Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 43

Frjáls verslun - 01.02.1971, Síða 43
P'RJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 43 leyfi verkalýðsfélags. Þannig er þetta yfirleit, nema í verzl- un. Okkar vantar ákveðinn lagaramma um skyldur og rétt- indi, starfssvið einstakra greina o. s. frv. Og samtök verzlunar- innar eiga vitanlega að hafa sitt vald í innri stéttarmálum. Annars eru þau ekki annað en málskrafsstofnanir. Þegar það vald er fengið innan ramma nýrrar og heilsteyptrar verzl- unarlöggjafar og fjárhagslegur rekstursgrundvöllur, er hægt að gera kröfur til verzlunar- innar um þjóðhagslega hag- kvæma þjónustu. Fyrr er það því miður tilgangslítið og ó- raunhæft, þrátt fyrir eindreg- inn vilja þeirra, sem að verzl- un vinna. Okkur skortir getuna og valdið. Það eru aðrir, sem nú ráða málunum, margir og ólíkir aðilar, en alls ekki verzl- unin sjálf. STRANGT EFTIRLIT ER SJÁLFSAGT FV: Nú myndu einhverjir segja: Það er naumast, maður- inn er að heimta alræði verzl- unarinnar með vörudreifingu, er þá ekki skammt í einokun? Óskar: Nei, fjarri því, en það er gott að hafa þessa spurn- ingu í huga. Ef við lítum fyrst á verzlunarlöggjöfina, þá hlýt- ur það að vera augljóst hags- munamál allra, að hún sé full- nægjandi, eins og löggjöf þarf yfirleitt að vera. Hún á ekki að tryggja annað vald en það sem aðrir hafa, hver á sínu sviði, um innri stéttarmálefni. Og hún á að tryggja, að þetta vald sé réttlátt. Við þær að- stæður, sem nú ríkja um fram- boð og eftirspurn, sjáum við í öðru lagi, að samkeppnisgrund- völlur getur verið mjög traust- ur. En ef um misbresti yrði að ræða, eiga að sjálfsögðu að gilda reglur um afskipti stjórn- valda, eins og gert var ráð fyr- ir í verðlagsfrumvarpinu sál- uga. Verzlunin er ekki aðeins fús, hún beinlínis krefst þess, að strangt eftirlit verði haft með vörudreifingunni, ekki forsjá, heldur eftirlit. Það er raunar bezt komið í höndum neytenda sjálfra, en stjórnvöld eiga að baktryggja það, að ekki komi til neins konar samtaka um verðmyndun eða einokun- ar. SUÐURLANDS BRAUT 10 ÞAR BJÓÐUM VI« YÐUR ALLAR TRYGGINGAR, BETRl ÞJÓNUSTU. HAGTRYGGINGARHÚSIÐ ER I ALLRA LEIÐ - NÆG BÍLAST/EÐI. BIFREIÐA TRYGGINGAR BIFREIÐIN ER BEZT TRYGGÐ HJÁ HAGTRYGGINGU. HjA HAGTRYGGINGU ERU ÞÉR A AÐALBRAUT TRYGGING- ANNA.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.