Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 15
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 ISLAND 13 Þar hverfur einn af sterkara taginu; bannvara á íslandi. En við höfum ])ó vínið í fjölbreyttara úr- vali en flestir aðrir! an hálfs til eins áratugs, verði jarðvarmi hitagjafi á öllu höf- uðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni þess. Reykjavíkurborg býr nú við jarðvarmaveitu, eins og kunn- ugt er. Ætlun borgaryfirvalda er að ný hverfi fái jarðvarma jafn óðum og þau rísa. Hefur staðið til að leiða jarðvarma frá Nesjavöllum við Hengil, þar sem talið hefur verið að virkjunarmöguleikar á Reykj- um í Mosfellssveit og í sjálfu höfuðborgarlandinu væru nær fullnýttir. Nú hafa verið borað- ar nokkrar nýjar holur á Reykjum, sem gefa mikla vatnsaukningu, og með dæl- ingu er talið að vatnsaukning- in á Reykjasvæðinu nægi Reykjavíkurborg næstu 10 ár- in. Og ekki nóg með það, held- ur geti Kópavogskaupstaður fengið nægan jarðvarma fyrir jarðvarmaveitu um allan kaup- staðinn. Einnig hefur verið rætt um þann möguleika að Kópavogs- kaupstaður, ásamt Garðakaup- túni og Hafnarfjarðarkaupstað, fengi jarðvarma frá Krísuvík. Síðarnefndu staðirnir geta vissulega nýtt þann möguleika engu að síður, þótt Kópavogs- kaupstaður fengi jarðvarmann norðan frá og austan. Byggð á Suðurnesjum á þess kost að fá jarðvarma bæði af Reykjanesi og frá Krísuvík. Og nú í sumar mun hefjast lagning jarð- varmaveitu um Seltjarnarnes frá borholum þar. Loks eru möguleikar miklir í Mosfells- sveit og austan Fjalls, og hafa að nokkru verið nýttir nú þeg- ar. Enda þótt líkurnar bendi til þess, að jarðvarmi verði hita- gafi á öllu höfuðborgarsvæð- inu í næstu framtíð, má reikna með og er raunar nær fullvíst, að einstaka hús og húsaþyrp- ingar verði út undan. Líkleg- ast er að raforkan kom þar til skjalanna. Iðnaftur Islendingar drekka 2 millj. lítra af óáfengu öli árlega Samkvæmt skýrslum Hag- stofu íslands, drekkum við ís- lendingar um 1.1 millj. lítra af maltöli og svipað af öðru ó- áfengu öli árlega, eða rúmlega 2 millj. lítra í allt af þessum vökvum. Raunar er þetta ó- áfenga öl ekki alveg óáfengt, nokkurt áfengismagn er í malt- öli, innan við 2%. og 2.25% í pilsner og lageröli. Ef þessu ölmagni er deilt niður á landsmenn, og gert ráð fyrir að útlendingar fúlsi við krásunum, gerir það um 10 lítra á hvert mannsbarn. Sé 'hins vegar einnig gert ráð fyr- ir að börn byrji ekki í ölinu fyrr en 15 ára, er ölmagnið 17-18 lítrar á hvern landsmann 15 ára og eldri. Ólíklegt er að þeir teygi það allir, svo ein- hverjir drekka talsvert af öli, þótt það sé eins og stendur í Hagtíðindum „óáfengt". Sá sem drekkur 20 lítra á ári, tæmir 60 flöskur. Nú eru það tvö fyrirtæki, sem framleiða óáfengt öl, Öl- gerðin Egill Skallagrímsson hf. og Sana hf. Tómas Tómasson eldri, forstjóri Ölgerðarinnar, sagðist aldrei gefa blöðum upp framleiðslumagn hennar, og ekki óhætt fyrir okkur að treysta fullkomléga tölum Hagtíðinda. Börkur Eiríksson framkvæmdastjóri Sana hf. gaf okkur hins vegar upp, að fyrir- tæki hans hefði framleitt um 664.500 lítra af óáfengu öli í fyrra. Ætti Ölgerðin því að hafa framleitt um 1.400.000 lítra það ár, en sú tala er auð- vitað hrein ágizkun okkar. Af tölum þeim, sem Börkur gaf okkur upp, gizkum við einnig á að Sana framleiði álíka mik- ið af Thule lageröli og Ölgerð- in af pilsner, en Ölgerðin hafi megnið af maltölsframleiðsl- unni. Bæði nefnd fyrirtæki fram- leiða nokkurt magn af sterk- um bjór, 4.5%, sem þau selja í aðeins minni flöskum til ým- issa aðila, eins og á Keflavíkur- flugvelli, sendiráða, flugfélaga og skipafélaga. Samgöngur Fiskútflutningur loftlei5is í hnotskurn Að undanförnu hafa tvö ung flugfélög hér á landi stefnt að og gert tilraunir með fiskút- flutning loftleiðis. Áður hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.