Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERZLUN NR. 3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 25 hennar áætlað um 2000 milljónir króna á síðast- liðnu ári. 3. Aðrar framleiðslugreinar. Sá efnahagslegi endurbati, er varð á árinu 1969, náði fljótt til þeirra framleiðslugreina, sem einkum framieiða í samkepnni við erlenda aðila og nutu því áhrifa gengisbreytingarinnar til bættrar samkeppnisaðstöðu. A þetta aðallega við um ýmsar greinar iðnaðar, en vegna slakr- ar eftirspurnar framan af árinu 1969 gat iðnað- urinn ekki almennt notfært sér hina bættu að- stöðu. í nokkrum greinum varð þó fljótt um aukningu að ræða, t. d. í þeim greinum, er fram- leiða aðföng og fjárfestingarvörur fyrir sjávar- útveg. Þannig leiddi aukin sjósókn og fiskafli til aukinnar endurnýjunarþarfar bátaflotans og' einnig var um viðbótarþörf að ræða. Þessum þörfum var nú að mestu mætt með innlendri skinasmíði. og var það gagnstætt því, sem áður hafði verið. í lok ársins 1969 höfðu flestar grein- ar iðnaðar náð sér vel á strik og á árinu 1970 var um verulega framleiðsluaukningu í nær öll- um greinum að ræða. Má gera ráð fyrir, að fram- leiðsluaukning í almennum iðnaði hafi verið a. m. k. 13% árið 1970 en var 8,5% árið 1969. Er þá fiskiðnaður svo og ál- og kísilgúrfram- leiðsla ekki talin með. f öðrum greinum. einkum framkvæmdum og þjónustu, var endurbatinn mun hægari, enda var ekki við því að búast, að þær tækju við sér fyrr en áhrifa aukinnar útflutningsframleiðslu væri almennt talið að geta í þjóðarbúskapnum. Á árinu 1969 dróst byggingarstarfesmi saman um 16%, en þessi mikli samdráttur var að nokkru leyti vegna þess, að framkvæmdum við Búrfellsvirkjun og álverksmiðjuna í Straums- vík var að Ijúka í bili. Einnig hafði fiárfesting í framleiðslutækjum verið mikil á miðjum ára- tugnum og þörfin því ekki mikil í fyrstu. Á ár- inu 1970 varð aftur aukning í byggingarstarf- semi um 2-3%. Opinber þjónusta jókst um 4-5% á síðasta ári og er það meðalaukning miðað við fyrri ár, en árið 1969 hafði aukning aðeins verið 2%. Einnig varð töluverð aukning í samgöngu og ferðamálum á síðasta ári. Má búast við, að þjónustustarfsemi í heild hafi aukist um 5-6% á árinu en hafði aukizt um 2,5% árið áður. Landbúnaður hefur búið við erfið ytri skil- yrði undanfarin tvö ár. Tíðarfar hefur víðast verið fremur óhagstætt og kal og eldgos hafa valdið frekari erfiðleikum, Þannig hefur fram- leiðsla landbúnaðarafurða að líkindum staðið í stað að magni til á síðasta ári, en hún hafði minnkað um 2,5% á árinu áður. 4. Atv>nna, tekiur og verðlag. f kjölfar hins almenna samdráttar í efnahaffs- lífinu á árunum 1967 ov 1968 fylgdi minnkandi eftirsnurn eftir vinnuafli og var atvinnulevsi töhivert um tíma og hélz.t nokkuð út allt árið 1969. einkum vegna samdráttar í bvggingariðn- aði. Á árinu 1970 má telja, að atvinniilevsi hafi horfið úr sögunni sem almennt, vandamál van- eftirspurnar eftir vinnuafli. Meðalatvinnulevsi var 1,3% af heildarmannafla 1970 (2,5% 1969), og er það