Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 41

Frjáls verslun - 01.07.1970, Síða 41
frjá'ls verzlunt 39 v SWEDA peningakassi. HERMES 10. ■mmm 111111111 ----------- •• 1 ~ v,, BBiMilSiB "^raiiiiraiiiiiMiiiiiiniraiiiinniiininninnnnnmnnnjr .MÉMMHIl ADDO-X. NCR peningakassi. nesk gæðavara. Þá má nefna merkin TRIUMPH og JAPY. CONSUL er tékknesk skóla- ritvél, sem kostar kr. 5.055,- 00. Einar hefur umboð fyrir KIENZLE bókhaldsvélar og þar er verðið frá um kr. 100 þús. til kr. 658 þús. eftir gerðum. Þá eru SWEDA peninga- kassarnir eða búðakassarnir mikið keyptir, enda mikið þarfaþing við hvers konar eftirlits- og gjaldkerastörf. PLANOCOP ljósprentun- arvélar eru dönsk smíði og kosta kr. 19.050,00 og 24.- 050,00. DANFLEX skrifstofu- stólar eru danskir og helztu gerðir þeirra kosta kr. 4.050,- 00 (án arma) og kr. 5.070,00 (með örmum). Magnús Kjaran, heildverzl- un, hefur umboð fyrir hinar þekktu ADDO reikni- og bókhaldsvélar. f dreifibréfi frá fyrirtækinu segir m. a.: ADDO-X skrifstofuvélar eru sænsk gæðavara, og höf- um við vélarnar að jafnaði fyrirliggjandi á lager til taf- arlausrar afgreiðslu. ADDO-X bókhaldsvélar eru notaðar af hvers konar fyrirtækjum og stofnunum. Má í því sambandi nefna út- gerðarfyrirtæki, kaupfélög, iðnaðarfyrirtæki, heildverzl- anir, bæjarfélög, ríkisstofn- anir og mörg fleiri. Við er- um ávallt reiðubúnir til að- stoðar við uppsetningu á bókhaldi, auk þess sem pró- gramering vélanna er innt af hendi án endurgjalds. Ýmsir aukahlutir, svo sem spjaldskrárkassar, bókhalds- spjöld o. fl., er alltaf fyrir- liggjandi á lager í fjöl- breyttu úrvali. Við höfum eigin viðgerð- arþjónustu og tekur Addo- verkstæðið, Hafnarstræti 5, eins árs ábyrgð á öllum ADDO-X vélum. Ódýrust reiknivélanna er ADDO-X 331, sem er hand- knúin og kostar kr. 8.000,00, en dýrust er ADDO-X 4683, sem hefur tvö reikniverk, og kostar kr. 59.000,00. ADDO hefur einnig fjölbreytt úrval af elektrónískum reiknivél- um og bókhaldsvélum, sem kosta frá kr. 150 þúsund, þar á meðal vélar með letur- borði og IBM kúlu, og kosta þær um kr. 250 þúsund. NCR, eða National, er þekkt merki á skrifstofuvél- um hér á landi. Það var firmað O. Westlund, sem hóf innflutning á þessum vélum árið 1922 í gegnum aðalum- boð í Danmörku. Árið 1941 gerðist O. Westlund einka- umboðsmaður fyrir NCR á íslandi. O. Westlund rak einnig Ritvélaverkstæðið frá árinu 1922. Steingrímur Westlund er nú í forsvari fyrir NCR hér á landi, og sagði hann frétta- manni, að NCR ætti verk- smiðjur í mörgum löndum og væru vélarnar ýmist flutt- ar inn frá Bandaríkjunum, Japan eða Evrópu, eftir teg- undum og verði hverju sinni. Fyrirtækið framleiðir margs konar gerðir af bók- haldsvélum, peningakössum, elektrónískum kalkúlatorum og rafreiknum. Þá var NCR fyrst til að framleiða kem- ískan pappír, sem er mikiö notaður í innleggs- og úttekt- armiða og hvers konar nót- ur. Jafnhliða sölu á NCR vélum rekur Steingrímur Westlund almenna viðgerða- þjónustu að Miðstræti 12 og ritfangaverzlun. Erfitt er að gefa upp fast- ákveðið verð á þessum vél- um, þar sem yfirleitt er ekki um staðlaða vöru að ræða, þ. e. flestir viðskiptavinir þurfa að fá sérþjónustu. Ef vélar eru ekki til á lager, er afgreiðslufrestur yfirleitt 2 —4 mánuðir. Hjá GUMA, Hverfisgötu 72, sem er rit- og reiknivéla- verkstæði, eru seldar CBM reiknivélar, sem eru jap- anskar og hafa verið á markaðnum í ein fjögur ár. Ódýrari gerðin, 208, kostar kr. 9.160,- en sú dýrari 202, sem er hraðvirkari með 10 stafi inn og 11 út, kostar kr, 10.965.-. Þá getur fyrir- tækið útvegað VICTOR kalk- úlator, sem er bandarísk smíði og kostar um 50 þús- und krónur.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.