móti lána fjárfest- ingarsjóðirnir eingöngu til land- búnaðar. Stofnlándeild land- búnaðarins tók við verkefnum Ræktunarsjóðs og Byggingar- sjóðs árið 1962. Eftir þessa end- urskipulagningu hefur Stofn- lánadeildin tekið risavöxnum framförum og stóraukið fjár- festingu í landbúnaði bæði hjá Aðalbankinn, Austurstrætis- meginn. bændum sjálfum, búnaðar- og ræktunarsamböndum og vinnslustöðvum landbúnaðar- ins. Deildin veitti á síðasta ári 916 lán að fjárh. samt. 116,8 millj. kr., og námu þá heildar- útlán hennar ríflega 1,1 millj- arði króna. Þrátt fyrir stórfelld gengistöp á árunum 1967 og ’68 er hagur deildarinnar góður og skilaði hún 39,8 millj. kr. rekstrarhagnaði 1969. Hún hef- ur traustan rekstrargrundvöll. ENGINN REKSTRARGRUND- VÖLLUR VEÐDEILDAR Veðdeild Búnaðarbankans hefur á undanförnum árum ein- göngu lánað til jarðakaupa, ef frá eru skilin lausaskuldalán bænda vegna framkvæmda á jörðum. Jarðakaupalán voru 93 á síðasta ári samtals tæpar 15 milljónir. Veðdeildin hefur engan rekstrargrundvöll og berst í bökkum. Að lokum vil ég minnast á, að innan bankans starfar Teikni stofa landbúnaðarins, sem hef- ur það hlutverk að teikna og leiðbeina um hagkvæmni í byggingum til sveita, um bygg- ingarkostnað, efnisval og ann- að, er snertir húsagerð, auk þess sem hún er til ráðuneytis í lánveitingum stofnlánasjóð- anna. FRAMTÍÐARSKIPUN BANKANS. F.V.: Hvernig er framtíðar- skipun bankans og einstakra deilda eftir að nýbyggingin við Laugaveg er komin í notkun? S.H.: Hús bankans við Aust- urstræti og Hafnarstræti var reist fyrir 22 árum og hafði bankinn til eigin afnota aðeins tvær neðstu hæðirnar í fyrstu. Nú er það hús fyrir löngu þétt setið enda hafa umsvif og verk- efni bankans aukizt og marg- íaldazt á þessum tíma eins og ég áður gat um. Á sama!,-tíma var Austuribæjarútibú, sem er langstærsta útibú bankans, komið í þröng að Laugavegi 114, og leigusali, Tryggingar- stofnun ríkisins, þurfti á því húsnæði að halda fyrir sívax- andi starfsemi sína. Það var því ákveðið frekar en að hefja framkvæmdir í þrengslum og skipulagsöngþveiti miðbæj- arins að leysa í senn húsnæð- isþörf aðalbankans og Austur- bæjarútibús með því húsi, sem nú er risið við Hlemm. Þangað fluttu og flytja ýmsar deild- ir aðalbankans auk útibúsins og gert er ráð fyrir starfsemi nýrra deilda, þegar Búnaðar- bankinn byrjar gjaldeyrisverzl- un. Þetta teljum við verið hafa hyggilega ráðstöfun og mikla heppni að fá afnotarétt af þeim lóðum, sem húsið stendur á. Hlemmur eða Vatnsþró er vax- andi umferðar- og viðskipta- miðstöð og þangað er greiðfært úr öllum áttum. Eitt veigamesta atriðið í þessu sambandi eru bílastæðin á allar hliðar húss- ins, en þau eru 70—80. Von- ir standa til, að húsið dugi bank- anum næstu áratugi. Bankinn hefur fyrst um sinn til eigin afnota kjallara, 1. 2. og 4. hæð en leigir út 3. hæð og útbygg- ingu við Rauðarárstíg. Stefnan í skipulagsmiálum hans á undanförnum árum hefur reynzt farsæl og ár- angursrík. Verður leitazt við að halda áfram á sömu braut að efila og treysta stöðu bank- ans í peningakerfinu og veita viðskiptamönnum víðtæka, fljóta og örugga þjónustu. KRAFA UM HEIMILD TIL GJALDEYRISVERZLUNAR. F.V.: Verzlun með erlendan gjaldeyri er nú í höndum að- eins tveggja banka. Teljið þér fleiri eiga að annast gjaldeyris- viðskipti? S.H.: Ég tel ekki einungis sjálfsagt að svo sé, heldur hefði átt að vera svo síðustu 20 árin, eða allt frá því að fyrsta átak- ið var gert til að afla Búnaðar- bankanum heimildar til að verzla með erlendan gjaldeyri. Síðan hafa ítrekaðar óskir ver- ið lagðar fram og ályktanir gerðar í þessu máli en aldrei náð fram að ganga, án þess að frambærileg rök væru gegn því. Því er ekki að leyna, að and- staðan gegn gjaldeyrisréttind- um Búnaðarbankans er fyrst og fremst frá hinum ríkisbönkun- um tveim, sem forréttindastöðu njóta í þessu efni. Gjaldeyris- verzlunin hefur lengst af ver- ið mjög arðbær og m.a. þess vegna hafa gjaldeyrisbönkun- um safnast gildari varasjóðir en ella, auk þess óbeina ávinn- ings að geta veitt viðskipta- mönnum sínum og raunar við- skiptamönnum annarra banka þessa sjálfsögðu þjónustu. Nú- verandi skipulag þessara mála er að áliti bankaráðs og banka- stjórnar Búnaðarbankans óvið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.