Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 57
FRJALS VERZLUN
55
an hátt skuldbundin sem milli-
liður eða standa ekki í ábyrgð
gagnvart kaupanda eða selj-
anda vegna vörugalla, afhend-
ingarréttar o. s. frv. er upp
kunna að koma vegna vöru-
kaupanna.
Sá afsláttur, sem samtökin fá
í innkaupum fyrir félagsmann,
er að sjálfsögðu eign hans, en
samkv. lögum samtakanna ber
að leggja helming þessa afslátt-
ar inn á bundinn reikning í
banka til 5 ára í því markmiði,
að félagið nái sem hagkvæm-
ustu samningum vegna félags-
manna við vöruseljendur. Hinn
helmingur afsláttarins er gerð-
ur upp við félagsmenn að loknu
starfsári.
Einar Bergmann, formaður
Innkaupasambands matvöru-
kaupmanna sagði, að það sýndi
bezt, hve árangurinn hefði ver-
ið góður af stofnun samtak-
anna, að á síðasta aðalfundi
þeirra fékk hver félagsmaður
sína sparisjóðsbók með þeim
afslætti, sem honum bar. En í
stað þess að taka þetta fé til
eigin nota, afhentu allir fé-
lagsmenn stjórninni þessar
sparisjóðsbækur aftur til ráð-
stöfunar með það í huga, að
stjórnin héldi áfram á sömu
braut og farin hafði verið á
þessu fyrsta starfstímabili
samtakanna.
Á Akranesi
SELJUM M.A.
útgerðarvörur
rafmagnsvenkfæri
handverkfæri
fittings og rör
bolta og skrúfur
sjó- og vinnufatnað
sportveiðarfæri
viðleguútbúnað
o. m. fl.
Veiðafæraverzlunin
Axel
Sveinbjörnsson hf.
Akranesi. Sími 1979.
Okkar á milli sagt...
Maður, sem þjáist af sveifn-
leysi: ,,Ég er alveg uppgefinn,
svaf eiginlega ekkert í nótt.“
Vinur hans: „Af hverju
reyndirðu ekki að telja kind-
ur?“
Svefnleysinginn: ,,Ég reyndi
það nú einmitt, taldi upp í
tíu þúsund kindur, kom þeim
öllum á vörubíla og í kaup-
staðinn, en þegar ég var bú-
inn að reikna út, hvað ég tap-
aði miklu á þessu, var kominn
fótaferðartími.“
•
Sölumaður vátryggingarfé-
lags: „Viljið þér þjóftryggja
allt innbú skrifstofunnar?"
Pipruð kona kom í kjötverzl-
unina rétt fyrir lokun á föstu-
degi og bað um eitt bjúga.
„Sjálfsagt", sagði kaupmað-
urinn, „ætlið þér að halda upp
á eitthvað?“
— Meterinn af þessu efni
kostar 116 krónur.
— Nú, ekki meira. Það var
mikið.
— Ég átti að skila frá
mömmu, að það var fluga í rús-
ínukökunni sem hún keypti í
gær.
— Nú, var það. Skilaðu
m m w M 'i
» ( #*' . 1
Fjölskyldan horfir á HM í sjónvarpinu LION.
Forstjórinn: „Allt, nerna
klukkuna, það fylgjast allir
með henni.“
•
Háttsettur, erlendur gestur,
átti erindi í Stjórnarráðið
Hann þurfti að hinkra ögn við
eftir manni þeim, sem hann
ætlaði að hitta, og gaf sig á
meðan á tal við óbreyttan
starfsmann.
Gesturinn: „Hvað vinna
margir hér?“
Starfsmaðurinn: „Nálægt því
helmingurinn.“
kveðju til hennar og segðu
henni að ef hún komi með flug-
una, geti hún fengið rúsínu í
staðinn.
Frú Jónína: Viljið þér gjöra
svo vel að vigta þennan poka
fyrir mig?
Kaupmaðurinn: Sjálfsagt.
Hann er nákvæmlega IV2
kíló.
Frú Jónína: Beztu þakkir.
Þetta eru beinin úr steikinni,
sem þér selduð mér á föstudag-
inn, það voru 2 kíló.