Frjáls verslun - 01.02.1971, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971
GREINAR OG VIÐTÖL
45
SÖLUTÍMINN ANGI
AF STÉTTARVANDANUM
FV: Það væri e. t. v. rétt að
víkja sérstaklega að sölutíma-
málinu, af því að það er enn
ofai'lega á dagskrá.
Óskar: Já sölutímamálið er
angi af stéttarvandanum, sem
við höfum þegar rætt um í stór-
um dráttum. Sölutími í sum-
um gi-einum er gamalt vanda-
mál, sem löngum hefur verið
mikið deilt um. Það er með
þetta mál, eins og önnur skipu-
lagsmál innan stéttarinnar, að
verzlunin sjálf ræður engu um
það. í þessu tilfelli ákveða
sveitarstjórnir tilhögunina, —
hver fyrir sinn hatt.
Inn í þetta blandast önnur
skipulagsvandamál, sem sprott-
in eru af ýmsum orsökum, en
eiga það öll sameiginlegt að
vera til fyrst og fi'emst af því
að heilsteypta verzlunai'lög-
gjöf og fjárhagslegan reksturs-
gi'undvöll skortir. T. d. má
nefna verkaskiptingu milli
verzlunai’greina, sem ekki er
hægt að skilja frá sölutíman-
um, að nokki'u handahófslega
staðsetningu verzlana, vei'ð-
lagshöftin, sem m. a. hafa orð-
ið til þess, að einstaka aðilar
verzla aðeins með þær vörur,
sem mest má leggja á, og láta
öðrum eftir að dreifa „vísitölu-
vörunum“.
Þá væri það augljóst mis-
rétti, ef kaupmaður austan
marka Reykjavíkur og Sel-
tjarnarness væri settur undir
allt aðrar og þi'engi’i reglur en
kaupmaður vestan markanna.
Og þannig mætti lengi telja.
Það eru jafnvel uppi skoðanir
um, að það falli undir skerð-
ingu á mannréttindum, ef
verzlunareigendum er bannað
að verzla meðan það raskar
ekki friðhelgi einkalífsins.
Eins og stendur, hafa Kaup-
mannasamtökin sent borgar-
ráði Reykjavíkur tillögur sín-
ar um skiptingu vörutegunda
milli verzlunargreina, sem hér
eiga mestan hlut að máli, og
bíða nú átekta. Vei’kaskipting-
in er í rauninni forsenda þess,
að sölutími verði með skap-
legum hætti. En ég tel fullvíst,
að endanlega verði að binda
þessi atriði sem önnur innan
ramma nýrrar verzlunai'lög-
ASBESTVÖRUR
ASBEST
Pakplötur
ASBEST
eldvarnar
ASBEST
innanhuss
ASBEST ;
utanhúss
ASBEST rör
TAC
Construction Materials Limited.
styrmin £
LAUCATEICI 7o. SÍMI:81800
GLER A LAGER
3, 4 og 5 mm GLER.
Ennfremur HAMRAÐ og LITAÐ GLER,
SPEGILGLER, ÖRYGGISGLER í bíla.
Umboð fyrir ALAFOSS-gólfteppi.
Glerslípton
Halldórs Kristjánssonar
GRANUFÉLAGSGÖTU 4 — AKUREYRI — SlMAR 1-29-34 OG 1-21-14.