Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 8
8
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
Álhleifum skipað út í Straumsvíkurhöfn. ÍSAL greiðir þessa full-
komnu höfn, en Hafnarfjarðarbær er eigandinn. Hafnfirðingar
eiga tvær af beztu höfnum á landinu.
Þannig er Lindusúkkulaði
pakkað á erlendan markað.
Stóriðja
466 milljónir til
íslenzkra aðila
1970
Tveim af þrem byggingará-
föngum áliðjuvers ÍSALs í
Straumsvík er nú lokið, sá
fyrri var tekin í notkun 1. o'kt-
óber 1969 og sá seinni 1. júní
1970. Þriðji áfangi verður tek-
inn í notkun 1. september 1972.
Ársafköstin eru nú 44 þús.
tonn, en verða 77 þús. tonn
með þriðja áfanga. Byggingar-
kostnaður í heild verður um
5.5 milljarðar króna.
Heildarframleiðsla áliðju-
versins árið 1970 varð 39.077
tonn, útflutningur nam 33.522
tonnum en á lager í árslok
voru 6.292 tonn. Brúttósölu-
verðmæti framleiðslunnar í
fyrra var 1.765 milljónir kr.
Greiðslur til innlendra aðila
námu 466.2 milljónum kr. Þar
af var framleiðslugjald 54.5
millj. kr., raforkugjald 160.6,
vextir og afborganir af
Straumsvíkurhöfn 21.1, launa-
greiðslur 180.0 og ýmsar
greiðslur 50 millj. kr. Á 25 ára
samningstímabili mun áliðju-
verið greiða rúma 5 milljarða
í framleiðslugjald, 6.4 milljarða
fyrir raforku og um 440 millj-
ónir auk vaxta fyrir Straums-
víkurhöfn, sem Hafnarfjarðar-
bær á.
Starfsmannafiöldi við áliðju-
verðr hann að líkindum nálægt
425. En með þriðja áfanga verð-
ur hann að líkindum nálægt
600. Skv. líkum á áhrifum stói'-
iðjureksturs á þjónusturekstur,
má áætla, að með tilkomu ál-
iðjuversins og þegar það hefur
náð fullum afköstum, hafi það
skapað ný atvinnutækfæri fyr-
ir 2000-2500 manns.
Á blaðarnannafundi, sem for-
ráðamenn ÍSALs héldu fyrir
skemmstu, var m.a. rætt um
skattgreiðslur og greiðslur fyr-
ir raforku. Forstjóri ÍSALs,
Ragnar Halldórsson, unnlýsti,
að ÍSAL hefði greitt 1970 66.8
dollara á tonn í skatta og fyrir
raforku, en nýtt og nokkru
stærra áliðjuver í Husnesi í
Noregi 60.7 dollara á tonn.
Iðnaður
IMýtf einokunar-
fyrirtæki?
Á aðfangadag jóla 1969 skip-
aði íðnaðarráðuneytið fjögurra
manna nefnd til athugunar á
hagkvæmni heitimyllureksturs
hér á landi. Nefndin skilaði á-
liti í október sl. í tvennu lagi.
Þrír nefndarmanna, þeir
Sveinn Björnsson framkv.stj.
IMSÍ, Eggert Hauksson við-
skiptafræðingur og Sigurður R.
Heleason viðskÍDtafræðinPur
stóðu saman um að telja
hveitirnvllurekstur áliflpaan.
þó við vissar forsendur. Fjórði
nefndarmaðu'inn. Bergur G
Gíslason stórkauDmaður. mælti
hins veffar gegn st.ofnun myll-
unnar að svo stöddu.
Hvpitimvlla sú, sem um er
fiallað. er 12 þús. tonna mvlla,
eða minnsta hugsanlega stærð,
og þyrfti hún að hafa megin-
hluta íslenzka markaðsins til
þess að ná álitlegri arðsemi.
enda er hveitinotkun nú að-
eins 8-9 þús. tonn á ári og
vex hægt. Heildarstofnkostnað-
ur með rekstursfé er áætlaður
um 140 milljónir króna.
Eins og fyrr segir, er talið að
hveitimylla sú, sem hér um
ræðir, geti verið arðbær við
tilteknar aðstæður, og þá fyrst
og fremst að bví tilskyldu, að
hún hafi meginhluta markaðs-
ins hér á landi. Þá myndi og
verða af henni gjaldeyrissparn-
aður, sérstaklega ef islenzk
skip önnuðust flutninga til
hennar. En þeir fyrirvarar, sem
um er að ræða, eru þess eðlis,
að stór spurning hlýtur að
vakna um það. hvort rekstur
hveitimyllu hér sé raunhæfur,
miðað við frjáls viðskipti, enda
er geysihörð samkeppni í þess-
ari iðngrein í heiminum. Virð-
ist þurfa að hafa mikla aðgát-
í aðgerðum á þessu sviði, a. m.
k. meðan hugmyndin er alger-
lega bundin við framleiðslu fyr-
ir íslenzka markaðinn einan
saman.