Frjáls verslun - 01.07.1970, Blaðsíða 33
31
FRJALS VERZLUNf
Áslaug.
Guðrún: Já, já, og út fyrir
þær líka.
FV: Hvernig er félagslífið
innan svona umfangsmikils og
mannmargs fyrirtækis?
Guðrún: Það var miklu meira
hér áður fyrr. Núna þekkir
maður tæpast helminginn af
fólkinu, sem vinnur hjá fyrir-
tækinu. En við gefum út starfs-
mannablað, Faxafréttir. Á vet-
urna erum við með spilakvöld,
taflkvöld og svo árshátíð einu
sinni á ári. Hér áður fyrr héld-
um við þeim sið að hittast á
gamlárskvöld og vorum þá
með mikinn fögnuð úti í af-
greiðslu. Skreyttum þar alla
veggi hátt og lágt, lögðum nótt
við dag til þess að koma þessu
um kring. Þetta var oft mjög
huggulegt. En ég er hrædd um
að það þætti of mikil fyrirhöfn
núna.
FV: Hvernig fyndist þér, að
vera allt í einu orðin einkaritari
kvenforstjóra?
Guðrún: Æ, ég held mér
myndi engan veginn líka það.
Ég er nú ekki ,,rauðsokkóttari“
en þetta.
Iinni á íburðarmiklum skrif-
stofum Loftleiða úti á Reykja-
víkurflugvelli, hittum við Ás-
laugu G. Harðardóttur, einka-
ritara Alfreðs Elíassonar, for-
stjóra, þar sem hún situr við
skrifborð sitt, með fagurt út-
sýni yfir borgina í baksýn. Sitt-
hvorum megin -við hana eru
hálfluktar dyr, aðrar vita inn til
forstjórans, en hinar til stjórn-
arformanns Loftleiða, Kristjáns
Guðlaugssonar, hrl. Það má því
með sanni segja, að henni sé
ætlaður staður í hjarta fyrir-
tækisins.
FV: Reynist starf einkaritara
á stundum innantóm pappírs-
vinna? Getur þetta verið vél-
rænt starf, spyrjum við Ás-
laugu, þegar hún sleppir hend-
inni af ritvélinni til þess að
ræða við okkur.
Áslaug: Það er ekki einvörð-
ungu fólgið í því að sitja og
hamra á ritvélina, síður en svo.
Mér finnst þetta vera fjölbreytt
og skemmtilegt starf. Það eru
ekki alltaf sömu verkefnin, sem
verið er að vinna að. Þetta er
áreiðanlega líflegra heldur en
mörg önnur skrifstofuvinna.
FV: Hvaða undirbúning hef-
ur þú fyrir þetta starf?
Áslaug: Ég hef verzlunar-
próf, og svo hafði ég fengið
talsverða starfsreynslu þegar
ég byrjaði að vinna hjá Loft-
leiðum.
FV: Og hvar var það?
Áslaug: Ég var búsett i
Bandaríkjunum í fjögur ár, í
Minnesota, og vann þar við há-
skóla sem einkaritari.
FV: Hvenær hófstu svo starf
hjá Loftleiðum?
Áslaug: Fyrir 5 og hálfu ári.
FV: Hvaða undirstöðuatriði
er nauðsynlegt fyrir einkaritara
hjá svona stóru fyrirtæki að
hafa?
Áslaug: Að sjálfsögðu vélrit-
un, tungumálakunnáttu, að geta
annazt almennar bréfaskrifíir;
hraðritun er gott að kunna og
að geta vélritað eftir segul-
bandi. Þá er einnig nauðsyn-
legt að geta unnið sjálfstætt.
FV: Tekur einkaritari ein-
hvern tíma sjálfstæðar ákvarð-
anir?
Áslaug: Að sjálfsögðu er það
óhjákvæmilegt, en fer þó eftir
öllum aðstæðum.
FV: Nú þar sem þú situr
hérna í innsta hringnum, ef svo
má segja, hlýtur þú að finna
betur en margir aðrir starfs-
menn, æðaslög fyrirtækisins.
Kemstu ekki stundum að
ýmsu, sem þú verður að þegja
yfir?
Áslaug: Jú auðvitað, en þag-
mælska er hlutur, sem tilheyr-
ir starfi einkaritarans.
Á meðan við sitjum að tali
við Áslaugu, er komið með
kaffivagn á hjólum. Vagn þessi
fer á milli starfsfólksins um
kaffileytið.
Áslaug: Það er ósköp nota-
legt að eiga von á þessu. Auk
þess er mikill vinnusparnaður
að þessu, fólk er ekki að fara
í burtu í kaffi.
FV: Er þetta þægilegur
vinnustaður?
Áslaug: Já, það mundi ég
segja og einnig að mjög vel er
búið að starfsfólkinu. Þá er líka
ákaflega mikils virði að hafa
þokkalegt í kringum sig, og eins
og þú sérð eru skrifstofurnar
hlýjar og bjartar.
FV: Svo að við snúum okk-
ur aftur að efninu, hvers saknar