Frjáls verslun - 01.02.1971, Qupperneq 29
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
29
kanadískur maður, Mr. Gordon
F. Allan, bæði sem iðnrekandi
og á vegum stjórnvalda vestra,
í apríl 1970. Svo virðist, sem
hugmyndin hafi rekið upp á
sker nær jafnharðan, vegna
takmarkaðs áhuga hérlendis,
og hefur ekkert frekar verið
aðhafzt í þeim tilgangi að
rannsaka, hvort hér sé um
raunhæfa möguleika að ræða.
Má'lið liggur sem sé í salti, en
á meðan er ýmislegt það að
gerast annað, sem kippt get-
ur fótunum endanlega undan
henni.
Viðræður, áhugi vestra.
Ferð Magna Guðmundssonar
hagfræðings til Kanada, var á-
kveðin að undirlagi Jónasar
Péturssonar alþingismanns, en
nafni hans Thordarson hafði
vakið áhuga hans á hugmynd
sinni í tilefni af þingsályktun-
artillögu Jónasar Pétursson um
stóriðju á Reyðarfirði. Magni
átti viðræður við ýmsa einka-
aðila og stjórnvöld veistra, og
kom þar fram verulegur óhugi
á hugmynd þessari, ekki sízt
vegna þess möguleika að nota
íslenzkt síldar- og fiskimjöl í
framleiðslu fóðurmyllu. Jafn-
framt varð Magni var áhuga
á ýmsum öðrum viðskiptum
við íslendinga, t. d. að selja
okkur timbur og að kaupa af
okkur ýmsar vörur. Skilaði
Magni greinargerð til ríkis-
stjórnarinnar og fleiri opin-
berra aðila um ferð sína og
viðræður við Kanadamenn.
Mr. Gordon F. Allan kom svo
hingað í framhaldi af vestur-
ferð Magna. Ræddi hann við
nokkra aðila hér. Af þeim upp-
lýsingum, sem FV hefur aflað
sér um þær viðræður, virðast
þær hafa farið fyrir ofan garð
og neðan, einkum vegna sér-
hagsmunaafstöðu einstakra að-
ila og almennt takmarkaðs á-
huga. Virðist jafnvel hafa orð-
ið misskilningur milli manna
um sumt, sem rætt var. Mr.
Allan gerði stjórnvöldum
vestra grein fyrir þessum við-
ræðum. og töldu þau ekki á-
stæðu til að hann héldi þeim
áfram, eins og fyrirhugað hafði
verið.
Hins vegar hafa aðilar vestra
haldið áfram tilraunum til að
komast í viðskiptasambönd
við íslenzka aðila, einkum
gegn um viðskiptaráðuneytið,
en fátt orðið um svör og ekk-
ert um áhuga enn sem komið
er. En það er önnur saga.
Hveitimylla, fóðurmylla, korn-
forðabúr.
Áhugi Kanadamanna beind-
ist að því að koma hér upp í
samvinnu við Íslendinga og
með meirihlutaaðild okkar
fyrst og fremst heitimyllu og
fóðurmyllu. svo og kornforða-
búri fyrir myllureksturinn og
jafnvel i enn stærri stíl. Allt
var þetta miðað við Evrópu-
markað. Ekkert virtist því til
fyrirstöðu, að við önnuðumst
flutningana, ef við óskuðum.
Loks höfðu þeir áhuga á ýms-
um öðrum viðskiptum við okk-
ur, ekki sízt til að nýta
flutningatækin sem bezt.
Hafi þarna verið um raun-
hæifa möguleika að ræða, sem
ekki hefur fengizt úr skorið
enn, má ljóst vera, að þeir voru
gífurlegir, jafnt fyrir atvinnu-
lífið og þjóðarbúið i heild, svo
og eftir atvikum fyrir neyt-
endur. Áhuginn miðaðist við
stórfellda framleiðslu og flutn-
inga á Evrópumarkað, nýjan
töluvert raforkufrekan iðnað
og verulega nýtingu innlends
hráefnis, þ. e. síldar- og fiski-
mjöls. Og til viðbótar mátti
nýta möguleikana við flestar
góðar hafnir á landinu, t. d.
ekkert síður á Reyðarfirði en í
Reykjavík.
Enn er tækifæri.
Síðan hugmyndin rak upp
á sker eftir komu Mr. All-
ans hingað til lands í apríl
1970, hefur ýmislegt gerzt og
fleira er á döfinni. sem dreg-
ur úr gildi hugmyndarinnar.
Kornturnar eru komnir við
Sundahöfn í Reykjavík, og
þar á nú að reisa fóðurblönd-
unarstöð, en hvort tveggja er
fyrir innanlandsmarkað einan.
Einnig er rætt um minnstu
gerð af hveitimyllu í sömu
þyrpingu.
Engu að síður virðist enn
vera tækifæri til að kryfja
hugmyndina um samvinnu við
Kanadamenn niður í kjölinn,
enda snýst hún fyrst og fremst
um útflutningsiðnað og flutn-
ingastarfsemi. Það er lóðið.
HRAUST
BÖRN
BORÐA
SMJÖR
MÚRBROT
SPRENGIVINNA
ÖNNUMST
hvers konar verk-
takavinnu.
Tíma- eða
ákvæðisvinna.
LEIGJUM ÚT
loftpressur, krana,
gröfur, vibratora,
dælur.
VÉLALEIGA
STEINDÓRS SF.
verkstæði 10544
skrifstofa 30435.