Frjáls verslun - 01.07.1970, Side 34
32
FRJALS VERZLUN
þú helzt úr Verzlunarskólan-
um, sem hefði komið að góðum
notum í þessu starfi?
Áslaug: Ég veit ekki, hvað
segja skal. Ég býzt við að verzl-
unarmenntun sé mjög heppileg-
ur undirbúningur undir flest al-
menn skrifstofustörf. Námið
þar hefur að vísu breytzt síð-
an ég var þar. Notkun ýmissa
skrifstofuvéla er meira kennd
nú en þá var. Við fengum, að
mig minnir, heldur takmarkaða
tilsögn í meðferð þeirra.
FV: Notið þið mörg tæki við
ykkar störf, einkaritarar?
Áslaug: Ég nota nú aðallega
ritvélina og segulbandið.
FV: Samræmist þetta starf
hugsjónum rauðsokkahreyfing-
arinnar til dæmis?
Áslaug: Ja, ég er kannski
ekki svo mjög „rauðsokkótt“,
en ég held að að hver kona, sem
sinnir svona starfi, ætti að geta
verið tiltölulega sjálfstæð í
starfi.
FV: Langar þig aldrei til að
skipta um sæti við forstjór-
ann?
Áslaug: Ne-ei, því fer fjarri.
FV: Hvernig væri að veia
einkaritari kvenforstjóra?
Áslaug: Það væri sjálfsagt
ágætt, ef það væri góður for-
stjóri.
FV: Hefurðu áhyggjur af
starfinu þegar þú kemur heim
til þín?
Áslaug: Nei, en það er alltaf
í nógu að snúast þennan tíma,
sem ég er hérna. Það kemur jú
kannski stöku sinnum fyrir, að
maður ber einhverja eftir-
þanka heim með sér, það hlýt-
ur að vera óhjákvæmilegt í
hvaða starfi sem er.
FV: Og hvað gerirðu svo við
frítímann?
Áslaug: Hugsa um heimili
mitt og annað sem mér dettur
í hug. Ég hef gaman af að lesa
góðar bækur, hlusta á tónlist,
sækja leikhús og svo hef ég allt-
af gaman af því að ferðast.
FV: Er það kannski ein af
ástæðunum fyrir því að þú fórst
í þetta starf? Þið fáið talsverð
ferðafríðindi, ekki satt?
Áslaug: Ég var nýkomin úr
svo löngu ferðalagi, þegar ég
réði mig hingað, að ég hafði
ekki ástæðu til þess að sækjast
eftir starfinu þess vegna. Hins
vegar er starfsfólkinu hér boð-
ið upp á afsláttarmiða og fer
þá eftir starfsaldri, hversu mik-
ill afsláttur er boðinn hverju
sinni.
Og það er ekki til setunnar
boðið. Áslaug þarf að setja
punktinn aftan við það, sem
hún var að pikka á ritvélina,
þegar við komum og síðan að
haska sér heim til þess að elda
fyrir eiginmanninn, en hún er
gift Jóni H. Magnússyni, sem
nýlega tók við fréttamanns-
starfi hjá Sjónvarpinu. Við rek-
um því botninn í samtalið og
höllum aftur glerhurðinni á
kontórnum.
SKRIFVÉLIN Bergstaöastræti 3
sjcdfvirkctr margföldunarvélar
d kr. 26.482,00
og niður í
Sími 19651
PICCALOS-ADDITOR
VERK-
STÆÐIÐ:
Viðgerðir á flestum
tegundum skrifstofutœkja,
sérlœrðir menn og stór vara-
hlutalager í FACIT & ODHNER
skrifstofuvélarnar.
SKRIFVÉLIN
BERGSTAÐASTRÆTI 3 — SlMI 19651