Frjáls verslun - 01.03.1971, Page 20
18
ÚTLÖND
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971
Kjarnorka
Orkuframleiðsla
k|arnorkuvera á
að futtugufald-
ast á næsta ára-
tug
í árslok 1970 nam orkufram-
leiðsla kjarnorkuvera í Banda-
ríkjunum um 7500 megawöttum
og í smíðum eru nú 53 kjarn-
orkuver, með um 44000 mega-
watta framleiðslugetu, auk
þess, sem samningar hafa ver-
ið gerðir um 36 ver til viðbótar
með um 36000 megawatta
framleiðslugetu. Bandaríska
K j arnorkumálanef ndin skýrði
frá því nýlega að á árinu 1980
væri áætlað að karnorkuver
framleiddu um 150000 mega-
wött.
Ýmsir telja að svo kunni að
fara, að eftirspurn eftir kjarn-
orku eigi eftir að aukast stór-
kostlega á næstu árum vegna
minnkandi olíubirgða í heimin-
um og hækkandi verðs, auk
hins ótrygga ástands i olíu-
auðugu löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs. Bandaríkja-
menn flytja nú inn um 23% af
þeirri olíu, sem notuð er árlega
í landinu.
Framleiðslu- og bvsgingarerf-
iðleikar áranna 1967-1968, sem
drógu mjög úr eftirsDurn eftir
kjarnorku, eru nú að baki, og
verð á kiarnorku, sem var
lækkað niður fyrir kostn-
aðarverð, hefur nú verið hækk-
að nægilega til að geta skilað
hagnaði. Helztu vandamálin,
sem talsmenn kjarnorkuvera í
Bandaríkjunum eiga nú við að
etja eru þjóðfélagsleg, en ekki
á sviði tækni, iðnaðar eða fjár-
mála. Stóra hindrunin er hin
sterka hreyfing til verndunar
umhverfinu, og í hvert skipti,
sem bygging nýs orkuvers er
tilkynnt verða margir til að
bera fram mótmæli.
Bandarískir kjarnakljúfar
njóta mikilla vinsælda erlend-
is, og nú eru í smíðum 40
kjarnakljúfar í tólf löndum.
Framleiðslugeta þeirra er um
20000 megawött og kostnaðar-
verð um 5 milljarðar dollara.
Stærstu kaupendurnir eru V,-
Þjóðverjar (6600 mw) og Jap-
anir (4400 mw). Bretar smíða
sína eigin kjarnakljúfa, sem
nú geta framleitt um 5200 mw.
í ár er kjarnorka um 3% af
allri orkuframleiðslu í Banda-
ríkjunum, en árið 1975 er á-
ætlað að prósentutalan verði
komin í 19%. Svipuð aukning
er áætluð í flestum löndum,
sem þegar hafa tekið kjarnork-
una í sína þjónustu.
Samgöngur
Sftái í hrað-
braufarhrúm
stórlækkar
kosfnaðinn
Brezka vegamálaráðuneytið
gaf nýlega út yfirlitsskýrslu,
sem vegasérfræðingar þar
sömdu um kostnað við lagningu
vega. í skýrslunni, sem vakið
hefur mikla athygli, kemur m.
a. fram, að hægt er að lækka
til muna kostnað við smíði
hraðbrautarbrúa með aukinni
notkun á sáli í brúargólfið í
stað steinsteypu. Segir í skýrsl-
unni að í sumum tilvikum
megi lækka kostnaðinn um allt
að 30%.
Heildarframlög til nýbygg-
inga vega í Bretlandi á þessu
ári munu nema um 200 millj-
ónum sterlingspunda. Þar af
fara um 65 milljónir í brúar-
smíði. Það má sjá, að skv.
skýrslunni yrði hægt að spara
milljónir sterlingspunda á
næstu árum. Stáliðnaðurinn í
Bretlandi hefur eðlilega fagn-
að þessari skýrslu mjög inni-
lega.
Stórfyrirtækin The British
Steel Corparation og The Brit-
ish Constructional Steelwork
aðstoðuðu við rannsóknir í
sambandi við skýrslugerðina
og fengu þau erlenda sérfræð-
inga til að hanna nýjar teikn-
ingar fyrir brúarsmíði. Öll
nýjasta tækni var notuð í sam-
bandi við teikningarnar og
ráða leitað hjá mörgum stál-
smiðjum, til að fá sem flest
sjónarmið og tillögur fram.
Teikningarnar voru síðan full-
gerðar með þá tegund stáls í
huga, sem ekki lætur á sjá
undan veðri og vindum og
þarf ekki að rnála, til þess að
draga úr viðhaldskostnaði.
Einnig voru teiknaðar til vara
brýr úr stáli, sem þarfnast
málningar. sem varnarlags.
Slík brú yrði dýrari, en þó ekki
svo að hún myndi breyta nið-
urstöðum skýrslunnar. I skýrsl-
Þetta verður lengsta brú í
Evrópu, þegar hún verður full-
gerð haustið 1972, 6.070 m. Brú-
in er byggð milli Álandseyja
og Svíþjóðar, hún á að kosta
um 1.150 millj. ísl, kr.
unni kemur fram að hagkvæmt
yrði að nota stál í brýr, sem
eru 15-29 metrar á lengd, en
það er algengasta stærðin.
Mestur verður sparnaðurinn
við smíði 29 metra brúnna, eða
30%, miðað við steinsteypu.
„Ombudsman“
Aðeins tvær
kvartanir á
rökum reistar
Fyrir nokkrum árum skip-
aði danska þingið sérstakan
rannsóknarfulltrúa, sem kall-
aður var Ombudsman. Hlut-
verk hans var að rannsaka
kvartanir eða ákærur hins al-
menna borgara á hendur hinu
opinbera. Fulltrúi þessi er al-
gerlega óháður ríkinu og hefur
frjálsar hendur og aðgang að
öllu, sem hann kann að þurfa
á að halda í sambandi við
rannsóknir sínar. Tilraun þessi
gafst mjög vel í Danmörku og
kom ýmsu góðu til leiðar og
þetta varð til þess að aðrar
þjóðir, stofnuðu sams konar
embætti hjá sér.
í júlí árið 1969 skipaði
brezka þingið Sir Edmund
Compton Ombudsman í Bret-
landi og N-írlandi. í febrúar
sl. gaf sir Edmund út fyrstu
yfirlitsskýrslu sína um starf