Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 29 kanadískur maður, Mr. Gordon F. Allan, bæði sem iðnrekandi og á vegum stjórnvalda vestra, í apríl 1970. Svo virðist, sem hugmyndin hafi rekið upp á sker nær jafnharðan, vegna takmarkaðs áhuga hérlendis, og hefur ekkert frekar verið aðhafzt í þeim tilgangi að rannsaka, hvort hér sé um raunhæfa möguleika að ræða. Má'lið liggur sem sé í salti, en á meðan er ýmislegt það að gerast annað, sem kippt get- ur fótunum endanlega undan henni. Viðræður, áhugi vestra. Ferð Magna Guðmundssonar hagfræðings til Kanada, var á- kveðin að undirlagi Jónasar Péturssonar alþingismanns, en nafni hans Thordarson hafði vakið áhuga hans á hugmynd sinni í tilefni af þingsályktun- artillögu Jónasar Pétursson um stóriðju á Reyðarfirði. Magni átti viðræður við ýmsa einka- aðila og stjórnvöld veistra, og kom þar fram verulegur óhugi á hugmynd þessari, ekki sízt vegna þess möguleika að nota íslenzkt síldar- og fiskimjöl í framleiðslu fóðurmyllu. Jafn- framt varð Magni var áhuga á ýmsum öðrum viðskiptum við íslendinga, t. d. að selja okkur timbur og að kaupa af okkur ýmsar vörur. Skilaði Magni greinargerð til ríkis- stjórnarinnar og fleiri opin- berra aðila um ferð sína og viðræður við Kanadamenn. Mr. Gordon F. Allan kom svo hingað í framhaldi af vestur- ferð Magna. Ræddi hann við nokkra aðila hér. Af þeim upp- lýsingum, sem FV hefur aflað sér um þær viðræður, virðast þær hafa farið fyrir ofan garð og neðan, einkum vegna sér- hagsmunaafstöðu einstakra að- ila og almennt takmarkaðs á- huga. Virðist jafnvel hafa orð- ið misskilningur milli manna um sumt, sem rætt var. Mr. Allan gerði stjórnvöldum vestra grein fyrir þessum við- ræðum. og töldu þau ekki á- stæðu til að hann héldi þeim áfram, eins og fyrirhugað hafði verið. Hins vegar hafa aðilar vestra haldið áfram tilraunum til að komast í viðskiptasambönd við íslenzka aðila, einkum gegn um viðskiptaráðuneytið, en fátt orðið um svör og ekk- ert um áhuga enn sem komið er. En það er önnur saga. Hveitimylla, fóðurmylla, korn- forðabúr. Áhugi Kanadamanna beind- ist að því að koma hér upp í samvinnu við Íslendinga og með meirihlutaaðild okkar fyrst og fremst heitimyllu og fóðurmyllu. svo og kornforða- búri fyrir myllureksturinn og jafnvel i enn stærri stíl. Allt var þetta miðað við Evrópu- markað. Ekkert virtist því til fyrirstöðu, að við önnuðumst flutningana, ef við óskuðum. Loks höfðu þeir áhuga á ýms- um öðrum viðskiptum við okk- ur, ekki sízt til að nýta flutningatækin sem bezt. Hafi þarna verið um raun- hæifa möguleika að ræða, sem ekki hefur fengizt úr skorið enn, má ljóst vera, að þeir voru gífurlegir, jafnt fyrir atvinnu- lífið og þjóðarbúið i heild, svo og eftir atvikum fyrir neyt- endur. Áhuginn miðaðist við stórfellda framleiðslu og flutn- inga á Evrópumarkað, nýjan töluvert raforkufrekan iðnað og verulega nýtingu innlends hráefnis, þ. e. síldar- og fiski- mjöls. Og til viðbótar mátti nýta möguleikana við flestar góðar hafnir á landinu, t. d. ekkert síður á Reyðarfirði en í Reykjavík. Enn er tækifæri. Síðan hugmyndin rak upp á sker eftir komu Mr. All- ans hingað til lands í apríl 1970, hefur ýmislegt gerzt og fleira er á döfinni. sem dreg- ur úr gildi hugmyndarinnar. Kornturnar eru komnir við Sundahöfn í Reykjavík, og þar á nú að reisa fóðurblönd- unarstöð, en hvort tveggja er fyrir innanlandsmarkað einan. Einnig er rætt um minnstu gerð af hveitimyllu í sömu þyrpingu. Engu að síður virðist enn vera tækifæri til að kryfja hugmyndina um samvinnu við Kanadamenn niður í kjölinn, enda snýst hún fyrst og fremst um útflutningsiðnað og flutn- ingastarfsemi. Það er lóðið. HRAUST BÖRN BORÐA SMJÖR MÚRBROT SPRENGIVINNA ÖNNUMST hvers konar verk- takavinnu. Tíma- eða ákvæðisvinna. LEIGJUM ÚT loftpressur, krana, gröfur, vibratora, dælur. VÉLALEIGA STEINDÓRS SF. verkstæði 10544 skrifstofa 30435.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.