Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERZLUN 59 Af erlendum vettvangi. Sameiginlegur gjaldmiðill EBE Fjármálaráðherrar og seðla- bankastjórar aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu, EBE, samþykktu á fundi, sem hald- inn var í Feneyjum á Italíu í maílok sl., að gerð verði gang- skör að því að koma á fót sam- eiginlegum gjaldmiðli innan bandalagsins og að stefnt skuli að því, að þeim áfanga verði lokið fyrir 1980. Ef svo fer, þýð- ir það að öllum líkindum, að til sögunnar kemur nýr gjald- miðill jafn öflugur og banda- ríski dollarinn og notaður verð- ur svipað og hann, þ. e. ekki aðeins í EBE-löndunum heldur um allan heim til tryggingar eigin gjaldmiðli, sem gjaldeyris- forði o. s. frv. Þessi gjaldmiðill kann að verða gulls ígildi í bók- staflegri merkingu, því að ekki er ólíklegt að hann verði inn- lausnarskyldur gagnvart gulli eins og bandaríski dollarinn var til skamms tima. Samræming á fjárlögum. — Fyrsti þáttur áætlunarinnar fel- ur í sér samræmingu á fjárlög- um EBE-landanna og þar á meðal samræmingu fjárlaga- frumvarpanna, áður en þau eru lögð fyrir löggjafarþing við- komandi aðildarríkja sem rammi fyrir skattlagningu og fjárfestingu. Þá á einnig að koma til enn strangari samræm- ing á efnahagsmálastefnu að- ildarríkja bandalagsins. Áform- að er að Ijúka þessum þætti fyrir árslok 1974. Ennfremur á að leggja nákvæm drög að efnahagslegum markmiðum fyrir tímabil 3—5 ára, þar sem lagðar verða fram tölur varð- andi hagvöxt og stefna aðild- arríkjanna samræmd með til- liti til lána og fjárveitinga og jafnframt til vaxtafótar. Það er athyglisvert, að þessi áætlun er gerð á þeim grund- velli m. a., að þau fjögur ríki, sem sótt hafa um upptöku í EBE, þ. e. Bretland, írland, Nor- egur og Danmörk, hafi öðlazt fulla aðild í síðasta lagi árið 1979. Fast gengi. Á því tímabili, sem breyting gjaldmiðilsins á að standa yfir, skal gengi g'jald- miðla aðildarríkja EBE hvers gagnvart öðru haldast óbreytt og fast. Ef svo skyldi fara á al- þjóðavettvangi, að tekin yrði upp reglan um „fljótandi gengi“ (Crawling-Peg-System), sem svo mjög hefur verið rætt um á síðustu árum vegna geng- isfellinga og gengishækkana einmitt í Evrópu, þá er ætlunin að halda EBE utan slíks fyrir- komulags og sérreglum komið á þar, sem þó hafa ekki enn verið ákveðnar. Þegar á fyrsta stigi á að þrengja þau mörk, sem gengi gjaldmiðils einstakra aðildar- ríkja á að fá að sveiflast innan við gagnvart öðrum aðildar- ríkjum, þ. e. að kauphallar- gengið á gjaldmiðlunum, eins og það breytist frá degi til dags fær minna svigrúm til slíkra breytinga en áður, án þess að til opinberra aðgerða verði gripið. í fyrsta áfanga áætlunarinn- ar er hins vegar ekki gert ráð fyrir því, að komið verði á fót sameiginlegum gjaldeyrisvara- sjóði en í þess stað eins konar gjaldeyrisjöfnunarsjóði, sem eigi að verða til þess að tryggja stöðugleika gengis á gjaldmiðl- um aðildarríkjanna innbyrðis. Þessi sjóður gæti síðar orðið að sameiginlegum gjaldeyrisvara- sjóði. Ætlunin er, að gjaldeyr- isjöfnunarsjóðnum verði stjórn- að frá upphafi frá sameiginlegri miðstöð, ekki hvað sízt í því skyni að sýna samstöðu EBE- landanna á þessu sviði út á við. Þá á að keppa að því strax, að tekið verði að nota í ríkara mæli í reikningsskilum EBE- landanna innbyrðis sameigin- legan gjaldmiðil sem þegar er fyrir hendi, en ennþá einungis sem reikningseining en ekki sem peningar. Þessi reiknings- eining samsvarar gullgildi Bandaríkjadollars og hún er notuð ekki aðeins í fjárhags- áætlunum einstakra stofnana EBE heldur einnig við útreikn- inga á verði landbúnaðarafurða innan bandalagsins og í öllum reikningsskilum aðildarríkj- anna sín á milli varðandi upp- bætur til landbúnaðarins, sem vaxið hafa geysilega siðustu ár- in og eru orðnar mjög mikið vandamál. Á það fyrst og fremst rót sína að rekja til sí- vaxandi framleiðslu landbún- aðarafurða, sem ekki hefur verið kleift að koma í verð innan bandalagsins, sökum þess að þar er ekki markaður fyrir þær. Víðtæk breyting. Með sam- eiginlegum gjaldmiðli kæmist í framkvæmd róttæk breyting á öllu efnahags- og fjármálalífi innan EBE, sem væri svo víð- tæk, að varla er kleift að gera sér fullkomna grein fyrir öllum áhrifum hennar að svo stöddu. Talið er þó víst, að þessi ráð- stöfun verði mjög til þess að efla viðskipti og atvinnulíf innan bandalagsins. Ein megin- ástæðan er sú, að allir fjár- magnsflutningar verða mun ein- faldari og auðveldari en áður. Peningalega séð verður EBE eins og eitt land í stað sex ríkja áður. I þessu tilliti yrðu landa- mærin milli ríkjanna raunveru- lega felld niður, en það hefur einmitt verið yfirlýst stefna EBE frá upphafi að renna sam- an í eina efnahagslega heild, svo að þessi ráðstöfun er full- komlega innan ramma þeirra stefnumarka. Miklar vonir eru bundnar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.