Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 14

Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 14
14 ÚTLÖND FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 Vélsleðar eru bæði gagnlegir og og til skemmtunar. Sjónv.mastur KTHI-Fargo, N Dakota 2063 ft (1963) Heimsviðsk.miðstöðin New York 1353 ft 1972 Empire State New York 1250 ft utan masturs Eiffel Turninn París 1052 ft (1889) Og nú eru menn famir að búa ofan skýja í raun og veru. tækið er hávaðinn, sem vélin gefur frá sér, og hafa margir kvartað yfir honum. En nú eru löggæzlu- og slysavarnayfir- völd farin að láta málið til sín taka vegna slysafjölda sem hlotizt hefur af vélsleðum. Þetta eru æði hraðskreið farar- tæki, geta náð allt að 150 km hámarkshraða á klukkustund og þá þarf ekki mikið að bregða út af til að illa fari. Er nú víða í Bandaríkjunum ver- ið að semja reglugerðir um akstur og meðferð vélsleða, sem eiga að draga úr slysum og gera faratækið öruggara í með- ferð. Þó að flestir vélsleðanna séu notaðir til skemmtunar og dægrastyttingar er einnig hægt að hagnýta þá í sambandi við atvinnurekstur og þá einkum landbúnað að vetrarlagi, því að þeir hafa reynzt bændum víða um heim kærkomið hjálpartæki við búskapinn, þeg- ar snjólög eru mest. Þá getur bóndinn á örstuttum tíma far- ið allra sinna ferða og sinnt nauðsynlegum störfum, sem ella mundu taka hann fleiri daga, eða yrðu jafnvel að sitja á hakanum unz snjóa leysti. í Bandaríkjunum hafa ýmis náttúruverndarfélög látið í ljós áhyggjur af mikilli notkun vél- sleða í óbyggðum, sem ann- ars myndu hvílast yfir vetur- inn og einkum hefur verið kvartað yfir villimannslegri hegðun ökumanna vélsleða, sem vilja láta gamminn geisa er út í óbyggðirnar kemur og valda því oft tjóni, bæði á dýra- lífi og gróðri. Reglugerðir hljóta hér að verða að leysa vandann. því að búizt er við að um 250 þúsund vélsleðar bæt- ist í hópinn í Bandaríkjunum einum á þessu ári og getur því skapazt algert öngþveiti, ef ekki verður að gert í tæka tíð. Bandarikin Skýjakljúfarnir teygjast æ hærra Empire State byggingin í New York, sem verið hefur hæzti skýjaklúfur heims sl. 40 ár, er það ekki lengur. Fyrir skömmu var fullgerður í New York, neðarlega á Manhattan- eyju, annar turninn af tveim- ur í „Bandarísku heimsvið- skiptamiðstöðinni.1 ‘ Hvor turn- inn um sig telur 110 hæðir og er um 420 metrar á hæð, en Empire State er 102 hæðir og um 400 metrar. Þess ber þó að geta að ofan á Empire State er sjónvarpsturn, sem gerir hina raunverulegu hæð bygg- ingarinnar um 460 metra, þannig að tæknilega séð hefur hún ennþá vinninginn. Kostnaðurinn við byggingu Heimsviðskiptamiðstöðvarinnar er áætlaður um 600 milljónir dollara og beinn byggingar- kostnaður þar af 350 milljónir. Þyngdarútreikningar og jafn- vægisreikningar við bygginga- framkvæmdirnar eru sagðir mjög sérstæðir, en á það bent að undirstaðan í jörðinni er granít. Um 19.200 lestir af stáli fara í bygginguna og eru stálbitarnir framleiddir í verk- smiðjum og síðan fluttir á byggingarstaðinn og settir sam- an þar. Sumir bitarnir vega um 32 tonn og er lyft upp í allt að 400 metra hæð, þar sem þeir eru settir á sinn stað. Allt í sambandi við þessa byggingu er á stórmælikvarða eins og Bandaríkjamönnum er svo tamt. Erlendir arkitektar hafa ekki látið í ljós neina stór- hrifningu yfir byggingunni. Þeir viðurkenna að vísu að turnfyrirkomulagið sé nýtt, en eru ekki alveg vissir um hvaða áhrif þrýstingur og umferð muni hafa á undirstöðurnar. Annars eru menn sammála um að með núverandi byggingar- tækni sé hægt að byggja allt að 500 metra há hús án teljandi erfiðleika, en ekki sé skynsam- legt að fara miklu hærra. Nu er í undirbúningi í Chi- cago bygging skýjakljúfs, sem verður enn hærri en turnarnir, en fyrir einu ári var lokið við stærsta skýjaklúfinn þar í borg til þessa, sem tryggingar og verzlunarsamsteypan John Hancock lét reisa. Sú bygging er 94 hæðir og eru íbúðir á 50 efstu hæðunum. Chicagobúar kalla bygginguna „Stóra Jón“, og þeir sem búa á hæðum 70- 94 þurfa oft að hringja niður í anddyri til að spyrja hvernig veðrið sé, því að þeir sjá ekki niður, ef lágskýjað er. Þess má að lokum geta að í Heimsviðskiptamiðstöðinni eru 250 lyftur, sem geta flutt 50 þúsund manns daglega. Það tekur lyfturnar 90 sekúndur að fara frá jarðhæð upp á 110 hæð. Hafa sumir látið í ljós

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.