Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.06.1970, Blaðsíða 42
40 FRJALS VERZLUN húsanna gera tæknikönnun á búnaði og afkastagetu frysti- húsanna. Að vísu reyndist nýt- ing víða ónóg, en þó hvergi nærri svo lítil, sem áður var áhtið. Þegar tekið er tillit til mismunandi útgerðar og afla- bragða og hinnar margvíslegu vinnslu, sem frystihúsin verða að fást við á víxl víðast hvar, má gera sér grein fyrir því, að nýting ákveðinna véla og tækja verður óhjákvæmilega nokkuð upp og ofan. Hjá því verður ekki komizt, að hráefni frystihúsanna er mjög breyti- legt. Mismunurinn er m.a. í fiskstærð, fisktegundum og pakkningum. Ákveðinn búnað- ur, sem fullnýtist við þessa vinnslu, nýtist e.t.v. lítið eða ekkert við aðra. Þetta eru stað- bundin vandamál, mismunandi eftir landshlutum, og leiðir til úrbóta eru mismunandi. í tæknikönnun Skipulagsnefnd- arinnar voru jafnframt gerðar athugasemdir um úrbætur, sem taldar voru nauðsynlegar í hverju húsi. Síðan þetta var, hefur mikið áunnizt við að bæta starfshæfni frystihúsa og greiða þannig fyrir aukinni nýtingu þeirra. í fyrra var nýting frysti húsanna yfirleitt mjög góð, eða allt upp undir 300 vinnudagar á árinu í einstaka húsi, en það byggðist vissulega öðrum þræði á stórauknum þorskfisk- og flatfiskveiðum. Ýmislegt er ver- ið að gera til viðbótar eða er á döfinni, miðað við aukna þýð- ingu hraðfrystiiðnaðarins, aukn ar kröfur um hreinlæti og vörugæði aí hálfu kaupenda afurðanna, og er þar um að ræða í senn endurnýjun og við- bætur. Er það raunar talið svo stórt verkefni, að ég fæ ekki séð að hraðfrystiiðnaðurinn rísi undir því á eigin spítur, þegar haft er í huga, að allur tilkostn- aður fer nú ört vaxandi. Ýmsar úrbætur. í löndun og móttöku aflans hafa litlar breytingar orðið. Þó er nauð- synlegt og er aðeins að byrja að koma upp kælingu í mót- tökusölum húsanna, til þess að varðveita gæði hráefnisins, jafna vinnsluna og minnka eft- ir- og helgidagavinnu. Þetta er nauðsynlegra nú með breytingu á úthaldi bátanna, en dagróðrar fara minnkandi, útilegubótum fjölgar og loks eru komin til sögunnar skipuleg helgarfrí sjó- manna. Þetta þýðir m.a., að oft hleðst upp afli einmitt fyrir helgar, þegar erfiðast er að taka hann til vinnslu. Áður fyrr var allt handflakað, en flökun- arvélar hafa nú verið notaðar hér í u.þ.b. 15 ár, og vélflökun fer vaxandi. Það er yfirleitt. hagkvæmt að handflaka, eink- um ef völ er á góðum mönnum i flökun, en það er skortur á flökurum og auk þess eru afla- brögð æði misjöfn. Það er dýrt að taka upp vélflökun, flökun- arvélar kosta 2—6 milljónir kr. eftir því hvaða fiskstærð og tegund þær eru hannaðar til að flaka. Hvert hús þarf þannig að hafa tvær eða fleiri vélar og samt handflökun að einhverju leyti. Það þarf því átak til þess að komast yfir slíkar vélar, en þær borga sig með tímanum og eru reyndar nauðsynlegar i stórum húsum. Handroðfletting er úr sögunni, en hvert hús þarf 3—5 roðflettivélar, sem kosta 600—800 þús. kr. hver. Beinskurður, blóðskurður og önnur snyrting er allt handa- vinna ennþá, sömuleiðis vigtun og pökkun. Á nokkrum stöðum eru komnar álplötur í staðinn fyrir galvaniseraðar stálplötur í frystitækjum. Jafnframt er lögð aukin á'herzla á að ein- angra frystitæki, til þess að bæta vinnuskilyrðin og aðstöð- una úr frystingu. í sjálfum frystigeymslunum er að verða sú breyting á, að gaffallyftarar eru teknir í notkun við flutn- inga og stöflun, en víða eru klefarnir óhentugir eða of litlir í þessu tilliti, og þarf vitanlega að ráða bót á því. í sambandi við geymslurnar hefur oft kom- ið til tals, að byggja stórar söfn- unargeymslur á útskipunarstöð- um, til þess m.a. að létta af- setningu. Á þessu mun vera nokkur áhugi hjá skipafélögun- um, en af hálfu hraðfrystihús- anna eru skoðanir skiptar, og þar sem talsvert hefur verið um endurbætur og aukningu á geymslurými að undanförnu, er óvíst hvort þessi hugmynd verður framkvæmd í bráð. Við útskipun hefur sú breyting orðið á, að hætt er að skipa út í netum, og er nú skipað út á brettum, en það fer betur með vöruna. Bretti og lyftarar eða búnt er það sem verður gegnumgangandi við flutninga allt frá frystingu, inn í klefa, um borð í skip og áfram til kaupendanna. Hreinlæti, nýting. Nú eru uppi stórauknar kröfur um hreinlæti í fiskiðnaðinum, eink- Niðurlagning á sjólaxi hjá Júpiter & Marz hf., en það mun vera eina fyrirtækið hérlendis, sem framleiðir sjólax mn þessar mund- ir. Sjólaxinn er söltuð og léttreykt ufsaflök, lögð í sojabaunaolíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.