Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1971, Side 48

Frjáls verslun - 01.02.1971, Side 48
48 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 2 1971 Austur Evrópa Paradís er ekki á næstu grösum í upphafi síðasta árs spáðu nO'kkrir vestrænir sérfræðing- ar á sviði efnahagsmála, að hagvöxtur í Sovétríkjunum myndi minnka, en að í Ung- vexjalandi myndi verða fram- hald á endurbótum og fram- förum í efnahagslífinu. Sé þessi spá borin saman við reynziuna kemur í ljós, að iðnaðarfram- leiðsla í Sovétríkjunum jókst um 8% árið 1970, miðað við 7% árið 1969 og 10% 1968. Því fer fjarri, að Rússar hafi leyst sín vandamál, því að fyr- ir skömmu spáði sovézka á- ætlunarráðið því, að iðnaðar- framleiðsla myndi aðeins auk- ast um 6,9% á árinu 1971 og þjóðartekjur um 6.1% á móti 7.6% á sl. ári. Eins og áður, er gert ráð fyr- ir, að aukningin í framleiðslu neytendavarnings verði meiri en aukningin í útflutningsiðn- aðinum. Fjárfesting í nýjum fyrirtækjum innan framleiðslu- iðnaðarins mun fara hlutfalls- lega minnkandi miðað við þjóðartekjur, í samræmi við þróun undanfarinna ára, en útgjöld til hernaðar og geim- vísinda munu enn aukast. A fundi Æðsta ráðsins í haust, þar sem efnahagsmálin voru efst á baugi, gagnrýndu margir æðstu menn efnahags- mála, seinaganginn í nýtízku- legri vélvæðingu framleiðslu- iðnaðarins og landbúnaðarins. Einkum lögðu þeir áherzlu á nauðsyn þess að vélvæðingu landbúnaðarins yrði hraðað, þar sem æ fleiri landbúnaðar- verkamenn flytjast nú yfir í aðrar atvinnugreinar og þar af leiðandi fer skortur á ýmsum landbúnaðarafurðum vaxandi, t. d. kjöti. Var lögð áherzla á að þetta mál þyldi enga bið. Eitt erfiðasta vandamál sov- ézkra ráðamanna, hefur verið síaukin eftirspurn neytenda og hvernig hægt sé að fullnægja þeirri eftirspurn. Þetta vanda- mál hefur nú orðið enn Ijós- ara í kjölfar óeirðanna í Pól- landi nú fyrir skömmu, þar sem mesta óánægjan var yfir skorti á neyzluvarningi og svo auðvitað hinum gífurlegu verð- hækkunum, sem Gomulka til- kynnti, skömmu áður en hon- um var steypt úr valdastóli. Óeirðirnar í Póllandi sýna bet- ur en nokkuð annað, hvað ger- ist, ef framboð neyluvarnings er ekki viðunandi, þ. e. a. s. ef ekki nýtur stálhnefa Stalíns. Á seinni hluta sl. áratugs var hafizt handa um sérstak- ar efnahagsumbætur í Austur- Evrópu, að Rúmeníu og Búlgar- íu undanskildum, sem þegar voru komin lengra á leði. Markmiðið var að losna við að til aðgerða eins og í Póllandi drægi. Allir vita hver örlög Tékkóslóváka urðu, en hvergi var umbótunum tekið jafnvel, né urðu meiri framfarir á sviði efnahagsmála. Tékkóslóvökum urðu aðeins á ein mistök, og það var að umbæturnar og frelsið færðust út í alla þætti þjóðlífsins. í Póllandi köfnuðu umbóta- tilraunirnar áður en þær náðu sér á strik og skipti þar mestu hreinsanirnar árið 1968, eftir ólguna það ár, en þá var flest- um helztu umbótasinnunum sparkað úr flokknum, eftir mikil átök innan hans. Síðan þá hefur ekkert miðað áfram og ástandið farið síversnandi unz upp úr sauð í hafnarborg- unum á Norðurströndinni. Gi- erek eftirmaður Gomulka, er talinn kjörinn, til að taka upp þráðinn á ný og hleypa nýju lífi í efnahagslíf þjóðarinnar, en hitt er ekki enn ljóst, hversu styrkur hann er í sessi gagn- vart ráðamönnum í Kreml enda þótt Brezhnef, aðalritari sovégka kommúnistaflokksins hafi þegar eftir valdatökuna, sent Gierek heillaóskaskeyti, þar sem hann kallaði hann góð- an vin Sovétríkjanna. Stjórn- málafréttaritarar telja það ó- hjákvæmilegt að Gierek fari sér hægt í byrjun og þreifi fyr- ir sér, áður en hann hefst handa. Ýmsir hafa talið það góðs viti. að hin nýja flokks- forusta Póllands hefur þegar byrjað að saka Gomulka um að hafa átt sök á hvernig fór, en eins og kunnugt er, var aldrei sagt 'Opinberlega að Gomulka 'hefði verið steypt úr stóli, held- ur að hann hefði dregið sig í hlé af heilsufarsástæðum. En það er líka ljóst, að þar sem flokksforustan hefur nú viður- kennt að ástandið sé slæmt, kemst hún ekki hjá því að heifj- ast handa til að friða Pólverja. Enn berast fréttir af því að verkamenn viða um landið halda áfram fundum og mót- mælaaðgerðum og jafnvel verkföllum, til að reka á eftir umbótum og fyrir skömmu var birt bréf frá forsætisráðberra Póllands, sem hann sendi stjórnendum iðnfyrirtækja og annarra stjórnenda atvinnufyr- irtækja, þar sem hann gagn- rýndi þau „vettlingatök", sem hann taldi að stjórnendur hefðu tekið fólkið í stað þess að halda uppi aga og reglu til að tryggja viðunandi afköst. Líklega hafa ráðamenn í Kreml staðið að baki bréfsins, til þess að láta vita að mótmælaaðgerð- ir og ólga verði ekki látin við- gangast. Þetta er mjög í sam- ræmi við þróunina í Sovétríkj- unum á þessu ári, en þar hafa umbótasinnar verið í varnar- stöðu, þar eð svo virðist sem valdamenn í Kreml hallist nú æ meir að því, að agi sé bezta ráðið til að tryggja lausn efna- hagslegra vandamála. I dag eru það aðeins þrjú lönd í Austur-Evrópu, sem geta státað af raunverulegum fram- förum í efnahagslífinu, Ung- verjaland, Búlgaría og Rúmen- ía, en það er aðeins í Ungverja- landi, sem þessar framfarir eru virkilega raunhæfar og skipta verulegu máli. Rúmenar og Búlgarar hafa nokkra sérstöðu, því að þeir eru hvað óháðastir Rússum. Búlgarar lúta þó al- gerri harðlínustjórn og eru því meira í náðinni hjá Rússum, Rúmenar eru frjálslyndari og sjálfstæðari, en eru látnir í friði. því að Kremlarbúar vita að Ceausescu forsætisráðherra er dyggur kommúnisti, sjálf- stæðari en þeir kunna að telja

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.