Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 12

Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 12
!□ FRJÁL5 VERZLUN Slök fréttaþjónusta í tilefni af stuttri frásögn F. V. af tveim merkum dagblöð- um í Danmörku, kom mér í hug, sem oft áður, hve íslenzk fréttaþjónusta er bág. Það eina sem virðist halda áhuga frétta- miðlanna vakandi, eru svo- kallaðar lögreglufréttir, um slys og afbrot o. þ. h. Að öðru leyti virðist sjaldan gerast nokkuð markvert utan Reykja- víkur, og sízt í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, eins og hér á Suðurnesjum. Einn og einn staður nýtur áhuga fréttaritara, en í þessu tilliti virkar það sem skop í garð atvinnumanna við íslenzka fjölmiðla. Auðvit- að er hinum ,,frjálsu“ blöðum í sjálfsvald sett, að hafa þetta svona með höppum og glöpp- um, en meiri kröfur verður að gera til opinberra fréttastofn- ana. í manna minnum er ein skipuleg tilraun til úrbóta af hálfu útvarpsins, þar átti Egg- ert Jónsson fréttamaður hlut að máli. En svo hafði hann ekki lengur tíma til að sinna þessu! Og svo heldur útvarpið áfram að láta líta svo út, sem hvergi sé róið nema af Skipaskaga. Er það ekki ofrausn við þá á- gætu Skagamenn, þótt dugleg- ir séu? Pétur á Suðurnesjum. Þar fæst jafnvel ekkert Loksins er búið að opna raunverulega ferðamannaverzl- un á Keflavíkurflugvelli, með alls konar íslenzkar fram- leiðsluvörur á boðstólum. Það sýndi sig fljótt, að þetta var merk ráðstöfun. En þetta er þó aðeins viðleitni ennþá. Þótt nú hafi orðið framfarir í framleiðslu íslenzks vamings fyrir erlenda ferðamenn og er- lenda neytendur yfirleitt, er akurinn þó lítt plægður enn- þá. Hversu stórir hlutar lands- ins ætli séu enn án nokkurra teljandi viðskipta við erlenda Það eru heilir landshlutar, þar sem jafnvel ekkert fæst af varn ingi fyrir erlenda gesti okkar. Ársgömul saga hermir t. d. að erlent skemmtiferðaskip hafi komið óvænt inn á einn aust- fjarðanna — í kaupstað, en farþegarnir gátu ekkert feng- ið annað en mjólk í plastpok- um, ekki einu sinni frímerki! Það er dýrt að vera fátækur, en dýrara að vera sofandi á verðinum. Hótel og þotur er gott og gilt að hafa, en lítill verður þó akkurinn eftir allt saman, ef ekkert er upp úr því að hafa, að flytja hingað og hýsa tugþúsundir erlends fólks ár hvert. Eyjólfur. Rán fyrir opnum tjöldum Það gerðist á dögunum, að ég þurfti að kaupa viðgerð á bif- reið minni — aldrei þessu vant. Og þar sem mér lá á, fylgdist ég óvenjuvel með við- gerðinni. Nú þurfti ég auðvitað að greiða verkstæðinu fyrir þjónustuna, og veittist sá heið- ur, að sitja andspænis forstjór- anum við reikningsgerðina. Jú, þetta voru 4 klst., skv. nótu frá viðgerðarmanni, og var það gott og gilt. En svo höfðu ver- ið keyptir tveir hlutir í vara- hlutaverzlun í sömu götu, svo sem 100 metra frá. Það gerði tvo hálftíma fyrir sendilinn, samtals eina klst. á sama verði og verkstæðið tók fyrir við- gerðarmanninn! Mér blöskraði, eða var það furða? Maldaði í móinn, og fyrir náð var ann- ar hálftíminn settur í rusla- fötuna. Er það ekki þetta og annaf af þessu tagi, sem verð- lagseftirlitið ætti að fást við? Rán fyrir opnum tjöldum, eins og þetta, bendir til þess að hér sé um verðugt rannsóknarefni að ræða. Fórnarlambið. Bréf til blaðsins Lesendum er heimilt að senda blaðinu bréf um mál, sem þeir telja að vekja eigi máls á í því. Bréfin skulu stíl- uð til FRJÁLS VERZLUN, „Orð í belg“, Pósthólf 1193. Reykjavík, vera undirrituð nafni og heimilisfangi bréfrit- ara, svo og dulnefni, ef það þykir fremur hlýða til birting- ar. Blaðið áskilur sér rétt til að stytta bréf, sem berast. Ritstj. MAGNUS KJAF^AN HAFNARSTRÆTI 5 SÍNI24140- EINFALT LETURBORÐ og léttur ásláttur er aðalsmerki Addo-X reiknivélanna. Þetla er stílhrein vél, sterk og ending- argóð. - Hagstætf verð. - Árs- ábyrgð og eigin viðgerðarþjón- usta.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.