lítið, miðað við reynzlu annarra þjóða. Um leið kemur það atvinnuleysi sem eftir er, skýrar í ljós sem staðbundið og árstíðabundið fyrirbæri, einkum á Norðurlandi. Á árunum 1968 og 1969 snérust kjarasamn- ingar aðallega um verðtryggingarákvæði vegna gengisbreytinganna. Var fyrirkomulag verðlags- bóta þannig, að hinir lægst launuðu fengu hlut- fallslega mestar bætur og var því um nokkra launajöfnun að ræða. Er talið, að í marz 1970, eða áður en bætur urðu hlutfallslega jafnar fyr- ir alla, hafi verkamenn unnið á um 7-8% gagnvart verzlunarfólki og opinberum starfs- mönnum frá 1967 og iðnaðarmenn um 11-12%. Hafði þetta áhrif á kjarasamninga opinberra starfsmanna í lok síðasta árs. I kjarasamningum á síðastliðnu sumri var samið um grunnkaupshækkun, sem metin er um 18%. Við þessa hækkun bættist svo hækk- un verðlagsbóta í júní um 3% að meðaltali og í september um 4,2%. Hafði kaup þá hækkað um 26,5% frá því í marz-maí, en áætlað er, að kaupgjald verkafólks og iðnaðarmanna hafi á árinu 1970 hækkað um nær 24% frá meðaltali fyrra árs, en hækkaði 1969 um 13,7%. í byrjun árs 1970 hækkaði fiskverð um 9.5% að meðaltali, en þar sem kostnaðarhlutdeild, sem fiskvinnsla, greiðir útgerð var minnkuð, hækkaði skiptaverð til sjómanna um 15% og í júní hækkaði fiskverð aftur um 5,5%. Þróun verðlags á árunum 1968 og 1969 mót- aðist mjög af áhrifum gengisbreytinganna. Launahækikanir hafa líklega haft einhver áhrif á árinu 1969, en þó öllu meiri á síðasta ári. Yfir- leitt munu verðhækkanir á síðasta ári að mestu hafa orðið fyrir áhrif frá kostnaðarhlið, þar sem eftirspurn framan af árinu var ekki meiri en svo að henni mátti fullnægja með þeim framl.-öfium, sem fyrir hend voru. Erfitt er að greina verð- lagsþróunina í einstaka áhrifaþætti eins og t. d. erlendar verðhækkanir, sem hafa verið tölu- verðar, tollalækkanir og söluskattshækkun, fyrir utan iaunahækkanir, en gera má ráð fyrir, að framleiðnibreytingar hafi vegið upp launa- hækkanir að enhverju leyti. Hér á eftir fara nokkrar tölur um tekju- og verðlagsbreytingar á tveimur undanförnum ár- um. Má af þeim sjá, hve mikil breyting hefur átt sér stað á árinu 1970, er kaupmáttur launa (m. v. vísitölu framfærslukostnaðar) eykst um nær 9% eftir að hafa minnkað um 6,6% árið áð- ur og kaupmáttur ráðstöfunartekna, en það eru heildartekjur að frádregnum beinum sköttum og viðbættum tilfærslum almannatrygginga, hef- ur Hklega aukzt að meðaltali um 9,7% en minnkaði um 9% árið 1969 (m. v. vísitölu neyzluvör uverðlags). Tekjur og verðlag, breyting frá fyrra ári í %: Tímakaup verkafólks og iðnaðarmanna 13,7 23,7 Kaupmáttur tímakaups m. v. vísitölu framfærslukostnaðar -f6,6 9,1 Ráðstöfunartekjur, meðaltekjur 13,0 26,0i) Kaupmáttur ráðstöfunartekna, m. v. vísitölu neyzluv.verðlags -9,0 9,7i) Vísitala framfærslukostnaðar 21,7 13,4 Vísitala neyzluvöruverðlags 24,1 14,9 Vísitala byggingaikostnaðar 23,0 17,1 i) Aætlað; tölurnar eiga við kvænta verka-, sjq- og iðnaðarmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.