Frjáls verslun - 01.03.1971, Qupperneq 25
FKJÁLS VERZLUN NR. 3 1971
23
GREIIMAR OG VIÐTÖL
Þjóðarbúskapurinn
Þróun efnahagsmála 1970
Eftir Ólaf Davíðsson
hagfræðing.
1. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur.
Efnahagsþróun undanfarinna ára hefur ein-
kennzt mjög af snöggum umskiptum, sem orðið
hafa frá góðæri til hallæris, sem fljótt hefur þó
snúizt í velgengn á ný. Það hefur því ekki farið
fyrir Islendingum nú eins og annarri þjóð forð-
um, að sjö mögur ár fylgdu feitu árunum sjö.
Sé litið á breytingu þjóðarframleiðslu og
þjóðartekna sem mælikvarða á efnahagslega af-
komu, er augljóst, hverjar umhleypingar hafa
verið í efnahagsþróun á íslandi á undanförnum
árum. Þjóðarframleiðslan minnkar að magni til
um 2% árð 1967 og um 6% árið 1968 eftir að
hafa aukizt að jafnaði um 9% á ári næstu fimm
árin á undan, Árið 1969 verður breyting til
batnaðar og þjóðarframleiðsla eykst á ný og á
síðasta ári má telja, að góðæri hafi aftur ríkt
á íslandi. Ef litið er á breytingu þjóðartekna,
er sveiflan enn meiri frá góðæri til hallæris og
til baka aftur. Munurinn á þessum tveimur
stærðum er vegna áhrifa breyttra viðskipta-
kjara, þ. e. þeirrar breytingar, sem verður á
verði útflutningsafurða miðað við verð inn-
flutnings. Kemur í Ijós, að breyting þjóðar-
tekna hefur verið meii en breytng þjóðarfram-
leiðslu öll árin og munar oft töluverðu. Sezt af
því, hve Íslendingar eru háðir erlendu verðlagi
á sjávarafurðum um a'fkomu sína.
Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur, aukning frá
fyrra ári í %:
1962-66 1967 1968 1969 1970
meðaltal áætlun
1. Þjóðarframl. 8,9 -4—2,1 4-6,0 2,0 6,0
2. Þjóðartekjur 10,2 4-7,0 -7,1 3,0 10.5
3. Þjóðarframl.
á mann 7,0 4-3,6 4-7,2 1,2 5.0
4. Þjóðartekjur
á mann 8,3 4-8,5 4-8,3 2,2 9.5
Þjóðarframleiðsla, m. kr.
á verðlagi hvers árs. 25.730 27.380 33.700 42.200
Hár á eftir verða settar fram nokkrar tölur
um ýmsa- þætti þjóðarframleiðslu og almenna
efnahagsafkomu á síðastliðnu ári. Er að veru-
legu leyti stuðzt við bráðabirgðatölur, þar sem
fullnaðarúrvinnsla upplýsinga tekur yfirleitt
langan tíma, en ekki er við því að búast, að
endanlegar tölur sýni í megindráttum aðra heild-
armynd en þá, sem nú liggur fyrir.
2. Útflutningsframleiðslan
Eitt markmið þeirra efna'hagsráðstafana, sem
gerðar voru í árslok 1968, var að skapa hvatn-
ingu til þess að nýta sem bezt þær breytingar,
er kynnu að verða á ytri aðstæðum, þ. e. að
fiskafli glæddist og verðlag á sjávarafurðum
'færi hækkandi á ný. Sú varð einnig raunin á.
Vetrarvertíð 1969 reyndist gjöful, þrátt fyrir
sjómannaverkfall í janúar og febrúar, og fiski-
gengnd fyrir Norður- og Austurlandi fór vax-
andi. Bátar, er smíðaðir höfðu verið til síld-
veiða á þeim árum, er síldarhrotan gekk yfir,
leituðu nýrra verkefna og mjög almenn aukn-
ing varð í sjósókn, Heildaraflinn jókst því veru-
lega á árinu 1969 eða um 17% að magni frá ár-
inu áður. Verðlag á fiski erlendis tók aftur að
hækka, þannig að gjaldeyrisverðmæti fram-
leiðslu sjávarafurða hækkaði um 23% á árinu og
var þarna fyrst og fremst að finna ástæðu þess,
að þjóðarframleiðsla jókst á árinu 1969 um 2%
og þjóðartekjur um 3%. Á árinu 1969 var þann-
ig snúið við hinni óhagstæðu þróun tveggja und-
anfarinna ára. Eins og aflabrestur og verðlækk-
un á fiski erlendis mögnuðu sveifluna niður á
við, þá sameinuðust bætt aflabrögð og verð-
hækkun um að beina sveiflunni upp á við á ný.
Framan af árinu 1970 varð enn veruleg aukn-
ing fiskafla miðað við sama tíma árið áður, en
síðustu mánuði ársins dró úr afla, þannig að
heildaraukning fiskaflans varð ekki eins mikil
og útlit var fyrir lengi framan af. Samkvæmt
bráðabirgðatölum jókst heildarfiskafli um rúm-
lega 4% frá árinu áður. Áætlað er, að útflutning's
framleiðsla sjávarafurða hafi aukizt um 4% að
magni til. Gjaldeyrisverðmæti framleiðslunnar
jókst hins vegar um rúm 27% miðað við árið
áður, enda fór verð á fiskafurðum erlendis stöð-
ugt hækkandi eftir því sem á árið leið, og lætur
nærri að meðalútflutningsverð hafi hækkað um
23% frá 1969.
Hækkunin var töluvert meiri seinustu mánuði
ársins, en framboð á frystum fiski var þá lítið á
Bandaríkjamarkaði. Áhrif þessarar miklu verð-
hækkunar koma glöggt í ljós, þegar litið er á
hina miklu aukningu þjóðartekna umfram þá
aukningu, sem varð á þjóðarframleiðslu.
Framleiðsla annarra útflutningsafurða
jókst einnig á síðasta ári, og á það einkum við
um ýmsar ullarvörur. Kísilgúrverksmiðjan var
stækkuð á árinu og álverksmiðjan lauk sínu
fyrsta fulla starfsári. Er framleiðsluverðmæti