Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 21

Frjáls verslun - 01.06.1970, Side 21
FRJÁLS VERZLUN' 19 hann er tiltölulega mestur í þeim héruðum þar sem útibú bankans eru starfrækt og aftur minni annars staðar t.d. í Reykjavík, þar sem bæði inn- láns- og útlánsviðskipti eru mest við borgarbúa og ná- granna. STOFNLÁNADEILD HEFUR TEKIÐ RISAVÖXNUM FRAMFÖRUM. Aftur á móti lána fjárfest- ingarsjóðirnir eingöngu til land- búnaðar. Stofnlándeild land- búnaðarins tók við verkefnum Ræktunarsjóðs og Byggingar- sjóðs árið 1962. Eftir þessa end- urskipulagningu hefur Stofn- lánadeildin tekið risavöxnum framförum og stóraukið fjár- festingu í landbúnaði bæði hjá Aðalbankinn, Austurstrætis- meginn. bændum sjálfum, búnaðar- og ræktunarsamböndum og vinnslustöðvum landbúnaðar- ins. Deildin veitti á síðasta ári 916 lán að fjárh. samt. 116,8 millj. kr., og námu þá heildar- útlán hennar ríflega 1,1 millj- arði króna. Þrátt fyrir stórfelld gengistöp á árunum 1967 og ’68 er hagur deildarinnar góður og skilaði hún 39,8 millj. kr. rekstrarhagnaði 1969. Hún hef- ur traustan rekstrargrundvöll. ENGINN REKSTRARGRUND- VÖLLUR VEÐDEILDAR Veðdeild Búnaðarbankans hefur á undanförnum árum ein- göngu lánað til jarðakaupa, ef frá eru skilin lausaskuldalán bænda vegna framkvæmda á jörðum. Jarðakaupalán voru 93 á síðasta ári samtals tæpar 15 milljónir. Veðdeildin hefur engan rekstrargrundvöll og berst í bökkum. Að lokum vil ég minnast á, að innan bankans starfar Teikni stofa landbúnaðarins, sem hef- ur það hlutverk að teikna og leiðbeina um hagkvæmni í byggingum til sveita, um bygg- ingarkostnað, efnisval og ann- að, er snertir húsagerð, auk þess sem hún er til ráðuneytis í lánveitingum stofnlánasjóð- anna. FRAMTÍÐARSKIPUN BANKANS. F.V.: Hvernig er framtíðar- skipun bankans og einstakra deilda eftir að nýbyggingin við Laugaveg er komin í notkun? S.H.: Hús bankans við Aust- urstræti og Hafnarstræti var reist fyrir 22 árum og hafði bankinn til eigin afnota aðeins tvær neðstu hæðirnar í fyrstu. Nú er það hús fyrir löngu þétt setið enda hafa umsvif og verk- efni bankans aukizt og marg- íaldazt á þessum tíma eins og ég áður gat um. Á sama!,-tíma var Austuribæjarútibú, sem er langstærsta útibú bankans, komið í þröng að Laugavegi 114, og leigusali, Tryggingar- stofnun ríkisins, þurfti á því húsnæði að halda fyrir sívax- andi starfsemi sína. Það var því ákveðið frekar en að hefja framkvæmdir í þrengslum og skipulagsöngþveiti miðbæj- arins að leysa í senn húsnæð- isþörf aðalbankans og Austur- bæjarútibús með því húsi, sem nú er risið við Hlemm. Þangað fluttu og flytja ýmsar deild- ir aðalbankans auk útibúsins og gert er ráð fyrir starfsemi nýrra deilda, þegar Búnaðar- bankinn byrjar gjaldeyrisverzl- un. Þetta teljum við verið hafa hyggilega ráðstöfun og mikla heppni að fá afnotarétt af þeim lóðum, sem húsið stendur á. Hlemmur eða Vatnsþró er vax- andi umferðar- og viðskipta- miðstöð og þangað er greiðfært úr öllum áttum. Eitt veigamesta atriðið í þessu sambandi eru bílastæðin á allar hliðar húss- ins, en þau eru 70—80. Von- ir standa til, að húsið dugi bank- anum næstu áratugi. Bankinn hefur fyrst um sinn til eigin afnota kjallara, 1. 2. og 4. hæð en leigir út 3. hæð og útbygg- ingu við Rauðarárstíg. Stefnan í skipulagsmiálum hans á undanförnum árum hefur reynzt farsæl og ár- angursrík. Verður leitazt við að halda áfram á sömu braut að efila og treysta stöðu bank- ans í peningakerfinu og veita viðskiptamönnum víðtæka, fljóta og örugga þjónustu. KRAFA UM HEIMILD TIL GJALDEYRISVERZLUNAR. F.V.: Verzlun með erlendan gjaldeyri er nú í höndum að- eins tveggja banka. Teljið þér fleiri eiga að annast gjaldeyris- viðskipti? S.H.: Ég tel ekki einungis sjálfsagt að svo sé, heldur hefði átt að vera svo síðustu 20 árin, eða allt frá því að fyrsta átak- ið var gert til að afla Búnaðar- bankanum heimildar til að verzla með erlendan gjaldeyri. Síðan hafa ítrekaðar óskir ver- ið lagðar fram og ályktanir gerðar í þessu máli en aldrei náð fram að ganga, án þess að frambærileg rök væru gegn því. Því er ekki að leyna, að and- staðan gegn gjaldeyrisréttind- um Búnaðarbankans er fyrst og fremst frá hinum ríkisbönkun- um tveim, sem forréttindastöðu njóta í þessu efni. Gjaldeyris- verzlunin hefur lengst af ver- ið mjög arðbær og m.a. þess vegna hafa gjaldeyrisbönkun- um safnast gildari varasjóðir en ella, auk þess óbeina ávinn- ings að geta veitt viðskipta- mönnum sínum og raunar við- skiptamönnum annarra banka þessa sjálfsögðu þjónustu. Nú- verandi skipulag þessara mála er að áliti bankaráðs og banka- stjórnar Búnaðarbankans óvið-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.