Frjáls verslun - 01.02.1971, Page 17
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
ÚTLÖND
17
urnar koma ekki á markaðinn
fyrr en í júní og uppskerutíma-
bilinu lýkur í september, þann-
ig að hér er mikið í húfi.
Brezkir vísindamenn, sem
unnið hafa að þessum tilraun-
um um eins árs skeið, hafa þeg-
ar náð athyglisverðum árangri.
T. d. hefur tekizt að geyma
eina tegund kartafla (Maris
Peer) frá því í ágúst fram í
febrúar. Meðalhitinn í geymsl-
unni var um 3,3 gráður á cel-
cíus, og reynt var að halda háu,
þó breytilegu rakastigi í sam-
ræmi við hitann. Sýnishorn
voru tekin á mánaðarfresti,
soðin niður og síðan geymd í
þrjá mánuði við stofuhita, unz
dósirnar voru opnaðar. Þessi
sýnishorn voru síðan borin
saman við uppskeru. sem kom
beint úr görðum í ágúst og
reyndust gæðin mjög svipuð.
Það eina, sem raunverulega
var fundið að, var að erfiðara
var að afhýða kartöflurnar,
sem geymdar höfðu verið. Vís-
indamennirnir eru nú mjög
bjartsýnir á að geta leySt þetta
vandamál og önnur, sem kunna
að koma upp og halda áfram
tilraununum með mismunandi
hita og rakastig i geymslunum.
um.
Bretland
Shillingurinn
úr sögunni.
Breytingin kost-
ar um 200 millj.
punda
Bretar tóku upp tugakerfið
15. þessa mánaðar, rétt tæpum
8 árum eftir að ákveðið var að
leggja niður hið flókna pen-
ingakerfi, sem verið hefur í
gildi um aldaraðir. Pundið
verður nú ekki lengur 20 shill-
ingar og 240 penní, heldur 100
penní og aðeins það. Síðustu
sex vikurnar, fyrir breyting-
una stóð einhver mesta aug-
lýsingaherferð í sögu Breta, er
hið opinbera eyddi um 270
milljónum ísl. kr. til að tryggja
að það færi ekki fram hjá
nokkrum manni, að skipt yrði
yfir í tugakerfið.
Stjórnin gsf út um 25 milljón-
ir bæklinga, eða tæplega einn
bækling fyrir hverja tvo Breta,
auk þess sem sjónvarp, útvarp
og blöð voru full af auglýsing-
um. Meira að segja var saminn
sérstakur framaldsþáttur í
sjónvarpi, sem einkum höfðaði
til eldri kynslóðarinnar og hét
„Amma skilur hvernig í pott-
inn er búið“.
Ýmsir Bretar hafa á undan-
förnum árum látið í ljósi ótta
við að þeir muni aldrei geta
lært að telja skv. tugakerfinu,
en nefndin, sem hefur haft yf-
irumsjón með breytingunni
brosir að slíku og segir að með
tilliti til þess að brezka þjóðin
sé talin sú fastheldnasta á
gamlar venjur og siði í öllum
heiminum, sé ekki að undra
þótt svartsýnisraddir heyrist.
Nefndin telur þó fullvíst að
þjóðin verði ekki lengi að kom-
ast uppá lagið og spáir því að
gamla kerfið verði gleyrnt
löngu áður en aðlögunartiminn,
sem er 18 mánuðir, rennur út,
og að þá muni viðkvæðið
verða: „Hvers vegna í ósköp-
unum var þetta ekki gert
fyrr?“
Enginn veit með vissu, hve
mikið breytingin kemur til með
að kosta, en árið 1963 var áætl-
að að heildax-kostnaðurinn yrði
ekki undir 128 milljónum
sterlingspunda, síðan hefur
gengi pundsins verið fellt einu
sinni og mikil verðbólga hefur
verið í landinu. Telja ýmsir að
kostnaðuiánn muni verða um
200 milljónir strelingspunda
áður en yfir lýkur.
Gífurlegt magn af nýjum
peningum hefur verið slegið
og er reiknað með að væri pen-
ingunum staflað tíu í stafla
myndu staflarnir ná næstum
tvisvar sinnum í kringum jörð-
ina. Alls hafa verið slegnir 3,4
milljarðar peninga, eða sem
svarar 62 á hvern Breta. Helm-
ingurinn af þessum peningum
er þegar kominn í umferð, 5,10
og 50 penní, því að hægt var að
nota þá með gamla kerfinu.
¥2, 1 og 2 penní féllu ekki inn
gamla kerfið og voru því ekki
teknir í notkun fyrr en 15.
febrúar.
Gífurlegur viðbúnaður var
við hafður síðustu dagana fyrir
D-dag og bankar og peninga-
stofnanir leigðu heilan flota af
flugvélum til að flytja pening-
ana til útibúa sinna úti á lands-
byggðinni, auk þess sem þurfti
að flytja alla ávísanareikn-
inga og annað svipað til Lond-
on, þar sem rafmagnsheilar sjá
um að breyta bókhaldinu yfir
í tugakerfið. Hér er um að
ræða 14.500 banka og útibú.
En það eru ekki aðeins
bankar og peningastofnanir,
sem viðbúnað þurftu að hafa,
einnig allar verzlanirnar á
Bretlandseyjum. Þær þui’ftu
allar að fá sína peninga í tæka
tíð, auk þess sem þær urðu að
láta breyta yfir 5 milljónum
peningakassa. Aætlað er að í
London hafi þurft að breyta
jafnmöi'gum kössum og í Ástra-
líu, Nýja Sjálandi og S-Afríku
til samans, er þar var skipt yfir
í tugakerfið á sínum tíma. Er
þetta glöggt dæmi um, hve gíf-
ui'lega umfangsmikil þessi
breyting hefur verið.
Brezka tugakerfisnefndin
kynnti sér gaumgæfilega allt
í sambandi við bi'eytingar í
þessum löndum og öðlaðist þar
dýi’mæta reynzlu og vitneskju.
Það var sameiginlegt með öll-
um þessum þjóðum, að íbúarn-
ir urðu þegar í stað sáttir við
breytinguna og töldu nær ein-
róma að mikil hagsbót hefði
verið að henni. Brezka tuga-
kerfisnefndin telur að Bretar
verði hér engin undantekning.
Brezkir verzlunarmenn hafa
orðið að kosta miklu fé til
þjálfunar stai'fsmanna sinna
vegna breytingarinnar, en þeir
telja að aukin framleiðsla og
tímasparnaður muni meira en
bæta upp útgjöldin. Hjá einu
fyrirtæki leiddu prófanir í Ijós
að tímasparnaður af tugakerf-
inu nam um 30% og mistök
minnkuðu um 50% í úti’eikn-
ingum í tugum frá því sem
var með sterlingspund, shill-
inga og penní.
í stói'verzlunum, sem tapað
hafa um 10 shillingum af hverj-
um 1000 pundum er gert ráð
fyrir að tapið minnki um helm-
ing, er tugakerfið verður kom-
ið í fulla notkun.
Líklega eru brezkir ferða-
skrifstofumenn allra manna
glaðastir, því að þegar fei’ða-
mannastraumurinn byrjar (í ár
koma 5 milljónir ferðamanna
til Bretlands) munu ferða-
mennirnir, sem nær allir eru
vanir tugakei'fi, eyða meira fé
og verða ánægðari með dvöl-
ina. Þungu fargi verður líka
létt af stai'fsmönnum hótela,
veitingastaða, leigubifreiða-
stjórum.
Hvað sem öllu líður verður
tugakerfið nú tekið upp og
ekki verður aftur snúið.