Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Page 7

Frjáls verslun - 01.02.1971, Page 7
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 7 Verzlunarskóli íslands með 730 nemendur er í þrem húsum við Grundarstíg og Þingholtsstræti í Reykjavík. skólarnir í landinu. Þeir starfa með nok’kuð ólíku sniði. Með breytingum þeim á rekstri Verzlunarskólans, sem nú eru í lokastigi, verður hann 3-4 ára skóli með víð- tæka möguleika í námsgreina- vali, þar sem megináherzla er lögð á hinar ýmsu greinar verzlunarmenntunarinnar, og nær það alveg til stúdentsprófs, ef vill. sem getur þá jafnvel ve>’ið þess eðlis. að stvtta há- skólanám í viðskintafræðum; Fellur þetta nýja skinulae á rekstri skólans inn í fræðslu- kei'fi bað. sem nú er á döfinni. í Verzlunarskólanum eru nú 730 nemendur. og má segia. að varla sé smuga til að fíöiga nemendum. Samvinnuskólinn er aftur á móti tveggja ára heimavistarskóli með 60-70 nemendum, og er þar aðeins um almenna verzlunarmenntun að ræða. Báðir skólarnir fá ríkisstyrk, Verzlunarskólinn í ár 11.350 þús. kr. og Samvinnuskólinn í ár 1.710 þús. kr. Þessi styrk- ur hrekkur þó skammt. og verður að taka allhá skólagjöld af nemendum. Aðsókn að báð- um skólunum hefur verið langt fram yfir það, sem unnt hefur verið að taka á móti, og hafa því verið viðhöfð inntökupróf. Það fellur nú niður, a. m. k. í Verzlunarskólanum, en í stað þess verður inntaka háð svip- uðum skilyrðum og inn í menntaskólana. Nefnd sú, sem nú á að fjalla um framtíð verzlunarmenntun- arinnar í landinu, mun m. a. láta rannsaka þörf fyrir slíka menntun í næstu framtíð, og verður væntanlega byggt á nið- urstöðum þeirrar könnunar, hversu umfangsmiklar aðgerðir teljast nauðsynlegar. Tilhögun verzlunarmenntunarinnar get- ur svo í annan stað orðið á ýmsan veg, eftir því hvað hag- kvæmast verður talið. hún get- ur orðið áfram í höndum verzl- unarinnar, eða í samvinnu við ríkið, og loks getur verið að ríkið yfirtaki hana. Verzlunar- ménntunin er sem sé mjög í deiglunni um þessar mundir, og víst er að aukningarþörf á þessu menntunarsviði er gífur- leg, svo að ráðlegra er að stefnumörkun dragist ekki lengi úr þessu. Framleiðsla Umbúðir verð- launaðar Á síðustu árum, með vaxandi samkeppni innbyrðis og við er- lenda framleiðendur, hafa ís- lenzkir framleiðendur sótt mjög í sig veðrið hvað snertir frágang framleiðslunnar í við- eigandi umbúðir fyrir notendur og neytendur. Umbúðirnar eru vissulega andlit framleiðslunn- ar allt frá verksmiðju og að neyzlustigi. Þær ráða yfirleitt miklu um framgang framleiðsl- unnar og æði oft úrslitum. Við umbúðagerð þarf margs að gæta, og nýjungar eru ört á ferðinni. Þetta er stórvaxandi þáttur varðandi íslenzka fram- leiðslu. Þessir kaffipokar skera sig úr í hillum verzlananna. Félag íslenzkra iðnrekenda efndi til samkeppni um beztu umbúðir ársins 1968 og þar á undan í samvinnu við Lands- samband iðnaðarmanna. Slík samkeppni var aftur haldin 1970, aðeins um umbúðir frá því eftir keppnina 1968, eða sem ekki höfðu áður komið til dóms. Til þeirrar samkeppni bárust 16 umbúðir frá íslenzk- um umbúðaframleiðendum, notendum eða hönnuðum, en umbúðir voru aðeins gjald- gengar, að þær væru hannaðár eða framleiddar af íslenzkum aðilum og hefðu komið á mark- að. Sjö manna dómnefnd, undir formennsku Stefán Snæbjörns- sonar, fjallaði um umbúðirnar og ákvað viðurkenningu fyrir 5 þeirra. Þær eru: Askja fyrir íva þvottaduft, hönnuð af Sigrid Waltingöjer, framleidd af Kassagerð Reykjavíkur hf. fyr- ir Sápugerðina Frigg. Plastpok- ar fyrir Kaaber kaffi, hannaðir af Auglýsingamiðstöðinni sf., framleiddir af Otto Nielsen Emballade A/S fyrir O. John- son & Kaaber hf. Umbúðir fyr- ir Icelinda súkkulaði, hannað- ar af Ásgeiri Júlíussyni og Hauki Halldórssyni, framleidd- ar af Valprent hf. fyrir Lindu hf. á Akureyri. Merkimiðar fyr- ir Hreinol þvottalög, hannaðir af Argus, auglýsingastofu, framleiddir af Litmyndum sf. fyrir Hrein hf. Merkimiðar fyr- iir Thule maltöl, hannaðir af Argus, auglýsingastofu, fram- leiddir af Valprent hf. fyrir Sana hf. á Akureyri.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.