Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 11

Frjáls verslun - 01.07.1970, Page 11
FRJALS VERZLUN 9 Bréf frá lesendunn ORÖ í BELG Hættulegt eldspítnarusl Ekki er ein báran stök í ein- okun ríkisins, sem Frjáls Verzl- un drap lítillega á fyrir skömmu. Má ég minna á ÁTVR. Það er athyglisvert fyrir okkur neytendur, að kynnast starfsháttum þess fyrirtækis og bera þá saman við venju- lega verzlunarþjónustu. Er ÁT- VR þó talið með skástu ein- okunarfyrirtækjum hérlendis. Vínsalan er einn kapítulinn, sölu- og afgreiðsluhættir ein- stakir í almennum viðskiptum hér á landi, t. d. um torsóttar leiðbeiningar í vínbúðunum, og elur það lítt á menningu. Þá er tóbakssalan annar kapítuli, sem skrifa mætti um þykka og merka bók. Angi af henni er sala á hættulegu eldspýtnarusli, sem afskekktustu Síberíubúar- yrðu hvumsa yfir. Það menn- ingarleysi er einstakt um víða veröld, og við skattborgararn- ir megum þakka okkar sæla meðan ríkisfjárhirzlurnar fuðra ekki upp út frá splund- ruðum eldspýtuoddi. Nóg er að þola sífelldar skemmdir á fatn- aði og gólfteppum heima hjá sér. Hafa öryggisstofnanir okk- ar borgaranna ekkert um þetta að segja? Hvað segir Slysa- varnafélagið? Jafnvel dómstól- arnir? Það liggur við að vera tilræði, ef kveikt er á ís- lenzkri ríkiseldspýtu í manna- byggðum. Kristján Árnason. Vísitöluhús atvinnu- veganna? P.S.: Ég má ekki gleyma að óska ÁTVR til hamingju með nýja húsið við Árbæ. Sú hall- argerð minnir á hið merka „Gullauga“ Grænmetisverzlun- arinnar við Síðumúla, þótt það glói e. t. v. öllu meira útvort- is. Eru þetta vísitöluhús at- vinnuveganna? — K. Á. Þessar frábæru eldvarnarhurðir eru smíðaðar eftir sænskri fyrirmynd og eru eins vand- aðar að efni og tæknilegri gerð og þekking framast leyfir. Eldvamar- hurðirnar eru sjálf- sagðar fyrir mið- stöðvarklefa, skjalaskápa, her- bergi sem geymd eru í verðmæti og skjöl, milli ganga í stórhýsum, sjúkrahúsum og samkomuhúsum, þar sem björgun mannslífa getur oltið á slíkri vörn gegn útbreiðslu elds. Eldvarnarhurðir GLÓFAXA eru viðurkenndar af Eldvarnareftirliti ríkisins. Ármúla 24, Sími 34230.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.