Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 20
15 TRJALS VERZLUN fyrir ýmislegt nöldur í garð bankanna, sem nú virðist vera í tízku, að enn vanti mikið á, að landsmenn geti átt eðlileg peningaviðskipti rétt eins og önnur viðskipti og stefna beri að því, að fullkomin banka- þjónusta sé fyrir hendi í öllum kaupstöðum og sýslum lands- ins. Þessi stefna er vissulega í samræmi við hina öru við- skipta- og tækniþróun síðustu tíma með vaxandi lánsviðskipt- um og notkun hvers konar við- skiptabréfa, víxla, tékka og skuldabréfa. Það er auðvitað hlutverk gömlu bankanna að sinna þessu verkefni, án þess að í sífellu séu stofnaðir nýir bankar. Búnaðarbankinn starf- rækir nú 5 útibú í Reykjavík og hefur starfsemi þeirra gef- izt mjög vel og sýnir, að al- menningur kann vel að meta og notfærir sér í vaxandi mæli þjónustu útibúanna í hvers konar peningaviðskiptum. Úti- bú Búnaðarbankans í Reykja- vik geyma nú innlánsfé, sem nemur um 600 milljónum króna. HLUTUR ÚTIBÚA. Þá starfrækir bankinn 8 úti- bú í öllum landsfjórðungum nema Vestfjörðum. Tvö á Vest- urlandi (Stykkishólmi og Búð- ardal) þrjú á Norðurlandi (Blönduósi, Sauðárkróki og Ak- ureyri) eitt á Austurlandi (Egilsstöðum með umboðsskrif- stofu á Reyðarfirði) og tvö á Suðurlandi, (Hellu og Hvera- gerði). Akureyrarútibú er næstum jafn gamalt bankanum en önn- ur útibú hafa verið stofnsett á síðustu árum með sameiningu við soarisjóði héraðanna. Flest standa þau í stórum landbún- aðarhéruðum og hefur vöxtur þeirra verið næstum ótrúlega ör. Þau hafa hlotið traust og tiltrú, enda starfað mjög sjálf- stætt með héraðshagsmuni eina fyrir augum. Þeim hefur tek- izt að sameina fjármagn hér- aðanna til nýrra átaka í fram- kvæmda- og atvinnumálum og með aðalbankann í Reykjavík að bakhjarli greitt stórlega fyr- ir peningaviðskiptum hvert á sínum starfsvettvangi, sem er víðast hvar nokkuð skýrt af- markaður. Útibúin úti á landi geyma nú um þriðjung af heildarinnláns- fé Búnaðarbankans eða 33,14% við síðustu áramót. í þessu sam- bandi má geta þess, að bank- inn hefur nú fengið heimild ráðherra til að reka útibú fyr- ir Strandasýslu á Hólmavík og fyrir Kjósarsýslu í Mosfells- sveit. INNLÁN ÁTTFÖLDUÐUST Á SÍÐASTA ÁRATUG. Heildarinnlán Búnaðarbank- ans eru nú ríflega tveir og hálf- ur milljarður króna og hafa innlán því áttfaldazt á þessum áratug, en þau hækkuðu á síð- asta ári um tæpar 500 milljónir króna. í árslok 1969 námu heildarinnlán viðskiptabank- anna tæpum 10,8 milljörðum kr. og var hlutur Búnaðarbank- ans í þeim um 21,50%. Heildarútlán bankans námu um síðustu áramót 2.132,1 milli. kr. og eru þá auðvitað ekki með talin útlán stofnlánasjóð- anna, en þau námu samtals um 1.300 milljónum í árslok. STÓR VERZLUNAR- BANKI. Búnaðarbankinn hefur jafn- an verið stór verzlunarbanki og ævinlega gert sér ljóst mik- ilvægi þess að efla og greiða fyrir verzlun og viðskiptum iandsmanna. Til marks um þetta má geta þess, að verzlun- in var annar stærsti útlána- flokkur bankans árið 1969, næst á eftir landbúnaði. með 18% af heildarútlánum. Útlán til fram- leiðsluatvinnuveganna, land- búnaðar, iðnaðar og sjávarút- vegs námu i árslok um 1.110 miili. kr. eða samtals 52% heildarútlána, en aðrir stærstu útlánaflokkar voru íbúðabygg- ingar og samgöngur. Bundnar innstæður Búnaðarbankans í Seðlabankanum eru nú á miðju ári samtals tæpar 500 millj. kr., en auk þess hefur bankinn keypt verðbréf vegna fram- kvæmdaáætlana ríkisstjórnar- innar fyrir 10% af innlána- aukningunni og námu þau út- lán um 125 millj. kr. samtals um síðustu áramót. HAGSTÆÐ STAÐA GAGN- VART SEÐLABANKANUM. Heildarstaða Búnaðarbank- ans gagnvart Seðlabankanum hefur alltaf verið hagstæð og yfirleitt nokkuð stöðug þannig að sjaldan hefur kom- ið til yfirdráttarskuldar á við- skiptareikningi. Loks má geta þess, að Búnað- arbanka íslands hefur verið fal- in umsjón Ferðamálasjóðs og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og annast hann bókhald þeirra og rekstur eftir nánara sam- komulagi við sjóðstjórnirnar. HLUTUR BÆNDA. F.V.: Hver er hlutur bænda í Búnaðarbankanum? S.H.: Auk þess að vera al- mennur viðskiptabanki er það eitt af megin verkefnum Bún- aðarbankans að fjármagna landbúnað á íslandi, styðja framleiðslu, vinnslu og verzlun með íslenzkar landbúnaðarvör- ur, enda er bankinn sú pen- ingastofnun, sem nánust tengsi hefur haft við landbúnaðinn. Þessi fyrirgreiðsla er tvíþætt, annars vegar fjárfestingarlán úr stofnlánasjóðum bankans, Stofnlánadeild og Veðdeild þar með talin lausaskuldalán, og hins vegar almenn fyrirgreiðsla viðskiptabankans, þar með tal- in afurðarlán, rekstrarlán og víxill'án. Ef við lítum fyrst á hið síð- arnefnda, þá er landbúnaður stærsti útlánaflokkur viðskipta- bankans eða 35,1% af heildar- útlánum hans í árslok 1969. Innlán (innlánshlutur) bænda í viðskiptabankanum er mikill og hefur farið vaxandi á síðustu árum m.a. vegna þess, sem ég nefndi áðan, að bankinn hefur nú komið á fót útibúum í flest- um stærstu landbúnaðarhéruð- um landsins. Þessi þróun á sinn þátt í því, að Búnaðarbankinn og útibú hans annast í vaxandi mæli afurðarlán landbúnaðar- ins, þannig að í árslok 1969 var hundraðshlutur Búnaðar- bankans í heildarfjárhæð end- urkeyptra afurðai-víxla land- búnaðarins í Seðlabankanum um 42%. Annars er erfitt að segja, hversu mikill hlutur bænda er í viðskiptabankanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.