Frjáls verslun - 01.07.1970, Qupperneq 63
FRJÁLS VERZLUN
BETRI NÝTING FISKAFLA
Fiskafli okkar íslendinga
fyrsta þriðjung þessa árs var
439.975 tonn upp úr sjó, eða
54.552 tonnum meiri en á sama
tíma í fyrra. Mjög aukinn hluti
aflans fór tií frystingar, og einn-
ig fór mun meira en í fyrra
til niðursuðu, en minna fór nú
til herzlu.
SAMVÁ
Fyrir nokkru var stofnað
Sameinaða vátryggingafélagið
h.f. og hefur það aðsetur að
Hátúni 4A í Reykjavík. Fram-
kvæmdastjóri er Kolbeinn I.
Kristinsson. Stofnendur voru
27 kaupsýslumenn. Um leið og
SAMVÁ tók til starfa, lagðist
niður starfsemi Vátryggingafél-
agsins h.f., Verzlanatrygginga
h.f. og Vátryggingafélagsins
Heimis h.f.
MINNKANDI GOS-
DRYKKJAFRAMLEIÐSLA
Framleiðsla gosdrykkja var
í fyrra 7.909.805 lítrar, og er
það nokkru minna en fram-
leiðsla áranna 1966—1968,
hvers um sig. Af maltöli voru
framleiddir 1.051.138 lítrar,
öðru óáfengu öli 1.046.828 lítr-
ar, áfengu 5.448 lítrar og á-
vaxtasafa 145.202 lítrar. Pilsn-
er og lageröl teljast til „ann-
ars óáfengs öls“, og er athyglis-
vert, að þrátt fyrir harða sölu-
mennsku hefur framleiðsla í
þessum flokki minnkað síðustu
tvö ár, var 1967 1.416.464 lítr-
ar, 1968 1.135.746 lítrar og loks
í fyrra 1.046.828 lítrar, eins og
fyrr segir.
88 ÍSLENZKAR
FLUGVÉLAR
Um síðustu áramót var flug-
vélaeign okkar ísltndinga 88
ílugvélar, 55 eins hreyfils, 17
tveggja hreyfla, 1 þriggja
hreyf'la, 15 fjögurra hreyfla.
Farþegasæti voru alls 1.553.
f árslok 1960 áttum við 51
ílugvél með 713 fai’þegasætum.
600 MILLJ.
AF VARNARLIÐINU
Tekjur af varnarliðinu, vegna
olíusölu, byggingastarfsemi og
annars tilkostnaðar þess hér á
landi námu 1967 652.4 millj. kr.
og 1968 621 millj. kr., en sömu
ár var inni'lutt vegna þess fyrir
46.7 og 85 millj. kr.
Kolbeinn I. Kristinsson, framkv.stj. SAMVÁ, ræðir við viðskipta-
vin.
*
Islenzkur markaður hl.
Fyrir skömmu hóf fyrirtækið íslenzkur markaður hf.
rekstur verzlunar á Keflavíkurflugvelli, í nýbyggingu út
frá flugstöðinni, sem Keflavíkurverktakar reistu á aðeins
tveim mánuðum. í verzlun þessari eru margs konar íslenzk-
ar vörur fyrir ferðamenn, og þar mega verzla þeir, sem
eru á förum út úr landinu og viðkomufarþegar. Verzl-
uninni er ætlað að auka tekjur af þessum ferðamönnum
og um leið að selja íslenzka framleiðslu, en jafnframt er
henni ætlað að safna ýmsum upplýsingum um kaukéhuga
útlendinganna, svo og kaupgetu. Sala hefur verið góð það
sem af er, en sumarið er að sjálfsögðu bezti sölutíminn. ■—
Þegar þessi verzlun var opnuð, var jafnframt lögð niður
verzlun Ferðaskrifstofu ríkisins, en í sáraþætur greiðir ís-
lenzkur markaður hf. Ferðaskrifstofunni 21 kr. af hverj-
um farþega, sem um flugvöllinn fer, og að auki eignast
ríkið bygginguna og fær, ásamt viðkomandi sveitarfélagi,
venjulega skatta af starfseminni. — Verzlunarstjóri er
Guðmundur Ingólfsson. — Önnur stjórn og skrifstofa ís-
lenzks markaðar hf. er í Reykjavík, framkvæmdastjórar