Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1971, Blaðsíða 35
FRJÁLS VERZLUN NR .3 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 33 Togaraflotinn í höfn í síðasta verkfalli, verkfalli yfirmanna 1971. 1962-1966, a. m. k. að verulegu leyti. Togaraútgerðin fékk því ek'ki rönd við reist, togurum fækkaði og eigendur þeirra sátu uppi með stórvægilega skuldabagga. Árið 1966, þegar togurum fækkaði niður í þá tölu, sem síðan hélzt, gerði ríkisvaldið enn ráðstafanir til að stöðva þessa þróun. Telja má útilokað, að þær hefðu dugað til, ef ekki hefði brugðið til verulegrar aflaaukningar 1967, en það ár jókst afli á úthaldsdag um 30% miðað við næsta ár á undan, og enn jókst aflinn um 10% 1968 og hefur haldizt nokkuð í horfinu síðan. Síðustu 4 árin hefur það styrkt togaraútgerð- ina, að miklu betur hefur geng- ið að manna skipin en á síldar- árunum, þegar tekjuvon við síldveiðar var mun meiri en við þorskfiskveiðar. Þá bættu gengisfellingarnar 1967 og 1968 hag togaraútgerðarinnar, og loks hækkandi verðlag á er- lendum fiskmörkuðum. Engu að síður er það staðreynd, að togaraútgerðin hefur ekki enn náð saman endum, og er enn rekin með tapi. Nú nýlega hafa verið gerðir nýir kjarasamn- ingar, sem auka útgjöld togara- útgerðarinnar töluvert, og er því ekki heldur um að ræða horfur á batnandi hag frá þvi, sem nú er, nema eitthvað nýtt komi til. Endurnýjun. Þessir 22 togarar, sem tog- araútgerðin hefur þraukað með síðustu 4 ár. eru nú 10-23 ára gamlir, flestir í eldri flokknum. Litlu skuttogararnir, sem nú hafa bætzt við, og eru af svip- aðri stærð og stærri síldarbát- arnir, auka vissulega að sínu leyti sókn í þorskfiskveiðum, en útgerð þeirra telst þó frem- ur hliðstæða við breyttar veið- ar margra síldarbátanna. Nú er hins vegar verið að smíða nokkra stærri togara, sem á næstunni bætast í flotann. Þetta eru skuttogarar, sem ým- ist eiga að koma í stað elztu togaranna eða til viðbótar. Miðað við afkomu 10-23 ára gamalla togara með þolanleg- an afla. sem reknir eru með verulegu tapi, er það hulin ráð- gáta, hvernig ætlunin er að reka þessi nýju skip, sem kosta 140-160 milljónir hvert. Upp- lýsingar um það liggja ekki á lausu. Spilin þarf að stokka upp. Það er ljóst, að hér er mikil- vægri spurningu varpað fram. En hún heggur þó fyrst og fremst í áttina að þeim myrk- viði, sem umlykur alla útgerð hér á landi. Reksturgrundvöll- ur útgerðarinnar er orðin slík talnaflækja. að engu tali tekur. Þessi höfuðatvinnuvegur þjóð- arinnar þarf að fá spilin stokk- uð upp og greitt úr talnaflækju og skriffinnsku, sem gerir út- gerðina óskiljanlega gátu hverjum venjulegum manni og vafasamt er að nokkur sér- fræðingur botni í heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.