Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 25

Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 25
FRJÁLS VERZLUN Þeir standa að vísu stutt við, svo að hlutfallslega er hærri kostnaður við þá en aðra gesti, en aðalatriðið er að fá sem flesta til að koma til íslands. Það er hægt að hafa meiri tekjur af mörgum, sem standa stutt við, en fáum, sem dvelja lengi. F. V.: Það er orðið mjög eðli- legt nú til dags, að Flugfélög sjái einnig um hótelrekstur og aðra ferðamannaþjónustu. Erling: Já, með tímanum hef- ur starfssvið flugfélaga færzt út. Þau láta ekki lengur við það sitja að flytja fólk milli staða, heldur reyna þau að sjá fyrir allri þeirri þjónustu, sem ferða manninn kann að vanhaga um, og þar kemur hótelrekstur fyrst og fremst við sögu. HVER FERÐAMAÐUR EYÐIR í REYKJAVÍK UM 6000 KR. Annars er hótelrekstur heimur út af fyrir sig. Senni- lega þarf ekkert annað fyrir- tæki að byrja daginn á því að vekja viðskiptavinina; og sannarlega er þjónusta við ferðamenn þarfur atvinnuveg- ur. Það er gert ráð fyrir því, að hver ferðamaður eyði í Reykjavík sem svarar 65 döl- um (ca. 5720 kr.), og þeir peningar koma víða við. Á síð- ustu 12 mánuðum hafa þjóðar- tekjur af hótelgestum Loft- leiða numið um 700 milljón- um króna. VERÐLAG SVIPAÐ OG ANNARS STAÐAR Á N ORÐURLÖNDUM. F. V.: Hvað er að sega um verðlag á hótelþjónustu hér á landi? Erling: Verðlag hér er ákaf- leea svinað og annars staðar á Norðurlöndum miðað við hó- tel í svipuðum flokki, aftur á móti er verðlagið hjá hótelum eins mismunandi og annars staðar eftir því, hvaða þión- usta er á staðnum. Við höfum hér sundlaug, gufubað, rakara- stofu, hárgreiðslustofu, minja-- grinasöiu og fleira og meira að segja flugstöð, svo að sumir gestanna geta gengið beint inn í hótelið, eftir að hafa lent á flugvellinum, þrátt fyrir þetta er verðið hér litlu hærra en hjá öðrum hótelum í Reykja- vík, en ferðamenn hafa ekki á móti því að borga, ef þeir finna, að þeir fá það, sem þeir vilja fyrir peningana. Og þetta hótel er jú dýrt fyrirtæki — hvert herbergi kostar rúmlega milljón. NÚ VIÐ FLUGVÖLL, VERÐUR í MIÐBORG. F. V.: Það hefur sitt að segja fyrir hótelið að vera staðsett alveg við Reykjavíkurflugvöll, en útlit er samt fyrir, að þessi flugvöllur verði einhvern tím- ann að víkja burt. Hvílir sá möguleiki ekki eins og mara á Loftleiðamönnum? Erling: Það er sennilega fáar borgir í heiminum, sem eiga þess kost að skipuleggja hjá sér nýja miðborg á áður ó- byggðu svæði í borginni og það kemur að því, að ný miðborg verður reist, þar sem flugvöll- urinn er nú. Þá verður aðeins sú breyting, að Loftleiðahótelið stendur ekki lengur við flug- völlinn, heldur við miðborgina, og það er engin ástæða til að kvíða því. F. V.: Eiga Loftleiðir hér lóð undir frekari viðbyggingu við hótelið. Erling.: Nei, það verður ekki mögulegt að bæta meira við hótelið hér, því að lóðin er full- nýtt, og meira að segja urðu að fara fram makaskipti á landi milli ríkis og borgar, áður en hægt var að byggja við hótelið, því að horn á viðbyggingunni stendur á landi, sem ríkið átti. Lóðin er sem sagt fullnýtt, að því er hótel varðar, en hugs- anlegt er að bæta við skrif- stofuhúsnæðið hér. FULL ÁSTÆÐA TIL BJARTSÝNI. F. V.: Og að lokum: Hvernig er að vinna að ferðamálum hér á landi? Erling: Það er líflegt starf. Alltaf er eitthvað nýtt og spennandi að gerast. Starfið hvetur mann til dáða, því að það er á nýju sviði. Við höfum fulla ástæðu til að vera bjart- sýnir — ef við höldum vel og rétt á spöðunum. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 FERÐIZT ÓDÝRT FERÐIZT 1. FLOKKS MEÐ ÚTSÝN TIL ANNARRA LANDA Þeirn fjölgar stööngt, sem láta ÚTSÝN sjá um feröalagiö. REYNSLA OKKAR OG SAM- BÖND ER YÐAR HAGUR. Allir ferseölar og liótel á iœgsta veröi. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN, Austurstræti 17 (Hús Silla & Valda) Símar: 20100/23510/21680

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.