Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Page 19

Frjáls verslun - 01.02.1971, Page 19
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 19 GREIIMAR OG VIÐTÖL Þjóðarbúskapurinn Niðurgreiðslur eru varhugaverðar EFTIR PÉTUR EIRÍKSSON, hagfræðing. Ríkisstyrkir af ýmsu tagi hafa verið snar þátt- ur í efnahagslífi okkar undanfarna áratugi. Stundum heiur jafnvel virzt, að tæplega væri ráð á öðrum hagstjórnartækjum. Ein tegund þessara styrkja eru hinar svokölluðu niður- greiðslur, sem virðast njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Niðurgreiðslur hafa hér á landi einkum verið greiddar í því augnamiði, að halda hinni margumtöluðu vísitölu fram- færslukostnaðar niðri. Jafnframt hefur verið lát- ið í það skína, að niðurgreiðslur væru tilvalið tæki til tekjujöfnunar. Minna hefur verið talað um önnur áhrif, sem niðurgreiðslur hafa. Við skulum nú líta nokkru nánar á hæfni niður- greiðslna sem hagstjórnartækis og bera þær jafnframt saman við aðrar ráðstafanir. Niðurgreiðslur lækka vísitöluna. og draga þannig úr verðbólgu. (?) Þessi forsenda hefur verið grundvöllur allra hækkana á niðurgreiðslum. Byggist hún á þeim útbreidda misskilningi, að verðbólga og vísitölu- hækkun sé einn og sami hluturinn. í rauninni má segja, að auknar niðurgreiðslur til að halda vísitölunni í skefjum, séu viðurkenning á því, að ekki hafi tekizt að ráða við þá verðbólgu- þróun, sem hlýtur að hafa verið undanfari vísi- töluhækkunarinnar. Nú skal því engan veginn neitað, að í okkar vísitölubundna þjóðfélagi hef- ur oft tekizt að breiða yfir verðbólguna um stundarsakir, og sérstaklega að stöðva verðhækk- unarkapphlaupið, sem verður að teljast þjóðar- ílþrótt okkar, með niðurgreiðslum. Fram hjá þeirri ömurlegu staðreynd verður þó ekki kom- izt, að niðurgreiðslur eru svipaðar uppvakningi, sem auðveldar er að vekja upp, en koma fyrir aftur, vegna þess fjörkipps, sem margumrædd visitala tekur, um leið og á að koma draugsa fyrir. Er því hætt við, að niðurgreiðslumóri muni fylgja okkur í ókomna ættliði, eða a.m.k. á meðan vísitölubinding verður notuð til að tryggja kaupmátt launa. Niðurgreiðslur stuðla að tekjujöfnun. Þessi staðhæfing er réttmæt, þegar gengið er út frá, að almennustu nauðsynjavörur séu nið- urgreiddar. Fólk með lágar tekjur notar hlut- fallslega meira af tekjum sínum til að afla sér þessara gæða en tekjuhærra fólk. Samanborið við önnur tæki til tekjujöfnunar, t.d. skatta og almannatryggingar, eru niðurgreiðslur hins veg- ar mun óheppilegri vegna þeirra hliðarverkana, sem þær hafa. Af þessari ástæðu er því ekki unnt að verja niðurgreiðslurnar. Niðurgreiðslur valda röskun á verðhlutföllum rnilli atvinnuvega. Þegar niðurgreiðslum er beitt til að halda niðri verðlagi á framleiðsluvörum eins atvinnu- vegar, verka þær sem styrkur fyrir þann at- vinnuveg, þar sem neyzla á framleiðsluvörum hans mun að öðru jöfnu aukast á kostnað fram- leiðsluvara annarra atvinnuvega. Nú getur verið full ástæða til að styrkja einhvern atvinnuveg, en heppilegra er að velja styrknum annað form en beinar niðurgreiðslur. Með niðurgreiðslum er unnt að breyta neyzluvenjum á þann hátt, að heildarneyzlan verði dýrari miðað við fram- leiðslukostnað, á meðan neytandinn gengur í þeirri trú, að hún hafi orðið ódýrari. Til þess að skýra þetta nokkru nánar skulum við líta á einfalt dæmi: Framleiðslu- og dreifingarkostnaður á einu kg. af smjöri sé kr. 200.-, en kr. 50.-, fyrir eitt kg. af smjörlíki. Gerum til einföldunar ráð fyrir, að útsölu- verð varanna sé jafnt kostnaðinum. Gerurn enn- fremur ráð fyrir, að ársneyzla meðalheimilis sé 100 kg. af hvorri vörunni. Ársútgjöld heimilisins vegna kaupa á þessum vörum er þá: 100 kg. smjör á kr. 200.- = kr. 20.000.- 100 kg. smjörlíki á kr. 50,- = kr. 5.000,- Alls kr. 25.000,- Nú eru hafnar niðurgreiðslur á smjöri, að upp- hæð kr. 50.- á kg. Húsmóðirin verður ákaflega ánægð, þegar hún sér, að hún getur slegið tvær flugur í einu höggi, þ. e. boðið fjölskyldu sinni upp á meira smjör í stað smjörlíkis, og jafn- framt lækkað heildarútgjöld heimilisins til kaupa á þessum vörum. Gerum ráð fyrir, að smjörneyzla heimilisins aukist um 25 kg. og smjörlíkisneyzlan minnki um sama magn. Út- gjöldin verða þá: 125 kg. smjör á kr. 150.- = kr. 18.750.- 75 kg. smjörliki á kr. 50.- = kr. 3.750.- Alls kr. 22.500.- Lækkun gjalda kr. 2.500,- Almenn ánægja ríkir á heimilinu, þar til skattreikninginn kemur. Niðurgreiðslurnar hafa aukið útgjöld ríkissjóðs og skattgreiðend- ur verða að borga mismuninn. Útgjaldaaukn- ing ríkissjóðs vegna meðalfjölskyldu okkar nem- ur: Niðurgreiðsla á 125 kg. af smjöri kr. 50.- á kg. = kr. 6.250.-. Skattar meðalfjölskyldunnar hækka um þessa upphæð. Útkoman fyrir hana verður þá: Lækkun útgjalda kr. 2.500,- -r- Hækkun skatta kr. 6.250.- Mismunur H- kr. 3,750,- Ef við deilum með 25 í niðurstöðutöluna fá- um við út kr. 150.- þ. e. mismuninn á einu kg. af smjöri og einu kg. af smjörlíki áður en nið-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.